Greiddi nemendum til að benda á kennarann Kjartan Kjartansson skrifar 21. október 2020 19:45 Jean-Francois Richard, saksóknari í hryðjuverkamálum, greindi frá því í dag að tveir nemendur hefðu aðstoðað morðingjann við að bera kennsl á Paty. AP/Lewis Joly Saksóknarar í Frakklandi halda því fram að morðingi Samuels Paty hafi greitt tveimur nemendum við skólann fyrir að benda honum á hann. Átján ára gamall piltur myrti Paty og afhöfðaði hann, að því er virðist vegna þess að kennarinn hafði sýnt nemendum sínum skopmyndir af Múhammeð spámanni. Paty, sem var sögukennari, var myrtur á hrottalegan hátt í úthverfi Parísar á föstudag. Átján ára piltur af téténskum uppruna var skotinn til bana af lögreglu skammt frá vettvangi. Morðinginn var ekki nemandi við skólann og virðist hafa lagt land undir fót til að fremja morðið. Morðinginn er sagður hafa greitt nemendunum um 300 evrur, jafnvirði rúmra 49 þúsund íslenskra króna, fyrir að bera kennsl á Paty fyrir sig. Nemendurnir sögðu lögreglu að morðinginn hafi sagt þeim að hann ætlaði að taka upp myndband af Paty og láta hann biðjast afsökunar á skopmyndunum. Hann vildi niðurlægja kennarann og slá hann, að því er breska ríkisútvarpið BBC hefur eftir saksóknurunum. Nemendurnir, sem eru 14 og 15 ára gamlir, eru sagðir hafa beðið með morðingjanum fyrir utan skólann í tvo tíma þar til Paty birtist að skóladeginum loknum. Unglingarnir eru á meðal sjö einstaklinga sem yfirvöld hyggjast sækja til saka vegna morðsins. Morðið sagt tengjast hatursherferð Saksóknarar halda því ennfremur fram að morðið á Paty hafi bein tengsl við hatursherferð gegn honum á netinu. Þeir segja að faðir nemanda við skólann hafi hrundið henni af stað. Komið hefur fram að maðurinn og morðinginn hafi skipst á skilaboðum áður en Paty var myrtur. Paty hafði mátt þola hótanir eftir að hann ræddi við nemendur sínar um tjáningarfrelsi í tíma og sýndi þeim umdeildar skopmyndir af Múhammeð spámanni. Bannað er að teikna myndir eða gera líkneski af spámanninum eða guði samkvæmt kenningum íslams. Frakkland Tjáningarfrelsi Tengdar fréttir Fimmtán í haldi lögreglu vegna hrottalegs morðs í Frakklandi Fimmtán manns eru í haldi lögreglu eftir hrottalegt morð kennara í úthverfi Parísar á föstudag. 19. október 2020 23:25 Húsleit hjá meintum íslömskum öfgamönnum eftir hrottalegt morð Franska lögreglan gerði húsleit á heimilum tuga grunaðra íslamskra öfgamanna í morgun í kjölfar hrottalegs morðs á kennara í úthverfi Parísar á föstudag. Tugir samtaka múslima eru einnig sagðir til rannsóknar. 19. október 2020 12:46 Níu hafa verið handtekin vegna morðsins Kennarinn sem myrtur var í Conflans-Sainte-Honorine, úthverfi Parísar í gær hét Samuel Paty og var hann 47 ára að aldri. 17. október 2020 14:42 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Sjá meira
Saksóknarar í Frakklandi halda því fram að morðingi Samuels Paty hafi greitt tveimur nemendum við skólann fyrir að benda honum á hann. Átján ára gamall piltur myrti Paty og afhöfðaði hann, að því er virðist vegna þess að kennarinn hafði sýnt nemendum sínum skopmyndir af Múhammeð spámanni. Paty, sem var sögukennari, var myrtur á hrottalegan hátt í úthverfi Parísar á föstudag. Átján ára piltur af téténskum uppruna var skotinn til bana af lögreglu skammt frá vettvangi. Morðinginn var ekki nemandi við skólann og virðist hafa lagt land undir fót til að fremja morðið. Morðinginn er sagður hafa greitt nemendunum um 300 evrur, jafnvirði rúmra 49 þúsund íslenskra króna, fyrir að bera kennsl á Paty fyrir sig. Nemendurnir sögðu lögreglu að morðinginn hafi sagt þeim að hann ætlaði að taka upp myndband af Paty og láta hann biðjast afsökunar á skopmyndunum. Hann vildi niðurlægja kennarann og slá hann, að því er breska ríkisútvarpið BBC hefur eftir saksóknurunum. Nemendurnir, sem eru 14 og 15 ára gamlir, eru sagðir hafa beðið með morðingjanum fyrir utan skólann í tvo tíma þar til Paty birtist að skóladeginum loknum. Unglingarnir eru á meðal sjö einstaklinga sem yfirvöld hyggjast sækja til saka vegna morðsins. Morðið sagt tengjast hatursherferð Saksóknarar halda því ennfremur fram að morðið á Paty hafi bein tengsl við hatursherferð gegn honum á netinu. Þeir segja að faðir nemanda við skólann hafi hrundið henni af stað. Komið hefur fram að maðurinn og morðinginn hafi skipst á skilaboðum áður en Paty var myrtur. Paty hafði mátt þola hótanir eftir að hann ræddi við nemendur sínar um tjáningarfrelsi í tíma og sýndi þeim umdeildar skopmyndir af Múhammeð spámanni. Bannað er að teikna myndir eða gera líkneski af spámanninum eða guði samkvæmt kenningum íslams.
Frakkland Tjáningarfrelsi Tengdar fréttir Fimmtán í haldi lögreglu vegna hrottalegs morðs í Frakklandi Fimmtán manns eru í haldi lögreglu eftir hrottalegt morð kennara í úthverfi Parísar á föstudag. 19. október 2020 23:25 Húsleit hjá meintum íslömskum öfgamönnum eftir hrottalegt morð Franska lögreglan gerði húsleit á heimilum tuga grunaðra íslamskra öfgamanna í morgun í kjölfar hrottalegs morðs á kennara í úthverfi Parísar á föstudag. Tugir samtaka múslima eru einnig sagðir til rannsóknar. 19. október 2020 12:46 Níu hafa verið handtekin vegna morðsins Kennarinn sem myrtur var í Conflans-Sainte-Honorine, úthverfi Parísar í gær hét Samuel Paty og var hann 47 ára að aldri. 17. október 2020 14:42 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Sjá meira
Fimmtán í haldi lögreglu vegna hrottalegs morðs í Frakklandi Fimmtán manns eru í haldi lögreglu eftir hrottalegt morð kennara í úthverfi Parísar á föstudag. 19. október 2020 23:25
Húsleit hjá meintum íslömskum öfgamönnum eftir hrottalegt morð Franska lögreglan gerði húsleit á heimilum tuga grunaðra íslamskra öfgamanna í morgun í kjölfar hrottalegs morðs á kennara í úthverfi Parísar á föstudag. Tugir samtaka múslima eru einnig sagðir til rannsóknar. 19. október 2020 12:46
Níu hafa verið handtekin vegna morðsins Kennarinn sem myrtur var í Conflans-Sainte-Honorine, úthverfi Parísar í gær hét Samuel Paty og var hann 47 ára að aldri. 17. október 2020 14:42