„Alltaf hægt að halda í vonina en ég held að hún sé engin“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. október 2020 16:23 Bóndinn á Grænumýri segir riðusmitið vera mikið áfall. Vísir/Tryggvi Bóndinn á Grænumýri í Skagafirði þar sem sterkur grunur leikur á riðusmiti hefur enga von um að endanleg niðurstaða sýnatöku leiði annað í ljós. Erfitt gæti reynst að farga öllum þeim skepnum sem þarf að skera niður. Greint var frá því í gær að mögulega þurfi að skera niður á þriðja þúsund fjár eftir að riðusmit kom upp í Skagafirði í Tröllaskagahólfi. Sterkur grunur leikur á að riðusmitað fé hafi farið frá Stóru-Ökrum Eitt á þrjá aðra bæi í sveitinni. Þar á meðal einn hrútur á Grænumýri, þar sem líklegast þarf að skera niður allt fé. „Það er bara mjög slæmt, það er bara áfall. Það er bara þannig,“ segir Guttormur Hrafn Stefánssson, bóndi á Grænumýri. Endanleg niðurstaða um hvort skera þurfi niður mun ekki liggja fyrir fyrr en í næstu viku. Guttormur er ekki bjartsýnn. „Það er alltaf hægt að halda í vonina en ég held að hún sé engin.“ Hann segir óvíst hvað taki við. „Það er bara óljóst, það er bara að taka stöðuna þegar úrskurðurinn kemur,“ segir Guttormur en atvinnuvegaráðuneytið þarf að fyrirskipa fyrir um niðurskurð eftir að endanleg niðurstaða um riðusmit liggur fyrir. Sýnatökur hafa farið fram víða í Tröllaskagahólfi í dag og í gær til að reyna að meta útbreiðslu riðusmitsins. „Þegar við fáum niðurstöðurnar varðandi þær fáum við betri mynd hversu víðtækt smitið er,“ segir Jón Kolbeinn Jónsson, héraðsdýralæknir á norðvestursvæði. Um gríðarleg magn fjár er að ræða, og erfitt gæti reynst að farga því verði skorið niður. Jón Kolbeinn Jónsson héraðsdýralæknir stendur í ströngu þessa dagana.Vísir/Tryggvi „Það er stærsta vandamálið varðandi förgunina, það er að finna hentuga leið til þess.“ Í fyrri riðusmitum hafa hræin verið send í brennslu en líklega verður niðurskurðurinn nú of umfangsmikill til þess. Matvælastofnun hefur óskað eftir leiðbeiningum frá Umhverfisstofnun um hvað megi og hvað megi ekki í þessum efnum. Líklegt er talið að hræin verði urðuð á urðunarrsvæðum þar sem svokallaðir áhættuvefir og sýkt hræ hafa verið urðuð fyrir. Jón Kolbeinn hefur verið í nánum samskiptum við bændur á svæðinu síðustu daga. Hann segir hljóðið þungt. „Flestir eru hugsi og leiðir. Þetta er mikið högg. Það er ekkert grín þegar menn þurfa að skera niður bústofninn sinn. Miklar tilfinningar í spilinu þannig að að við höldum ró okkur og hugsum vel til hvers annars. Það er engum að kenna þegar eitthvað svona kemur upp. Þetta er eitthvað frá forfeðrum okkar, þetta smitefni.“ Skagafjörður Landbúnaður Dýraheilbrigði Riða í Skagafirði Tengdar fréttir „Þetta er harmleikur“ Bóndi á bænum Grænumýri á Tröllaskaga, sem sér fram á að þurfa að farga hátt í 1100 fjár vegna riðu sem greindist í hrúti á bænum, segir það harmleik. Samfélagið sé lamað eftir þennan mikla skell. 23. október 2020 20:01 Stefnir í að fella þurfi þrjú þúsund fjár Sterkur grunur er um riðusmit á þremur bæjum á Tröllaskaga til viðbótar við Stóru Akra 1 þar sem smit varð staðfest í vikunni. Alls er um að ræða tæplega þrjú þúsundur kindur og lömb. 23. október 2020 16:15 Riðuveikin mikið reiðarslag fyrir bændur sem leggi líf og sál í ræktunarstarfið Bændur í Skagafirði bíða nú milli vonar og ótta eftir niðurstöðum úr sýnatöku eftir að riða greindist í ær á Stóru-Ökrum á dögunum. Sveitarstjórinn segir málið vera mikið högg og reiðarslag fyrir bændur sem leggi líf og sál í ræktunarstarfið. 23. október 2020 14:23 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Sjá meira
Bóndinn á Grænumýri í Skagafirði þar sem sterkur grunur leikur á riðusmiti hefur enga von um að endanleg niðurstaða sýnatöku leiði annað í ljós. Erfitt gæti reynst að farga öllum þeim skepnum sem þarf að skera niður. Greint var frá því í gær að mögulega þurfi að skera niður á þriðja þúsund fjár eftir að riðusmit kom upp í Skagafirði í Tröllaskagahólfi. Sterkur grunur leikur á að riðusmitað fé hafi farið frá Stóru-Ökrum Eitt á þrjá aðra bæi í sveitinni. Þar á meðal einn hrútur á Grænumýri, þar sem líklegast þarf að skera niður allt fé. „Það er bara mjög slæmt, það er bara áfall. Það er bara þannig,“ segir Guttormur Hrafn Stefánssson, bóndi á Grænumýri. Endanleg niðurstaða um hvort skera þurfi niður mun ekki liggja fyrir fyrr en í næstu viku. Guttormur er ekki bjartsýnn. „Það er alltaf hægt að halda í vonina en ég held að hún sé engin.“ Hann segir óvíst hvað taki við. „Það er bara óljóst, það er bara að taka stöðuna þegar úrskurðurinn kemur,“ segir Guttormur en atvinnuvegaráðuneytið þarf að fyrirskipa fyrir um niðurskurð eftir að endanleg niðurstaða um riðusmit liggur fyrir. Sýnatökur hafa farið fram víða í Tröllaskagahólfi í dag og í gær til að reyna að meta útbreiðslu riðusmitsins. „Þegar við fáum niðurstöðurnar varðandi þær fáum við betri mynd hversu víðtækt smitið er,“ segir Jón Kolbeinn Jónsson, héraðsdýralæknir á norðvestursvæði. Um gríðarleg magn fjár er að ræða, og erfitt gæti reynst að farga því verði skorið niður. Jón Kolbeinn Jónsson héraðsdýralæknir stendur í ströngu þessa dagana.Vísir/Tryggvi „Það er stærsta vandamálið varðandi förgunina, það er að finna hentuga leið til þess.“ Í fyrri riðusmitum hafa hræin verið send í brennslu en líklega verður niðurskurðurinn nú of umfangsmikill til þess. Matvælastofnun hefur óskað eftir leiðbeiningum frá Umhverfisstofnun um hvað megi og hvað megi ekki í þessum efnum. Líklegt er talið að hræin verði urðuð á urðunarrsvæðum þar sem svokallaðir áhættuvefir og sýkt hræ hafa verið urðuð fyrir. Jón Kolbeinn hefur verið í nánum samskiptum við bændur á svæðinu síðustu daga. Hann segir hljóðið þungt. „Flestir eru hugsi og leiðir. Þetta er mikið högg. Það er ekkert grín þegar menn þurfa að skera niður bústofninn sinn. Miklar tilfinningar í spilinu þannig að að við höldum ró okkur og hugsum vel til hvers annars. Það er engum að kenna þegar eitthvað svona kemur upp. Þetta er eitthvað frá forfeðrum okkar, þetta smitefni.“
Skagafjörður Landbúnaður Dýraheilbrigði Riða í Skagafirði Tengdar fréttir „Þetta er harmleikur“ Bóndi á bænum Grænumýri á Tröllaskaga, sem sér fram á að þurfa að farga hátt í 1100 fjár vegna riðu sem greindist í hrúti á bænum, segir það harmleik. Samfélagið sé lamað eftir þennan mikla skell. 23. október 2020 20:01 Stefnir í að fella þurfi þrjú þúsund fjár Sterkur grunur er um riðusmit á þremur bæjum á Tröllaskaga til viðbótar við Stóru Akra 1 þar sem smit varð staðfest í vikunni. Alls er um að ræða tæplega þrjú þúsundur kindur og lömb. 23. október 2020 16:15 Riðuveikin mikið reiðarslag fyrir bændur sem leggi líf og sál í ræktunarstarfið Bændur í Skagafirði bíða nú milli vonar og ótta eftir niðurstöðum úr sýnatöku eftir að riða greindist í ær á Stóru-Ökrum á dögunum. Sveitarstjórinn segir málið vera mikið högg og reiðarslag fyrir bændur sem leggi líf og sál í ræktunarstarfið. 23. október 2020 14:23 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Sjá meira
„Þetta er harmleikur“ Bóndi á bænum Grænumýri á Tröllaskaga, sem sér fram á að þurfa að farga hátt í 1100 fjár vegna riðu sem greindist í hrúti á bænum, segir það harmleik. Samfélagið sé lamað eftir þennan mikla skell. 23. október 2020 20:01
Stefnir í að fella þurfi þrjú þúsund fjár Sterkur grunur er um riðusmit á þremur bæjum á Tröllaskaga til viðbótar við Stóru Akra 1 þar sem smit varð staðfest í vikunni. Alls er um að ræða tæplega þrjú þúsundur kindur og lömb. 23. október 2020 16:15
Riðuveikin mikið reiðarslag fyrir bændur sem leggi líf og sál í ræktunarstarfið Bændur í Skagafirði bíða nú milli vonar og ótta eftir niðurstöðum úr sýnatöku eftir að riða greindist í ær á Stóru-Ökrum á dögunum. Sveitarstjórinn segir málið vera mikið högg og reiðarslag fyrir bændur sem leggi líf og sál í ræktunarstarfið. 23. október 2020 14:23