Segja að rétt hefði verið að snúa Júlíusi Geirmundssyni til hafnar fyrr Samúel Karl Ólason skrifar 21. október 2020 23:00 Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að ættingjar skipverja hafi verið ósáttir við að skipinu hafi ekki verið snúið til hafnar þegar fyrst fór að bera á veikindum. Einar Valur Kristjánsson, framkvæmdastjóri frystihússins, vildi ekki svara fyrirspurn fréttastofunnar um af hverju það hefði ekki verið gert í dag. Vísir/Hafþór Kalla hefði átt Júlíus Geirmundsson til hafnar fyrr og segja alla áhöfn skipsins í skimun fyrir Covid-19, miðað við þá vitneskju sem nú liggur fyrir. Þetta kemur fram í yfirlýsingu á vef Hraðfrystihússins Gunnvarar, sem gerir út frystitogarann. Nítján skipverjar af 25 greindust með Covid-19 í gær eftir þriggja vikna túr á sjó. Menn fóru að veikjast á fyrstu dögum túrsins. Skipinu var siglt til hafnar á Ísafirði á sunnudaginn til að taka olíu og fóru áhafnarmeðlimir þá í sýnatöku. Ekki var beðið eftir niðurstöðum heldur siglt aftur á mið. Þegar í ljós kom að nítján væru með smit var siglt til baka og komið til hafnar á Ísafirði í hádeginu í gær. Skipverjarnir fengu svo leyfi til að yfirgefa skipið í dag. Þá var komið í ljós að níu úr áhöfn skipsins höfðu jafnað sig af Covid-19 og voru með mótefni. Þrettán eru smitaðir og þurfa að vera áfram í einangrun. Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að ættingjar skipverja hafi verið ósáttir við að skipinu hafi ekki verið snúið til hafnar þegar fyrst fór að bera á veikindum. Einar Valur Kristjánsson, framkvæmdastjóri frystihússins, vildi ekki svara fyrirspurn fréttastofunnar um af hverju það hefði ekki verið gert í dag. Sjá einnig: Vill ekki svara hvers vegna skipinu var ekki snúið við Í áðurnefndri yfirlýsingu segir þó að fyrirtækið vilji koma því á framfæri að fljótlega eftir að veikindin komu upp hafi verið haft samband við Heilbrigðisstofnun Vestfjarða. Ekki hafi þótt ástæða til að kalla skipið til hafnar. Eftir að niðurstöður úr skimuninni lágu fyrir hafi skipinu verið snúið umsvifalaust til hafnar. „Í ljósi þeirrar vitneskju sem nú liggur fyrir hefði átt að kalla skipið fyrr til hafnar og setja alla áhöfnina í skimun,“ segir í yfirlýsingunni. Þar segir einnig að um 213 tonn af frystum afurðum séu í lestum skipsins og ekkert bendi til þess að Covid-19 geti borist með matvælum, samkvæmt Matvælastofnun og alþjóðlegra stofnana. Þá verður skipið sótthreinsað á næstu dögum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ísafjarðarbær Sjávarútvegur Hópsmit á Júlíusi Geirmundssyni Tengdar fréttir Nokkurra vikna slappleiki og 19 skipverjar með Covid-19 Nú um hádegisleytið tekur heilbrigðisstarfsfólk á Vestfjörðum á móti áhöfn frystiskipsins Júlíusar Geirmundssonar Ís 270 á Ísafirði en langflestir skipverjar eru smitaðir af Covid-19. Til greina kemur að opna tímabundið farsóttarhús á Vestfjörðum. 20. október 2020 12:11 Sneru aftur í land eftir að meirihluti áhafnar reyndist smitaður Meirihluti áhafnar frystiskipsins Júlíusar Geirmundssonar ÍS-270 hefur greinst með kórónuveirusmit 19. október 2020 21:23 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Fleiri fréttir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu Sjá meira
Kalla hefði átt Júlíus Geirmundsson til hafnar fyrr og segja alla áhöfn skipsins í skimun fyrir Covid-19, miðað við þá vitneskju sem nú liggur fyrir. Þetta kemur fram í yfirlýsingu á vef Hraðfrystihússins Gunnvarar, sem gerir út frystitogarann. Nítján skipverjar af 25 greindust með Covid-19 í gær eftir þriggja vikna túr á sjó. Menn fóru að veikjast á fyrstu dögum túrsins. Skipinu var siglt til hafnar á Ísafirði á sunnudaginn til að taka olíu og fóru áhafnarmeðlimir þá í sýnatöku. Ekki var beðið eftir niðurstöðum heldur siglt aftur á mið. Þegar í ljós kom að nítján væru með smit var siglt til baka og komið til hafnar á Ísafirði í hádeginu í gær. Skipverjarnir fengu svo leyfi til að yfirgefa skipið í dag. Þá var komið í ljós að níu úr áhöfn skipsins höfðu jafnað sig af Covid-19 og voru með mótefni. Þrettán eru smitaðir og þurfa að vera áfram í einangrun. Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að ættingjar skipverja hafi verið ósáttir við að skipinu hafi ekki verið snúið til hafnar þegar fyrst fór að bera á veikindum. Einar Valur Kristjánsson, framkvæmdastjóri frystihússins, vildi ekki svara fyrirspurn fréttastofunnar um af hverju það hefði ekki verið gert í dag. Sjá einnig: Vill ekki svara hvers vegna skipinu var ekki snúið við Í áðurnefndri yfirlýsingu segir þó að fyrirtækið vilji koma því á framfæri að fljótlega eftir að veikindin komu upp hafi verið haft samband við Heilbrigðisstofnun Vestfjarða. Ekki hafi þótt ástæða til að kalla skipið til hafnar. Eftir að niðurstöður úr skimuninni lágu fyrir hafi skipinu verið snúið umsvifalaust til hafnar. „Í ljósi þeirrar vitneskju sem nú liggur fyrir hefði átt að kalla skipið fyrr til hafnar og setja alla áhöfnina í skimun,“ segir í yfirlýsingunni. Þar segir einnig að um 213 tonn af frystum afurðum séu í lestum skipsins og ekkert bendi til þess að Covid-19 geti borist með matvælum, samkvæmt Matvælastofnun og alþjóðlegra stofnana. Þá verður skipið sótthreinsað á næstu dögum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ísafjarðarbær Sjávarútvegur Hópsmit á Júlíusi Geirmundssyni Tengdar fréttir Nokkurra vikna slappleiki og 19 skipverjar með Covid-19 Nú um hádegisleytið tekur heilbrigðisstarfsfólk á Vestfjörðum á móti áhöfn frystiskipsins Júlíusar Geirmundssonar Ís 270 á Ísafirði en langflestir skipverjar eru smitaðir af Covid-19. Til greina kemur að opna tímabundið farsóttarhús á Vestfjörðum. 20. október 2020 12:11 Sneru aftur í land eftir að meirihluti áhafnar reyndist smitaður Meirihluti áhafnar frystiskipsins Júlíusar Geirmundssonar ÍS-270 hefur greinst með kórónuveirusmit 19. október 2020 21:23 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Fleiri fréttir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu Sjá meira
Nokkurra vikna slappleiki og 19 skipverjar með Covid-19 Nú um hádegisleytið tekur heilbrigðisstarfsfólk á Vestfjörðum á móti áhöfn frystiskipsins Júlíusar Geirmundssonar Ís 270 á Ísafirði en langflestir skipverjar eru smitaðir af Covid-19. Til greina kemur að opna tímabundið farsóttarhús á Vestfjörðum. 20. október 2020 12:11
Sneru aftur í land eftir að meirihluti áhafnar reyndist smitaður Meirihluti áhafnar frystiskipsins Júlíusar Geirmundssonar ÍS-270 hefur greinst með kórónuveirusmit 19. október 2020 21:23