Mörg smit hjá viðkvæmum hópum hefðu alvarlegar afleiðingar Vésteinn Örn Pétursson skrifar 25. október 2020 12:01 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Á fimmta tug sjúklinga hefur smitast af kórónuveirunni á heilbrigðisstofnunum síðustu daga. Sóttvarnalæknir segir að fjölgun smitaðra geti haft alvarlegar afleiðingar fyrir heilbrigðiskerfið. Í gær greindust 58 með kórónuveiruna innanlands, þar af voru 45, eða 78 prósent, í sóttkví. Af þeim er talsverður fjöldi sem smitast hefur á heilbrigðisstofnunum. Af þeim sem hafa smitast á heilbrigðisstofnunum síðustu daga, svo vitað sé, eru flestir, eða tuttugu og níu, á Landakoti. Tíu hafa smitast á Reykjalundi, tveir á Sólvöllum á Eyrarbakka og einn á Vogi. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur líklegt að fleiri innan þessara heilbrigðisstofnana eigi eftir að greinast. „Mér sýnist að smitið sé upprunnið út frá smiti hjá starfsmanni eða starfsmönnum sem hafa mætt í vinnu veikir,“ segir Þórólfur í samtali við fréttastofu. Þórólfur telur að málið sýni fram á mikilvægi þess að fólk sem er veikt mæti ekki til vinnu, og að yfirmenn á vinnustöðum ítreki við sitt starfsfólk að mæta ekki veikt til vinnu og fara í sýnatöku. Hann segir þá mikilvægt að allir hugi að einstaklingsbundnum sóttvörnum, noti viðeigandi hlífðarbúnað og annað slíkt. Hann segir þá að aukning smita hjá viðkvæmum hópum samfélagsins geti haft alvarlegar afleiðingar fyrir heilbrigðiskerfið. „Þetta sýnir bara það að geta heilbrigðiskerfisins og spítalakerfisins er ákveðnum takmörkunum háð og það þarf ekki mikið til til þess að yfirkeyra svona stofnun eins og til dæmis Landspítalann. Við höfum verið að benda á það að þess vegna erum við að beita þessum hörðu samfélagslegu aðgerðum.“ Segir ljós að finna í fréttum undanfarinna daga Þórólfur segir þó ljósan punkt að finna í fréttum síðastliðinna daga af framgangi faraldursins hér á landi. „Það að við erum á nokkuð góðu róli með þessu samfélagslegu smit. Ef við tökum þetta hópsmit á Landakoti út, og það er ekki mjög líklegt að það smiti mikið út frá sér, þá erum við með tæplega 30 samfélagsleg smit í gær, sem maður hefði verið ánægður með út af fyrir sig,“ segir Þórólfur. Hann segir þá afar jákvætt að af þeim sem greinast séu tæplega 80 prósent í sóttkví. „Það er líka jákvætt um það að hægt sé að ná fyrr tökum á þessu. Það þarf að horfa á þetta svona,“ segir Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hópsýking á Landakoti Tengdar fréttir Fjölskylda Covid-sjúklings af Landakoti forviða: „Þetta er ótrúlegt ábyrgðarleysi“ Fjölskylda Guðlaugs Jóns Bjarnasonar, sem er einn þeirra sjúklinga sem smitaðist af Covid-19 á Landakoti, er orðlaus yfir því hvernig staðið var að málum eftir að grunur kom upp um smit á stofnuninni. 24. október 2020 23:00 Fimm sjúklingar og fimm starfsmenn Reykjalundar með veiruna Fimm sjúklingar og fimm starfsmenn á Reykjalundi hafa greinst smitaðir af kórónuveirunni. Tveir starfsmenn Reykjalundar greindust í gær með veiruna og störfuðu þeir báðir á sólarhringsdeild Reykjalundar, Miðgarði. 24. október 2020 22:41 Allir bjartsýnir á Sólvöllum þrátt fyrir smit Tveir íbúar á hjúkrunarheimilinu Sólvöllum á Eyrarbakka greindust með kórónuveiruna í gærkvöldi. 24 starfsmenn og 17 heimilismenn eru í sóttkví. 24. október 2020 14:12 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Sjá meira
Á fimmta tug sjúklinga hefur smitast af kórónuveirunni á heilbrigðisstofnunum síðustu daga. Sóttvarnalæknir segir að fjölgun smitaðra geti haft alvarlegar afleiðingar fyrir heilbrigðiskerfið. Í gær greindust 58 með kórónuveiruna innanlands, þar af voru 45, eða 78 prósent, í sóttkví. Af þeim er talsverður fjöldi sem smitast hefur á heilbrigðisstofnunum. Af þeim sem hafa smitast á heilbrigðisstofnunum síðustu daga, svo vitað sé, eru flestir, eða tuttugu og níu, á Landakoti. Tíu hafa smitast á Reykjalundi, tveir á Sólvöllum á Eyrarbakka og einn á Vogi. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur líklegt að fleiri innan þessara heilbrigðisstofnana eigi eftir að greinast. „Mér sýnist að smitið sé upprunnið út frá smiti hjá starfsmanni eða starfsmönnum sem hafa mætt í vinnu veikir,“ segir Þórólfur í samtali við fréttastofu. Þórólfur telur að málið sýni fram á mikilvægi þess að fólk sem er veikt mæti ekki til vinnu, og að yfirmenn á vinnustöðum ítreki við sitt starfsfólk að mæta ekki veikt til vinnu og fara í sýnatöku. Hann segir þá mikilvægt að allir hugi að einstaklingsbundnum sóttvörnum, noti viðeigandi hlífðarbúnað og annað slíkt. Hann segir þá að aukning smita hjá viðkvæmum hópum samfélagsins geti haft alvarlegar afleiðingar fyrir heilbrigðiskerfið. „Þetta sýnir bara það að geta heilbrigðiskerfisins og spítalakerfisins er ákveðnum takmörkunum háð og það þarf ekki mikið til til þess að yfirkeyra svona stofnun eins og til dæmis Landspítalann. Við höfum verið að benda á það að þess vegna erum við að beita þessum hörðu samfélagslegu aðgerðum.“ Segir ljós að finna í fréttum undanfarinna daga Þórólfur segir þó ljósan punkt að finna í fréttum síðastliðinna daga af framgangi faraldursins hér á landi. „Það að við erum á nokkuð góðu róli með þessu samfélagslegu smit. Ef við tökum þetta hópsmit á Landakoti út, og það er ekki mjög líklegt að það smiti mikið út frá sér, þá erum við með tæplega 30 samfélagsleg smit í gær, sem maður hefði verið ánægður með út af fyrir sig,“ segir Þórólfur. Hann segir þá afar jákvætt að af þeim sem greinast séu tæplega 80 prósent í sóttkví. „Það er líka jákvætt um það að hægt sé að ná fyrr tökum á þessu. Það þarf að horfa á þetta svona,“ segir Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hópsýking á Landakoti Tengdar fréttir Fjölskylda Covid-sjúklings af Landakoti forviða: „Þetta er ótrúlegt ábyrgðarleysi“ Fjölskylda Guðlaugs Jóns Bjarnasonar, sem er einn þeirra sjúklinga sem smitaðist af Covid-19 á Landakoti, er orðlaus yfir því hvernig staðið var að málum eftir að grunur kom upp um smit á stofnuninni. 24. október 2020 23:00 Fimm sjúklingar og fimm starfsmenn Reykjalundar með veiruna Fimm sjúklingar og fimm starfsmenn á Reykjalundi hafa greinst smitaðir af kórónuveirunni. Tveir starfsmenn Reykjalundar greindust í gær með veiruna og störfuðu þeir báðir á sólarhringsdeild Reykjalundar, Miðgarði. 24. október 2020 22:41 Allir bjartsýnir á Sólvöllum þrátt fyrir smit Tveir íbúar á hjúkrunarheimilinu Sólvöllum á Eyrarbakka greindust með kórónuveiruna í gærkvöldi. 24 starfsmenn og 17 heimilismenn eru í sóttkví. 24. október 2020 14:12 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Sjá meira
Fjölskylda Covid-sjúklings af Landakoti forviða: „Þetta er ótrúlegt ábyrgðarleysi“ Fjölskylda Guðlaugs Jóns Bjarnasonar, sem er einn þeirra sjúklinga sem smitaðist af Covid-19 á Landakoti, er orðlaus yfir því hvernig staðið var að málum eftir að grunur kom upp um smit á stofnuninni. 24. október 2020 23:00
Fimm sjúklingar og fimm starfsmenn Reykjalundar með veiruna Fimm sjúklingar og fimm starfsmenn á Reykjalundi hafa greinst smitaðir af kórónuveirunni. Tveir starfsmenn Reykjalundar greindust í gær með veiruna og störfuðu þeir báðir á sólarhringsdeild Reykjalundar, Miðgarði. 24. október 2020 22:41
Allir bjartsýnir á Sólvöllum þrátt fyrir smit Tveir íbúar á hjúkrunarheimilinu Sólvöllum á Eyrarbakka greindust með kórónuveiruna í gærkvöldi. 24 starfsmenn og 17 heimilismenn eru í sóttkví. 24. október 2020 14:12