Stefnir í að fella þurfi þrjú þúsund fjár Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. október 2020 16:15 Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Sterkur grunur er um riðusmit á þremur bæjum á Tröllaskaga til viðbótar við Stóru Akra 1 þar sem smit varð staðfest í vikunni. Alls er um að ræða tæplega þrjú þúsund kindur og lömb. Jón Kolbeinn Jónsson, héraðsdýralæknir Norðurlands, segir í samtali við Vísi að endanleg niðurstaða liggi ekki fyrir fyrr en seint á þriðjudag. Riða hafi greinst á bæjunum þremur, úr gripum sem ýmist voru keyptir eða gefnir frá Stóru-Ökrum. „Núna erum við að vinna í því að hafa samband við þá bændur sem hafa fengið gripi frá þessum bæjum,“ segir Jón Kolbeinn. Óttaslegnir bændur Fram kom í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag að bóndinn á Stóru-Ökrum í Akrahreppi neyðist til að farga hátt í 800 kindum vegna riðu sem greindist á bænum. Þá væru bændur á nærliggjandi svæðum óttaslegnir því smit væri orðið útbreitt. Gripasala á milli bæja innan Tröllaskagahólfsins hefur tíðkast, enda hefur riðuveiku ekki greinst í hólfinu í heil tuttugu ár. Nú liggur fyrir að riða hefur greinst á þremur bæjum til viðbótar. Á Grænumýri þar sem eru um 1100 fjár, á Hofdölum sem er með um 750 fjár og loks á Hofi þar sem kindur eru nokkuð færri eða um 260. Bæirnir eru allir í Tröllaskagahólfi og segir Jón Kolbeinn allt gert til að hefta frekari útbreiðslu. Sýnataka sé framundan á öllu gripum sem hafi komið frá Stóru-Ökrum. Rakning standi yfir og þar hjálpi að heilt yfir haldi bændur góða skrá yfir flutninga. Förgun hræjanna flöskuháls Vandamál verður hvernig öllum hræjunum, sem stefnir í að verði hátt í þrjú þúsund, verði fargað. „Það er flöskuhálsinn í þessum niðurskurði, að koma þessum hræjum frá.“ Það þurfi að vinna hratt enda aukist smit á bæjum með tímanum meðan sjúkir gripir eru á bæjunum. Hann nefnir einnig að misjafnt sé í hve miklum tengslum gripirnir séu hver við aðra. „Við þurfum að færa rök fyrir öllum ákvörðunum,“ segir Jón Kolbeinn. Reiðarslag fyrir bændur „Við reynum að stíga frekar varlega en þó fast til jarðar þegar við erum nokkuð viss í okkar sök.“ Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri í Skagafirði, sagði í fréttum okkar í hádeginu merkja miklar áhyggjur hjá bændum. „Ég er heyrt í mörgum bændum og það eru margir áhyggjufullir og margir sorgmæddir yfir þessu. Sauðfjárrækt er mikil byggðafestubúgrein og þetta er högg. Það er ekkert hægt að neita því og fyrir bændur sem hafa lagt líf og sál í ræktunarstarf eins og í þessu tilfelli á Stóru-Ökrum, þetta er náttúrulega mikið reiðarslag,“ sagði Sigfús. RÚV greindi fyrst frá. Fréttin hefur verið uppfærð. Landbúnaður Akrahreppur Skagafjörður Dýraheilbrigði Riða í Skagafirði Tengdar fréttir Riðuveikin mikið reiðarslag fyrir bændur sem leggi líf og sál í ræktunarstarfið Bændur í Skagafirði bíða nú milli vonar og ótta eftir niðurstöðum úr sýnatöku eftir að riða greindist í ær á Stóru-Ökrum á dögunum. Sveitarstjórinn segir málið vera mikið högg og reiðarslag fyrir bændur sem leggi líf og sál í ræktunarstarfið. 23. október 2020 14:23 Riða í Skagafirði staðfest Riða á bænum Stóru-Ökrum 1 í Akrahreppi í Skagafirði hefur verið staðfest. 22. október 2020 12:11 Sterkur grunur um riðuveiki í Akrahreppi Sterkur grunur er um riðuveiki á Stóru-Ökrum 1, Brekkukoti, í Akrahreppi í Skagafirði. Matvælastofnun hefur sett bann á allan flutning líffjár, þ.e. sauð- og geitfjár innan Tröllaskagahólfs til bráðabirgða þar til greining hefur verið staðfest. 16. október 2020 15:19 Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Sterkur grunur er um riðusmit á þremur bæjum á Tröllaskaga til viðbótar við Stóru Akra 1 þar sem smit varð staðfest í vikunni. Alls er um að ræða tæplega þrjú þúsund kindur og lömb. Jón Kolbeinn Jónsson, héraðsdýralæknir Norðurlands, segir í samtali við Vísi að endanleg niðurstaða liggi ekki fyrir fyrr en seint á þriðjudag. Riða hafi greinst á bæjunum þremur, úr gripum sem ýmist voru keyptir eða gefnir frá Stóru-Ökrum. „Núna erum við að vinna í því að hafa samband við þá bændur sem hafa fengið gripi frá þessum bæjum,“ segir Jón Kolbeinn. Óttaslegnir bændur Fram kom í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag að bóndinn á Stóru-Ökrum í Akrahreppi neyðist til að farga hátt í 800 kindum vegna riðu sem greindist á bænum. Þá væru bændur á nærliggjandi svæðum óttaslegnir því smit væri orðið útbreitt. Gripasala á milli bæja innan Tröllaskagahólfsins hefur tíðkast, enda hefur riðuveiku ekki greinst í hólfinu í heil tuttugu ár. Nú liggur fyrir að riða hefur greinst á þremur bæjum til viðbótar. Á Grænumýri þar sem eru um 1100 fjár, á Hofdölum sem er með um 750 fjár og loks á Hofi þar sem kindur eru nokkuð færri eða um 260. Bæirnir eru allir í Tröllaskagahólfi og segir Jón Kolbeinn allt gert til að hefta frekari útbreiðslu. Sýnataka sé framundan á öllu gripum sem hafi komið frá Stóru-Ökrum. Rakning standi yfir og þar hjálpi að heilt yfir haldi bændur góða skrá yfir flutninga. Förgun hræjanna flöskuháls Vandamál verður hvernig öllum hræjunum, sem stefnir í að verði hátt í þrjú þúsund, verði fargað. „Það er flöskuhálsinn í þessum niðurskurði, að koma þessum hræjum frá.“ Það þurfi að vinna hratt enda aukist smit á bæjum með tímanum meðan sjúkir gripir eru á bæjunum. Hann nefnir einnig að misjafnt sé í hve miklum tengslum gripirnir séu hver við aðra. „Við þurfum að færa rök fyrir öllum ákvörðunum,“ segir Jón Kolbeinn. Reiðarslag fyrir bændur „Við reynum að stíga frekar varlega en þó fast til jarðar þegar við erum nokkuð viss í okkar sök.“ Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri í Skagafirði, sagði í fréttum okkar í hádeginu merkja miklar áhyggjur hjá bændum. „Ég er heyrt í mörgum bændum og það eru margir áhyggjufullir og margir sorgmæddir yfir þessu. Sauðfjárrækt er mikil byggðafestubúgrein og þetta er högg. Það er ekkert hægt að neita því og fyrir bændur sem hafa lagt líf og sál í ræktunarstarf eins og í þessu tilfelli á Stóru-Ökrum, þetta er náttúrulega mikið reiðarslag,“ sagði Sigfús. RÚV greindi fyrst frá. Fréttin hefur verið uppfærð.
Landbúnaður Akrahreppur Skagafjörður Dýraheilbrigði Riða í Skagafirði Tengdar fréttir Riðuveikin mikið reiðarslag fyrir bændur sem leggi líf og sál í ræktunarstarfið Bændur í Skagafirði bíða nú milli vonar og ótta eftir niðurstöðum úr sýnatöku eftir að riða greindist í ær á Stóru-Ökrum á dögunum. Sveitarstjórinn segir málið vera mikið högg og reiðarslag fyrir bændur sem leggi líf og sál í ræktunarstarfið. 23. október 2020 14:23 Riða í Skagafirði staðfest Riða á bænum Stóru-Ökrum 1 í Akrahreppi í Skagafirði hefur verið staðfest. 22. október 2020 12:11 Sterkur grunur um riðuveiki í Akrahreppi Sterkur grunur er um riðuveiki á Stóru-Ökrum 1, Brekkukoti, í Akrahreppi í Skagafirði. Matvælastofnun hefur sett bann á allan flutning líffjár, þ.e. sauð- og geitfjár innan Tröllaskagahólfs til bráðabirgða þar til greining hefur verið staðfest. 16. október 2020 15:19 Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Riðuveikin mikið reiðarslag fyrir bændur sem leggi líf og sál í ræktunarstarfið Bændur í Skagafirði bíða nú milli vonar og ótta eftir niðurstöðum úr sýnatöku eftir að riða greindist í ær á Stóru-Ökrum á dögunum. Sveitarstjórinn segir málið vera mikið högg og reiðarslag fyrir bændur sem leggi líf og sál í ræktunarstarfið. 23. október 2020 14:23
Riða í Skagafirði staðfest Riða á bænum Stóru-Ökrum 1 í Akrahreppi í Skagafirði hefur verið staðfest. 22. október 2020 12:11
Sterkur grunur um riðuveiki í Akrahreppi Sterkur grunur er um riðuveiki á Stóru-Ökrum 1, Brekkukoti, í Akrahreppi í Skagafirði. Matvælastofnun hefur sett bann á allan flutning líffjár, þ.e. sauð- og geitfjár innan Tröllaskagahólfs til bráðabirgða þar til greining hefur verið staðfest. 16. október 2020 15:19