Telur ríkisstjórnina ætla að keyra öldrunarheimilin í þrot Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. október 2020 10:22 Gísli Páll Pálsson er forstjóri Grundarheimilana og formaður Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu. Vísir/Egill Forstjóri Grundarheimilanna, dvalar- og hjúkrunarheimila fyrir aldraða, segir ríkisstjórnina viljandi svelta öldrunarheimilin með það að markmiði að rekstrinum verði skilað til ríkisins. Ríkisstjórnin geri allt hvað hún geti til að keyra öldrunarheimilin í þrot. Gísli Páll Pálsson, forstjóri Grundarheimilanna sem reka Grund við Hringbraut og Ás í Hveragerði, er harðorður í föstudagspistli sínum þessa vikuna. Pistillinn ber titilinn „Skammist ykkar“. Þar vísar hann til stjórnarsáttmála Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar árið 2017. Bjarni Benediktsson, efnahags- og fjármálaráðherra, og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.Vísir/Vilhelm „Einnig verður hugað að því að styrkja rekstrargrundvöll hjúkrunarheimila en áhersla verður einnig lögð á aðra þjónustuþætti, svo sem heimahjúkrun, dagþjálfun og endurhæfingu.“ Gísli Páll segir raunina hafa verið allt aðra. Rekstrargrundvöllurinn hafi raunar markvisst verið veiktur í tíð ríkisstjórnarinnar sem lýkur haustið 2021. „Sumir segja sem betur fer,“ segir Gísli. Hann nefnir sérstaklega að hann kannist við tvo af þremur oddvitum ríkisstjórnarinnar. Af góðu einu en þann þriðja hafi hann aldrei hitt. Frá setningu tónlistarhátíðarinnar Iceland Airwaves á Grund.Vísir/Vilhelm „Í stað þess að auka við fjárframlög umfram launa- og verðlagshækkanir, þá eru hjúkrunarheimilin, auk dvalar- og dagdeildarheimila, krafin um niðurskurð upp á hálft prósent á ári. Árin 2018, 2019, 2020 og nú stendur til að skera enn og aftur niður um hálft prósent skv. fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2021. Á sama tíma hefur nær öll önnur heilbrigðisþjónusta fengið hækkanir á fjárlögum umfram launa- og verðlagshækkanir á meðan öldrunarþjónustan situr eftir.“ Gísli Páll er afdráttarlaus í pistli sínum „Ég er þeirrar skoðunar að þetta sé með vilja gert til að svelta öldrunarheimilin svo mikið að þau gefist upp og skili rekstrinum til ríkisins. Sem er nákvæmlega það sem er að gerast.“ Hann vísar til nýlegra fregna af því að ríkið taki við rekstri öldrunarheimila á Akureyri um áramótin. „Hið sama er uppi á teningnum, misjafnlega langt komið, í Vestmannaeyjum, á Höfn í Hornafirði, Fjarðarbyggð og víðar. Það er ótrúlegt að Sjálfstæðisflokkurinn skuli láta sig engu varða þessa grímulausu ríkisvæðingu öldrunarþjónustunnar. En lengi má manninn reyna og mér sýnist þessi ríkisstjórn ætla að gera allt hvað hún getur til að keyra öldrunarheimilin í þrot.“ Samhliða því neyðist stjórnendur þeirra til að draga úr þjónustu til heimilismanna, þeirra sem hafi byggt upp þetta ágæta þjóðfélag sem við búum í. „Þau eiga það síst skilið.“ Þá hnýtur Gísli Páll um rekstur Landspítalans á biðdeild á Vífilsstöðum og segir ýmsa þjónustu þar lakari en á hjúkrunarheimilum landsins. „Fyrir það greiðir ríkið, sjálfu sér, rúmlega 52 þúsund krónur á sólarhring. Fyrir meiri þjónustu í mun huggulegra húsnæði, í flestum tilfellum, á hjúkrunarheimilum landsins greiðir ríkið aftur á móti eingöngu rúmlega 38 þúsund krónur. Fyrir lakari þjónustu greiðir ríkið 36% hærra verð, sérstakt. Það er þetta með Jónana,“ segir Gísli Páll og vísar í orðtakið um Jón og Séra Jón. Eldri borgarar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilbrigðismál Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Fleiri fréttir Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Sjá meira
Forstjóri Grundarheimilanna, dvalar- og hjúkrunarheimila fyrir aldraða, segir ríkisstjórnina viljandi svelta öldrunarheimilin með það að markmiði að rekstrinum verði skilað til ríkisins. Ríkisstjórnin geri allt hvað hún geti til að keyra öldrunarheimilin í þrot. Gísli Páll Pálsson, forstjóri Grundarheimilanna sem reka Grund við Hringbraut og Ás í Hveragerði, er harðorður í föstudagspistli sínum þessa vikuna. Pistillinn ber titilinn „Skammist ykkar“. Þar vísar hann til stjórnarsáttmála Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar árið 2017. Bjarni Benediktsson, efnahags- og fjármálaráðherra, og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.Vísir/Vilhelm „Einnig verður hugað að því að styrkja rekstrargrundvöll hjúkrunarheimila en áhersla verður einnig lögð á aðra þjónustuþætti, svo sem heimahjúkrun, dagþjálfun og endurhæfingu.“ Gísli Páll segir raunina hafa verið allt aðra. Rekstrargrundvöllurinn hafi raunar markvisst verið veiktur í tíð ríkisstjórnarinnar sem lýkur haustið 2021. „Sumir segja sem betur fer,“ segir Gísli. Hann nefnir sérstaklega að hann kannist við tvo af þremur oddvitum ríkisstjórnarinnar. Af góðu einu en þann þriðja hafi hann aldrei hitt. Frá setningu tónlistarhátíðarinnar Iceland Airwaves á Grund.Vísir/Vilhelm „Í stað þess að auka við fjárframlög umfram launa- og verðlagshækkanir, þá eru hjúkrunarheimilin, auk dvalar- og dagdeildarheimila, krafin um niðurskurð upp á hálft prósent á ári. Árin 2018, 2019, 2020 og nú stendur til að skera enn og aftur niður um hálft prósent skv. fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2021. Á sama tíma hefur nær öll önnur heilbrigðisþjónusta fengið hækkanir á fjárlögum umfram launa- og verðlagshækkanir á meðan öldrunarþjónustan situr eftir.“ Gísli Páll er afdráttarlaus í pistli sínum „Ég er þeirrar skoðunar að þetta sé með vilja gert til að svelta öldrunarheimilin svo mikið að þau gefist upp og skili rekstrinum til ríkisins. Sem er nákvæmlega það sem er að gerast.“ Hann vísar til nýlegra fregna af því að ríkið taki við rekstri öldrunarheimila á Akureyri um áramótin. „Hið sama er uppi á teningnum, misjafnlega langt komið, í Vestmannaeyjum, á Höfn í Hornafirði, Fjarðarbyggð og víðar. Það er ótrúlegt að Sjálfstæðisflokkurinn skuli láta sig engu varða þessa grímulausu ríkisvæðingu öldrunarþjónustunnar. En lengi má manninn reyna og mér sýnist þessi ríkisstjórn ætla að gera allt hvað hún getur til að keyra öldrunarheimilin í þrot.“ Samhliða því neyðist stjórnendur þeirra til að draga úr þjónustu til heimilismanna, þeirra sem hafi byggt upp þetta ágæta þjóðfélag sem við búum í. „Þau eiga það síst skilið.“ Þá hnýtur Gísli Páll um rekstur Landspítalans á biðdeild á Vífilsstöðum og segir ýmsa þjónustu þar lakari en á hjúkrunarheimilum landsins. „Fyrir það greiðir ríkið, sjálfu sér, rúmlega 52 þúsund krónur á sólarhring. Fyrir meiri þjónustu í mun huggulegra húsnæði, í flestum tilfellum, á hjúkrunarheimilum landsins greiðir ríkið aftur á móti eingöngu rúmlega 38 þúsund krónur. Fyrir lakari þjónustu greiðir ríkið 36% hærra verð, sérstakt. Það er þetta með Jónana,“ segir Gísli Páll og vísar í orðtakið um Jón og Séra Jón.
Eldri borgarar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilbrigðismál Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Fleiri fréttir Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Sjá meira