Framkvæmdastjóri útgerðarinnar: „Það þekkti enginn þetta Covid“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 25. október 2020 10:55 Einar Valur Kristjánsson, framkvæmdastjóri Gunnvarar. Vísir/Hafþór „Við búum í litlu samfélagi og þetta hefur reynst okkur mörgum erfitt síðustu daga. Við bara viðurkennum að við vanmátum aðstæður um borð,“ segir Einar Valur Kristjánsson, framkvæmdastjóri Hraðfrystihússins Gunnvarar, í samtali við fréttastofu. Fyrirtækið sendi frá sér yfirlýsingu í morgun vegna frétta af veikindum skipverja um borð í Júlíusi Geirmundssyni, en 22 af 25 skipverjum togarans sýktust af kórónuveirunni í hópsmiti sem kom upp fljótlega eftir að lagt var út á haf. Yfirlýsingin var sett fram í nafni Einars Vals en í lýsigögnum í Word-skjali með yfirlýsingunni sem var send fjölmiðlum í morgun var Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, skráð höfundur skjalsins. Sveinn Geir Arnarsson skipstjóri vildi ekki tjá sig við Vísi í síðustu viku. „Ég hef ekkert að segja,“ sagði Sveinn Geir. Ekki nýtt, en nýtt fyrir þeim Skipverjarnir stóðu vaktina í þrjár vikur, þrátt fyrir mikil veikindi. Einar Valur segir fyrirtækið ekki hafa viðhaft rétta verkferla. „Þetta er nýtt. Það þekkti enginn þetta Covid. Við vissum ekki hvað það var. Og þetta er eins og ég segi, fyrsta Covidið sem kemur í fyrirtækið hjá okkur. Við höfum blessunarlega verið laus við þetta og ekki þekkt þetta. Þannig að þetta er okkur öllum mikið áfall og hugur okkar er hjá þeim sem hafa veikst,“ segir hann. Þegar þú segir að þið vissuð ekki hvað þetta Covid var, hvað áttu við með því? „Ég segi að þetta kom í mars í vor, þetta covid, og það þekkti það enginn. Ég er ekki að segja að við vissum ekki hvað covid var núna, við vitum hvað það er. En þetta er nýtt fyrir okkur. Við höfum ekki verið að kljást við svona vágest fyrr en í vor. Við höfum sem betur fer sloppið. […]Við áttum auðvitað samkvæmt verklagsreglum að tilkynna Gæslunni þetta en það var ekki gert. Við höfðum samband við sjúkrahúsið og við vanmátum bara aðstæður og göngumst við því.“ En þetta var ekki að gerast í mars? „Ég er að tala um Covid inn í íslenskt samfélag. Ég er búinn að hlusta á marga þættina með sóttvarnalækni og þetta er auðvitað fordæmalaust. Við höfum ekki þekkt þetta áður og við erum að glíma við þetta. Við erum ekki að leita að neinum sökudólgum heldur að biðjast afsökunar á að hafa ekki brugðist öðruvísi við.“ Þá segir hann aðspurður að útgerðin hafi ekki gefið þau fyrirmæli að snúa skipinu ekki til hafnar þegar veikindin fóru á sér að kræla. „Nei, það voru ekki fyrirmæli frá útgerðinni. Við áttum að tilkynna gæslunni ef grunur kæmi upp um smit, sá grunur var ekki staðfestur fyrr en skipið kom til sýnatöku.“ Ekki hægt að útskýra ákvaðanir skipstjórans Það var talað um það í fréttum að skipstjórinn hafi sett menn í einangrun í þrjá daga og jafnvel saman í káetu. Geturðu útskýrt hvers vegna það var gert? „Ég get ekki útskýrt það. Það er eiginlega ekki hægt að útskýra það. Það hefði verið rétt að fara í land en þetta var bara svona.“ Þú segir í yfirlýsingu þinni að það sé þungbært að sitja undir ásökunum um að heilsu og öryggi starfsfólks hafi verið stefnt í hættu. Nú liggur það samt fyrir að lífi fólks var beinlínis stefnt í hættu? „Ég held það sé margt sem hefur verið sagt og sjálfsagt á eftir að segja meira. Og eins og segir í yfirlýsingunni, það var aldrei ætlun útgerðar eða skipstjóra að stefna heilsu eða lífi í hættu og okkur þykir það þungbært og ég segi það frá hjartanu. Við erum í litlu samfélagi og það eru brestir í þessu hjá okkur núna. Við þurfum að vinna okkur traust og ætlum okkur það og höfum hafið vinnu við það.“ Einn skipverji Júlíusar Geirmundssonar lýsti því í fréttum RÚV í gær að það hafi hreinlega verið að pína fólk þarna – sumir hafi varla staðið í lappirnar en samt þurft að fara út að vinna. Hvað finnst þér um þetta? „Það er ekki gott að heyra þetta. Þannig að það held ég að verði að vera hluti af þeirri vinnu sem er þegar hafin við að greina þessa ferla, hvað hefur farið úrskeiðis.“ Einar Valur hafnar því að skipverjum hafi verið bannað að tjá sig við fjölmiðla og segir alla hafa verið bæði net- og símatengda um borð í togaranum. Þá segir hann það ekki standa til að segja neinum upp. „Þetta er alvarlegt mál og við hefðum viljað koma sérstaklega skilaboðum til okkar góðu starfsmanna, bara afsökunarbeiðni um þetta mál og vona að þeim batni fljótt,“ segir Einar Valur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sjávarútvegur Ísafjarðarbær Hópsmit á Júlíusi Geirmundssyni Tengdar fréttir Segir þungbært að sitja undir ásökunum um að vanrækja heilsu og öryggi sjómannanna Framkvæmdastjóri Hraðfrystihússins Gunnvarar segir fyrirtækið biðjast afsökunar á mistökum sem voru gerð þegar nær öll áhöfn togarans Júlíusar Geirmundsonar veiktist af Covid-19. Í yfirlýsingu segir hann þó „þungbært“ að sitja undir ásökunum um að ekki hafi verið hugað nógu vel að heilsu eða öryggi starfsmanna. 25. október 2020 09:57 Tjáningin óendanlega verðmætari en starfið um borð 21 árs háseti á frystitogaranum Júlíusi Geirmundssyni, þar sem nær allir smituðust á Covid-19 á þriggja vikna túr, segir hegðun útgerðarinnar í veikindum skipverja í takti við fyrri hegðun gagnvart starfsmönnum hvað öryggi og heilsu starfsmanna snertir. 24. október 2020 22:04 Lögregla metur hvort rannsaka eigi hópsýkinguna á togaranum Lögreglan á Vestfjörðum skoðar nú hvort ástæða sé til að rannsaka mál skipverjanna um borð í togaranum Júlíusi Geirmundssyni. 24. október 2020 11:47 Bannað að segja fjölmiðlum frá veikindum sínum um borð Skipverjar á frystiskipinu Júlíusi Geirmundssyni segjast margir hverja hafa verið alvarlega veikir í þriggja vikna túr á miðunum. Þeir hafi verið með mikinn hita, öndunarörðugleika auk fleiri þekktra einkenna Covid-19 sjúkdómsins. 23. október 2020 16:38 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Fleiri fréttir Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Sjá meira
„Við búum í litlu samfélagi og þetta hefur reynst okkur mörgum erfitt síðustu daga. Við bara viðurkennum að við vanmátum aðstæður um borð,“ segir Einar Valur Kristjánsson, framkvæmdastjóri Hraðfrystihússins Gunnvarar, í samtali við fréttastofu. Fyrirtækið sendi frá sér yfirlýsingu í morgun vegna frétta af veikindum skipverja um borð í Júlíusi Geirmundssyni, en 22 af 25 skipverjum togarans sýktust af kórónuveirunni í hópsmiti sem kom upp fljótlega eftir að lagt var út á haf. Yfirlýsingin var sett fram í nafni Einars Vals en í lýsigögnum í Word-skjali með yfirlýsingunni sem var send fjölmiðlum í morgun var Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, skráð höfundur skjalsins. Sveinn Geir Arnarsson skipstjóri vildi ekki tjá sig við Vísi í síðustu viku. „Ég hef ekkert að segja,“ sagði Sveinn Geir. Ekki nýtt, en nýtt fyrir þeim Skipverjarnir stóðu vaktina í þrjár vikur, þrátt fyrir mikil veikindi. Einar Valur segir fyrirtækið ekki hafa viðhaft rétta verkferla. „Þetta er nýtt. Það þekkti enginn þetta Covid. Við vissum ekki hvað það var. Og þetta er eins og ég segi, fyrsta Covidið sem kemur í fyrirtækið hjá okkur. Við höfum blessunarlega verið laus við þetta og ekki þekkt þetta. Þannig að þetta er okkur öllum mikið áfall og hugur okkar er hjá þeim sem hafa veikst,“ segir hann. Þegar þú segir að þið vissuð ekki hvað þetta Covid var, hvað áttu við með því? „Ég segi að þetta kom í mars í vor, þetta covid, og það þekkti það enginn. Ég er ekki að segja að við vissum ekki hvað covid var núna, við vitum hvað það er. En þetta er nýtt fyrir okkur. Við höfum ekki verið að kljást við svona vágest fyrr en í vor. Við höfum sem betur fer sloppið. […]Við áttum auðvitað samkvæmt verklagsreglum að tilkynna Gæslunni þetta en það var ekki gert. Við höfðum samband við sjúkrahúsið og við vanmátum bara aðstæður og göngumst við því.“ En þetta var ekki að gerast í mars? „Ég er að tala um Covid inn í íslenskt samfélag. Ég er búinn að hlusta á marga þættina með sóttvarnalækni og þetta er auðvitað fordæmalaust. Við höfum ekki þekkt þetta áður og við erum að glíma við þetta. Við erum ekki að leita að neinum sökudólgum heldur að biðjast afsökunar á að hafa ekki brugðist öðruvísi við.“ Þá segir hann aðspurður að útgerðin hafi ekki gefið þau fyrirmæli að snúa skipinu ekki til hafnar þegar veikindin fóru á sér að kræla. „Nei, það voru ekki fyrirmæli frá útgerðinni. Við áttum að tilkynna gæslunni ef grunur kæmi upp um smit, sá grunur var ekki staðfestur fyrr en skipið kom til sýnatöku.“ Ekki hægt að útskýra ákvaðanir skipstjórans Það var talað um það í fréttum að skipstjórinn hafi sett menn í einangrun í þrjá daga og jafnvel saman í káetu. Geturðu útskýrt hvers vegna það var gert? „Ég get ekki útskýrt það. Það er eiginlega ekki hægt að útskýra það. Það hefði verið rétt að fara í land en þetta var bara svona.“ Þú segir í yfirlýsingu þinni að það sé þungbært að sitja undir ásökunum um að heilsu og öryggi starfsfólks hafi verið stefnt í hættu. Nú liggur það samt fyrir að lífi fólks var beinlínis stefnt í hættu? „Ég held það sé margt sem hefur verið sagt og sjálfsagt á eftir að segja meira. Og eins og segir í yfirlýsingunni, það var aldrei ætlun útgerðar eða skipstjóra að stefna heilsu eða lífi í hættu og okkur þykir það þungbært og ég segi það frá hjartanu. Við erum í litlu samfélagi og það eru brestir í þessu hjá okkur núna. Við þurfum að vinna okkur traust og ætlum okkur það og höfum hafið vinnu við það.“ Einn skipverji Júlíusar Geirmundssonar lýsti því í fréttum RÚV í gær að það hafi hreinlega verið að pína fólk þarna – sumir hafi varla staðið í lappirnar en samt þurft að fara út að vinna. Hvað finnst þér um þetta? „Það er ekki gott að heyra þetta. Þannig að það held ég að verði að vera hluti af þeirri vinnu sem er þegar hafin við að greina þessa ferla, hvað hefur farið úrskeiðis.“ Einar Valur hafnar því að skipverjum hafi verið bannað að tjá sig við fjölmiðla og segir alla hafa verið bæði net- og símatengda um borð í togaranum. Þá segir hann það ekki standa til að segja neinum upp. „Þetta er alvarlegt mál og við hefðum viljað koma sérstaklega skilaboðum til okkar góðu starfsmanna, bara afsökunarbeiðni um þetta mál og vona að þeim batni fljótt,“ segir Einar Valur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sjávarútvegur Ísafjarðarbær Hópsmit á Júlíusi Geirmundssyni Tengdar fréttir Segir þungbært að sitja undir ásökunum um að vanrækja heilsu og öryggi sjómannanna Framkvæmdastjóri Hraðfrystihússins Gunnvarar segir fyrirtækið biðjast afsökunar á mistökum sem voru gerð þegar nær öll áhöfn togarans Júlíusar Geirmundsonar veiktist af Covid-19. Í yfirlýsingu segir hann þó „þungbært“ að sitja undir ásökunum um að ekki hafi verið hugað nógu vel að heilsu eða öryggi starfsmanna. 25. október 2020 09:57 Tjáningin óendanlega verðmætari en starfið um borð 21 árs háseti á frystitogaranum Júlíusi Geirmundssyni, þar sem nær allir smituðust á Covid-19 á þriggja vikna túr, segir hegðun útgerðarinnar í veikindum skipverja í takti við fyrri hegðun gagnvart starfsmönnum hvað öryggi og heilsu starfsmanna snertir. 24. október 2020 22:04 Lögregla metur hvort rannsaka eigi hópsýkinguna á togaranum Lögreglan á Vestfjörðum skoðar nú hvort ástæða sé til að rannsaka mál skipverjanna um borð í togaranum Júlíusi Geirmundssyni. 24. október 2020 11:47 Bannað að segja fjölmiðlum frá veikindum sínum um borð Skipverjar á frystiskipinu Júlíusi Geirmundssyni segjast margir hverja hafa verið alvarlega veikir í þriggja vikna túr á miðunum. Þeir hafi verið með mikinn hita, öndunarörðugleika auk fleiri þekktra einkenna Covid-19 sjúkdómsins. 23. október 2020 16:38 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Fleiri fréttir Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Sjá meira
Segir þungbært að sitja undir ásökunum um að vanrækja heilsu og öryggi sjómannanna Framkvæmdastjóri Hraðfrystihússins Gunnvarar segir fyrirtækið biðjast afsökunar á mistökum sem voru gerð þegar nær öll áhöfn togarans Júlíusar Geirmundsonar veiktist af Covid-19. Í yfirlýsingu segir hann þó „þungbært“ að sitja undir ásökunum um að ekki hafi verið hugað nógu vel að heilsu eða öryggi starfsmanna. 25. október 2020 09:57
Tjáningin óendanlega verðmætari en starfið um borð 21 árs háseti á frystitogaranum Júlíusi Geirmundssyni, þar sem nær allir smituðust á Covid-19 á þriggja vikna túr, segir hegðun útgerðarinnar í veikindum skipverja í takti við fyrri hegðun gagnvart starfsmönnum hvað öryggi og heilsu starfsmanna snertir. 24. október 2020 22:04
Lögregla metur hvort rannsaka eigi hópsýkinguna á togaranum Lögreglan á Vestfjörðum skoðar nú hvort ástæða sé til að rannsaka mál skipverjanna um borð í togaranum Júlíusi Geirmundssyni. 24. október 2020 11:47
Bannað að segja fjölmiðlum frá veikindum sínum um borð Skipverjar á frystiskipinu Júlíusi Geirmundssyni segjast margir hverja hafa verið alvarlega veikir í þriggja vikna túr á miðunum. Þeir hafi verið með mikinn hita, öndunarörðugleika auk fleiri þekktra einkenna Covid-19 sjúkdómsins. 23. október 2020 16:38