Stefnir í að fella þurfi þrjú þúsund fjár Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. október 2020 16:15 Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Sterkur grunur er um riðusmit á þremur bæjum á Tröllaskaga til viðbótar við Stóru Akra 1 þar sem smit varð staðfest í vikunni. Alls er um að ræða tæplega þrjú þúsund kindur og lömb. Jón Kolbeinn Jónsson, héraðsdýralæknir Norðurlands, segir í samtali við Vísi að endanleg niðurstaða liggi ekki fyrir fyrr en seint á þriðjudag. Riða hafi greinst á bæjunum þremur, úr gripum sem ýmist voru keyptir eða gefnir frá Stóru-Ökrum. „Núna erum við að vinna í því að hafa samband við þá bændur sem hafa fengið gripi frá þessum bæjum,“ segir Jón Kolbeinn. Óttaslegnir bændur Fram kom í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag að bóndinn á Stóru-Ökrum í Akrahreppi neyðist til að farga hátt í 800 kindum vegna riðu sem greindist á bænum. Þá væru bændur á nærliggjandi svæðum óttaslegnir því smit væri orðið útbreitt. Gripasala á milli bæja innan Tröllaskagahólfsins hefur tíðkast, enda hefur riðuveiku ekki greinst í hólfinu í heil tuttugu ár. Nú liggur fyrir að riða hefur greinst á þremur bæjum til viðbótar. Á Grænumýri þar sem eru um 1100 fjár, á Hofdölum sem er með um 750 fjár og loks á Hofi þar sem kindur eru nokkuð færri eða um 260. Bæirnir eru allir í Tröllaskagahólfi og segir Jón Kolbeinn allt gert til að hefta frekari útbreiðslu. Sýnataka sé framundan á öllu gripum sem hafi komið frá Stóru-Ökrum. Rakning standi yfir og þar hjálpi að heilt yfir haldi bændur góða skrá yfir flutninga. Förgun hræjanna flöskuháls Vandamál verður hvernig öllum hræjunum, sem stefnir í að verði hátt í þrjú þúsund, verði fargað. „Það er flöskuhálsinn í þessum niðurskurði, að koma þessum hræjum frá.“ Það þurfi að vinna hratt enda aukist smit á bæjum með tímanum meðan sjúkir gripir eru á bæjunum. Hann nefnir einnig að misjafnt sé í hve miklum tengslum gripirnir séu hver við aðra. „Við þurfum að færa rök fyrir öllum ákvörðunum,“ segir Jón Kolbeinn. Reiðarslag fyrir bændur „Við reynum að stíga frekar varlega en þó fast til jarðar þegar við erum nokkuð viss í okkar sök.“ Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri í Skagafirði, sagði í fréttum okkar í hádeginu merkja miklar áhyggjur hjá bændum. „Ég er heyrt í mörgum bændum og það eru margir áhyggjufullir og margir sorgmæddir yfir þessu. Sauðfjárrækt er mikil byggðafestubúgrein og þetta er högg. Það er ekkert hægt að neita því og fyrir bændur sem hafa lagt líf og sál í ræktunarstarf eins og í þessu tilfelli á Stóru-Ökrum, þetta er náttúrulega mikið reiðarslag,“ sagði Sigfús. RÚV greindi fyrst frá. Fréttin hefur verið uppfærð. Landbúnaður Akrahreppur Skagafjörður Dýraheilbrigði Riða í Skagafirði Tengdar fréttir Riðuveikin mikið reiðarslag fyrir bændur sem leggi líf og sál í ræktunarstarfið Bændur í Skagafirði bíða nú milli vonar og ótta eftir niðurstöðum úr sýnatöku eftir að riða greindist í ær á Stóru-Ökrum á dögunum. Sveitarstjórinn segir málið vera mikið högg og reiðarslag fyrir bændur sem leggi líf og sál í ræktunarstarfið. 23. október 2020 14:23 Riða í Skagafirði staðfest Riða á bænum Stóru-Ökrum 1 í Akrahreppi í Skagafirði hefur verið staðfest. 22. október 2020 12:11 Sterkur grunur um riðuveiki í Akrahreppi Sterkur grunur er um riðuveiki á Stóru-Ökrum 1, Brekkukoti, í Akrahreppi í Skagafirði. Matvælastofnun hefur sett bann á allan flutning líffjár, þ.e. sauð- og geitfjár innan Tröllaskagahólfs til bráðabirgða þar til greining hefur verið staðfest. 16. október 2020 15:19 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Fleiri fréttir „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Sjá meira
Sterkur grunur er um riðusmit á þremur bæjum á Tröllaskaga til viðbótar við Stóru Akra 1 þar sem smit varð staðfest í vikunni. Alls er um að ræða tæplega þrjú þúsund kindur og lömb. Jón Kolbeinn Jónsson, héraðsdýralæknir Norðurlands, segir í samtali við Vísi að endanleg niðurstaða liggi ekki fyrir fyrr en seint á þriðjudag. Riða hafi greinst á bæjunum þremur, úr gripum sem ýmist voru keyptir eða gefnir frá Stóru-Ökrum. „Núna erum við að vinna í því að hafa samband við þá bændur sem hafa fengið gripi frá þessum bæjum,“ segir Jón Kolbeinn. Óttaslegnir bændur Fram kom í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag að bóndinn á Stóru-Ökrum í Akrahreppi neyðist til að farga hátt í 800 kindum vegna riðu sem greindist á bænum. Þá væru bændur á nærliggjandi svæðum óttaslegnir því smit væri orðið útbreitt. Gripasala á milli bæja innan Tröllaskagahólfsins hefur tíðkast, enda hefur riðuveiku ekki greinst í hólfinu í heil tuttugu ár. Nú liggur fyrir að riða hefur greinst á þremur bæjum til viðbótar. Á Grænumýri þar sem eru um 1100 fjár, á Hofdölum sem er með um 750 fjár og loks á Hofi þar sem kindur eru nokkuð færri eða um 260. Bæirnir eru allir í Tröllaskagahólfi og segir Jón Kolbeinn allt gert til að hefta frekari útbreiðslu. Sýnataka sé framundan á öllu gripum sem hafi komið frá Stóru-Ökrum. Rakning standi yfir og þar hjálpi að heilt yfir haldi bændur góða skrá yfir flutninga. Förgun hræjanna flöskuháls Vandamál verður hvernig öllum hræjunum, sem stefnir í að verði hátt í þrjú þúsund, verði fargað. „Það er flöskuhálsinn í þessum niðurskurði, að koma þessum hræjum frá.“ Það þurfi að vinna hratt enda aukist smit á bæjum með tímanum meðan sjúkir gripir eru á bæjunum. Hann nefnir einnig að misjafnt sé í hve miklum tengslum gripirnir séu hver við aðra. „Við þurfum að færa rök fyrir öllum ákvörðunum,“ segir Jón Kolbeinn. Reiðarslag fyrir bændur „Við reynum að stíga frekar varlega en þó fast til jarðar þegar við erum nokkuð viss í okkar sök.“ Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri í Skagafirði, sagði í fréttum okkar í hádeginu merkja miklar áhyggjur hjá bændum. „Ég er heyrt í mörgum bændum og það eru margir áhyggjufullir og margir sorgmæddir yfir þessu. Sauðfjárrækt er mikil byggðafestubúgrein og þetta er högg. Það er ekkert hægt að neita því og fyrir bændur sem hafa lagt líf og sál í ræktunarstarf eins og í þessu tilfelli á Stóru-Ökrum, þetta er náttúrulega mikið reiðarslag,“ sagði Sigfús. RÚV greindi fyrst frá. Fréttin hefur verið uppfærð.
Landbúnaður Akrahreppur Skagafjörður Dýraheilbrigði Riða í Skagafirði Tengdar fréttir Riðuveikin mikið reiðarslag fyrir bændur sem leggi líf og sál í ræktunarstarfið Bændur í Skagafirði bíða nú milli vonar og ótta eftir niðurstöðum úr sýnatöku eftir að riða greindist í ær á Stóru-Ökrum á dögunum. Sveitarstjórinn segir málið vera mikið högg og reiðarslag fyrir bændur sem leggi líf og sál í ræktunarstarfið. 23. október 2020 14:23 Riða í Skagafirði staðfest Riða á bænum Stóru-Ökrum 1 í Akrahreppi í Skagafirði hefur verið staðfest. 22. október 2020 12:11 Sterkur grunur um riðuveiki í Akrahreppi Sterkur grunur er um riðuveiki á Stóru-Ökrum 1, Brekkukoti, í Akrahreppi í Skagafirði. Matvælastofnun hefur sett bann á allan flutning líffjár, þ.e. sauð- og geitfjár innan Tröllaskagahólfs til bráðabirgða þar til greining hefur verið staðfest. 16. október 2020 15:19 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Fleiri fréttir „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Sjá meira
Riðuveikin mikið reiðarslag fyrir bændur sem leggi líf og sál í ræktunarstarfið Bændur í Skagafirði bíða nú milli vonar og ótta eftir niðurstöðum úr sýnatöku eftir að riða greindist í ær á Stóru-Ökrum á dögunum. Sveitarstjórinn segir málið vera mikið högg og reiðarslag fyrir bændur sem leggi líf og sál í ræktunarstarfið. 23. október 2020 14:23
Riða í Skagafirði staðfest Riða á bænum Stóru-Ökrum 1 í Akrahreppi í Skagafirði hefur verið staðfest. 22. október 2020 12:11
Sterkur grunur um riðuveiki í Akrahreppi Sterkur grunur er um riðuveiki á Stóru-Ökrum 1, Brekkukoti, í Akrahreppi í Skagafirði. Matvælastofnun hefur sett bann á allan flutning líffjár, þ.e. sauð- og geitfjár innan Tröllaskagahólfs til bráðabirgða þar til greining hefur verið staðfest. 16. október 2020 15:19