Sjávarútvegsráðherra lýsir yfir undrun og fordæmir viðbrögðin Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 25. október 2020 12:13 Kristján Þór Júlíusson segir ekki sitt að dæma hvort um lögbrot hafi verið að ræða. Hann vonar af fólk læri af málinu. Vísir/Vilhelm Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra furðar sig á þeim viðbrögðum sem viðhöfð voru um borð í frystitogaranum Júlíusi Geirmundssyni og fordæmir þau. Hann vonar að dreginn verði lærdómur af málinu. „Það er töluvert sárt að horfa upp á þetta svona. Ég þekki það bara af eigin reynslu, bæði sem gamall sjómaður og skipstjóri að það er ekkert mikilvægara um borð í sérhverju fiskiskipi heldur en heilsa og velferð skipverja og af umfjölluninni sem maður er að sjá að undanförnu um þetta mál að þá er alveg augljóst að þarna hafa menn farið freklega á svig við þessi grundvallaratriði,“ segir Kristján Þór í samtali við fréttastofu. Vonandi sé um einangrað tilvik sé að ræða. „Það er augljóst að þetta er mjög slæmt mál. Fyrirtækið átti að taka á þessu með allt öðrum hætti, en hins vegar vil ég trúa því að þetta sé einangrað tilvik því við höfum önnur tilvik í þessum faraldri þar sem grunur hefur komið um önnur smit um borð og brugðist hárrétt við.“ Kristjáni Þór er brugðið yfir viðbrögðunum. „Um leið og maður lýsir yfir undrun og fordæmir í raun þessi viðbrögð í þessu tiltekna máli þá sýna dæmin almennt að í aðstæðum sem þessum er brugðist rétt við.“ Hann segir það ekki hans að dæma um hvort lögbrot hafi verið framin. „Það er ekki mitt að dæma í því. Þau mál heyra ekki undir mitt ráðuneyti en ef það er ástæða til ákæru að þá vona ég svo sannarlega að það verði bara tekið upp á réttum stað,“ segir Kristján Þór. Sjávarútvegur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ísafjarðarbær Hópsmit á Júlíusi Geirmundssyni Tengdar fréttir Kannast ekki við að menn hafi verið skikkaðir til að vinna veikir Yfirvélstjóri á togaranum Júlíusi Geirmundssyni kannast ekki við lýsingar á því að skipverjar sem voru veikir af Covid-19 hafi verið skikkaðir til að vinna um borð. Þá segist hann ekki hafa orðið var við að margir úr áhöfninni hafi orðið fárveikir. 25. október 2020 12:09 Segir þungbært að sitja undir ásökunum um að vanrækja heilsu og öryggi sjómannanna Framkvæmdastjóri Hraðfrystihússins Gunnvarar segir fyrirtækið biðjast afsökunar á mistökum sem voru gerð þegar nær öll áhöfn togarans Júlíusar Geirmundsonar veiktist af Covid-19. Í yfirlýsingu segir hann þó „þungbært“ að sitja undir ásökunum um að ekki hafi verið hugað nógu vel að heilsu eða öryggi starfsmanna. 25. október 2020 09:57 Bannað að segja fjölmiðlum frá veikindum sínum um borð Skipverjar á frystiskipinu Júlíusi Geirmundssyni segjast margir hverja hafa verið alvarlega veikir í þriggja vikna túr á miðunum. Þeir hafi verið með mikinn hita, öndunarörðugleika auk fleiri þekktra einkenna Covid-19 sjúkdómsins. 23. október 2020 16:38 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Sjá meira
Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra furðar sig á þeim viðbrögðum sem viðhöfð voru um borð í frystitogaranum Júlíusi Geirmundssyni og fordæmir þau. Hann vonar að dreginn verði lærdómur af málinu. „Það er töluvert sárt að horfa upp á þetta svona. Ég þekki það bara af eigin reynslu, bæði sem gamall sjómaður og skipstjóri að það er ekkert mikilvægara um borð í sérhverju fiskiskipi heldur en heilsa og velferð skipverja og af umfjölluninni sem maður er að sjá að undanförnu um þetta mál að þá er alveg augljóst að þarna hafa menn farið freklega á svig við þessi grundvallaratriði,“ segir Kristján Þór í samtali við fréttastofu. Vonandi sé um einangrað tilvik sé að ræða. „Það er augljóst að þetta er mjög slæmt mál. Fyrirtækið átti að taka á þessu með allt öðrum hætti, en hins vegar vil ég trúa því að þetta sé einangrað tilvik því við höfum önnur tilvik í þessum faraldri þar sem grunur hefur komið um önnur smit um borð og brugðist hárrétt við.“ Kristjáni Þór er brugðið yfir viðbrögðunum. „Um leið og maður lýsir yfir undrun og fordæmir í raun þessi viðbrögð í þessu tiltekna máli þá sýna dæmin almennt að í aðstæðum sem þessum er brugðist rétt við.“ Hann segir það ekki hans að dæma um hvort lögbrot hafi verið framin. „Það er ekki mitt að dæma í því. Þau mál heyra ekki undir mitt ráðuneyti en ef það er ástæða til ákæru að þá vona ég svo sannarlega að það verði bara tekið upp á réttum stað,“ segir Kristján Þór.
Sjávarútvegur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ísafjarðarbær Hópsmit á Júlíusi Geirmundssyni Tengdar fréttir Kannast ekki við að menn hafi verið skikkaðir til að vinna veikir Yfirvélstjóri á togaranum Júlíusi Geirmundssyni kannast ekki við lýsingar á því að skipverjar sem voru veikir af Covid-19 hafi verið skikkaðir til að vinna um borð. Þá segist hann ekki hafa orðið var við að margir úr áhöfninni hafi orðið fárveikir. 25. október 2020 12:09 Segir þungbært að sitja undir ásökunum um að vanrækja heilsu og öryggi sjómannanna Framkvæmdastjóri Hraðfrystihússins Gunnvarar segir fyrirtækið biðjast afsökunar á mistökum sem voru gerð þegar nær öll áhöfn togarans Júlíusar Geirmundsonar veiktist af Covid-19. Í yfirlýsingu segir hann þó „þungbært“ að sitja undir ásökunum um að ekki hafi verið hugað nógu vel að heilsu eða öryggi starfsmanna. 25. október 2020 09:57 Bannað að segja fjölmiðlum frá veikindum sínum um borð Skipverjar á frystiskipinu Júlíusi Geirmundssyni segjast margir hverja hafa verið alvarlega veikir í þriggja vikna túr á miðunum. Þeir hafi verið með mikinn hita, öndunarörðugleika auk fleiri þekktra einkenna Covid-19 sjúkdómsins. 23. október 2020 16:38 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Sjá meira
Kannast ekki við að menn hafi verið skikkaðir til að vinna veikir Yfirvélstjóri á togaranum Júlíusi Geirmundssyni kannast ekki við lýsingar á því að skipverjar sem voru veikir af Covid-19 hafi verið skikkaðir til að vinna um borð. Þá segist hann ekki hafa orðið var við að margir úr áhöfninni hafi orðið fárveikir. 25. október 2020 12:09
Segir þungbært að sitja undir ásökunum um að vanrækja heilsu og öryggi sjómannanna Framkvæmdastjóri Hraðfrystihússins Gunnvarar segir fyrirtækið biðjast afsökunar á mistökum sem voru gerð þegar nær öll áhöfn togarans Júlíusar Geirmundsonar veiktist af Covid-19. Í yfirlýsingu segir hann þó „þungbært“ að sitja undir ásökunum um að ekki hafi verið hugað nógu vel að heilsu eða öryggi starfsmanna. 25. október 2020 09:57
Bannað að segja fjölmiðlum frá veikindum sínum um borð Skipverjar á frystiskipinu Júlíusi Geirmundssyni segjast margir hverja hafa verið alvarlega veikir í þriggja vikna túr á miðunum. Þeir hafi verið með mikinn hita, öndunarörðugleika auk fleiri þekktra einkenna Covid-19 sjúkdómsins. 23. október 2020 16:38