Valkvæðum skurðagerðum frestað Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. október 2020 17:19 Alma Möller er landlæknir. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðherra hefur staðfest fyrirmæli landlæknis um frestun valkvæðra skurðaðgerða og annarra ífarandi aðgerða. Frestunin tekur gildi frá og með morgundeginum á höfuðborgarsvæðinu en skipulagðar aðgerðir utan höfuðborgarsvæðisins eru heimilar dagana 27. og 28. október. Frestunin gildir til og með 15. nóvember næstkomandi. Minni aðgerðir sem hægt er að framkvæmda í staðdeyfingu, það er á vakandi sjúklingi, verða áfram heimilar og einnig speglanir í greiningaskyni með þeim takmörkunum þó að ekki séu framkvæmdar ífarandi aðgerðir. Alma Möller landlæknir sagði á upplýsingafundi almannavarna í gær að forstjóri Landspítalans hefði sendi erindi til landlæknis í gær þar sem hann óskaði eftir því að þetta væri gert. „Það er til að minnka hugsanlegt álag á spítalann sem getur hlotist af aðgerðum, sagði Alma á fundinum í gær. Um neyðarúrræði væri að ræða. Fyrirmæli landlæknis eru eftirfarandi: Á meðan faraldur COVID-19 geisar er brýnt að endurskipuleggja heilbrigðisþjónustu þannig að unnt sé að sinna nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu jafnframt því að sinna sjúklingum með COVID-19. Í ljósi alvarlegrar stöðu sem upp er komin á Landspítalanum er forgangsröðun nú nauðsynleg. Einn liður í þeirri forgangsröðun er að takmarka eins og kostur er mögulegar sjúkrahúsinnlagnir á næstu vikum. Landlæknir hefur því ákveðið, með vísan til 1. mgr. 5. gr. laga nr. 41/2007, um landlækni og lýðheilsu, að beina þeim fyrirmælum til viðkomandi heilbrigðisstofnana og heilbrigðisstarfsmanna að frá og með þriðjudeginum 27. október til og með 15. nóvember nk. skuli öllum svokölluðum valkvæðum skurðaðgerðum og öðrum ífarandi aðgerðum frestað, hvort sem þær eru framkvæmdar innan eða utan spítala, af opinberum aðila eða einkaaðila. Þrátt fyrir þetta eru þegar skipulagðar aðgerðir utan höfuðborgarsvæðisins heimilar 27. og 28. október nk. Þetta er gert í ljósi þess að slíkar aðgerðir geta kallað á komur á bráðamóttöku og/eða sjúkrahúsinnlögn sem getur valdið enn frekara álagi á sjúkrahús en nú þegar er. Minni aðgerðir sem hægt er að framkvæma í staðdeyfingu, þ.e. á vakandi sjúklingi, eru leyfðar. Speglanir í greiningaskyni eru leyfðar en með þeim takmörkunum að ekki séu framkvæmdar ífarandi aðgerðir eins og sepataka. Landlæknir beinir þeim fyrirmælum til skurðlækna og annarra lækna sem ákvörðun þessi tekur til, að þeir upplýsi skjólstæðinga sína og geri aðrar viðeigandi ráðstafanir eins fljótt og verða má. Þess skal þó gætt að brýnar skurðaðgerðir eða greiningarrannsóknir sem ekki þola bið umfram átta vikur verði framkvæmdar. Ljóst er að upp kunna að koma vafatilfelli en landlæknir treystir á faglegt og yfirvegað mat hlutaðeigandi sérfræðilæknis í hverju tilviki fyrir sig. Tilkynnt verður með fyrirvara hvenær hægt verður að hefja þessa starfsemi á ný. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Búa sig undir tvær erfiðar vikur 79 smit hafa nú verið rakin til hópsýkingar Covid-19 á Landakoti. Starfsmenn Landspítala búa sig nú undir erfiðar tvær vikur hið minnsta, að sögn forstjóra. 26. október 2020 11:47 Leggur til að valkvæðum skurðaðgerðum verði frestað Á upplýsingafundi almannavarna í dag kvaðst Alma Möller, landlæknir, ætla að leggja það til við heilbrigðisráðherra síðar í dag að valkvæðum skurðaðgerðum sem leitt gætu til spítalainnlagnar yrði frestað. 25. október 2020 17:39 „Heilbrigðisstarfsmenn sýndu í fyrstu bylgju hvers þeir eru megnugir“ Alma Möller landlæknir biðlaði á upplýsingafundi Almannavarna og embættis Landlæknis til heilbrigðismenntaðra einstaklinga sem ekki vinna í opinbera heilbrigðiskerfinu að skrá sig í bakvarðarsveit heilbrigðisþjónustunnar. 25. október 2020 15:47 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Fleiri fréttir Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sjá meira
Heilbrigðisráðherra hefur staðfest fyrirmæli landlæknis um frestun valkvæðra skurðaðgerða og annarra ífarandi aðgerða. Frestunin tekur gildi frá og með morgundeginum á höfuðborgarsvæðinu en skipulagðar aðgerðir utan höfuðborgarsvæðisins eru heimilar dagana 27. og 28. október. Frestunin gildir til og með 15. nóvember næstkomandi. Minni aðgerðir sem hægt er að framkvæmda í staðdeyfingu, það er á vakandi sjúklingi, verða áfram heimilar og einnig speglanir í greiningaskyni með þeim takmörkunum þó að ekki séu framkvæmdar ífarandi aðgerðir. Alma Möller landlæknir sagði á upplýsingafundi almannavarna í gær að forstjóri Landspítalans hefði sendi erindi til landlæknis í gær þar sem hann óskaði eftir því að þetta væri gert. „Það er til að minnka hugsanlegt álag á spítalann sem getur hlotist af aðgerðum, sagði Alma á fundinum í gær. Um neyðarúrræði væri að ræða. Fyrirmæli landlæknis eru eftirfarandi: Á meðan faraldur COVID-19 geisar er brýnt að endurskipuleggja heilbrigðisþjónustu þannig að unnt sé að sinna nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu jafnframt því að sinna sjúklingum með COVID-19. Í ljósi alvarlegrar stöðu sem upp er komin á Landspítalanum er forgangsröðun nú nauðsynleg. Einn liður í þeirri forgangsröðun er að takmarka eins og kostur er mögulegar sjúkrahúsinnlagnir á næstu vikum. Landlæknir hefur því ákveðið, með vísan til 1. mgr. 5. gr. laga nr. 41/2007, um landlækni og lýðheilsu, að beina þeim fyrirmælum til viðkomandi heilbrigðisstofnana og heilbrigðisstarfsmanna að frá og með þriðjudeginum 27. október til og með 15. nóvember nk. skuli öllum svokölluðum valkvæðum skurðaðgerðum og öðrum ífarandi aðgerðum frestað, hvort sem þær eru framkvæmdar innan eða utan spítala, af opinberum aðila eða einkaaðila. Þrátt fyrir þetta eru þegar skipulagðar aðgerðir utan höfuðborgarsvæðisins heimilar 27. og 28. október nk. Þetta er gert í ljósi þess að slíkar aðgerðir geta kallað á komur á bráðamóttöku og/eða sjúkrahúsinnlögn sem getur valdið enn frekara álagi á sjúkrahús en nú þegar er. Minni aðgerðir sem hægt er að framkvæma í staðdeyfingu, þ.e. á vakandi sjúklingi, eru leyfðar. Speglanir í greiningaskyni eru leyfðar en með þeim takmörkunum að ekki séu framkvæmdar ífarandi aðgerðir eins og sepataka. Landlæknir beinir þeim fyrirmælum til skurðlækna og annarra lækna sem ákvörðun þessi tekur til, að þeir upplýsi skjólstæðinga sína og geri aðrar viðeigandi ráðstafanir eins fljótt og verða má. Þess skal þó gætt að brýnar skurðaðgerðir eða greiningarrannsóknir sem ekki þola bið umfram átta vikur verði framkvæmdar. Ljóst er að upp kunna að koma vafatilfelli en landlæknir treystir á faglegt og yfirvegað mat hlutaðeigandi sérfræðilæknis í hverju tilviki fyrir sig. Tilkynnt verður með fyrirvara hvenær hægt verður að hefja þessa starfsemi á ný.
Á meðan faraldur COVID-19 geisar er brýnt að endurskipuleggja heilbrigðisþjónustu þannig að unnt sé að sinna nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu jafnframt því að sinna sjúklingum með COVID-19. Í ljósi alvarlegrar stöðu sem upp er komin á Landspítalanum er forgangsröðun nú nauðsynleg. Einn liður í þeirri forgangsröðun er að takmarka eins og kostur er mögulegar sjúkrahúsinnlagnir á næstu vikum. Landlæknir hefur því ákveðið, með vísan til 1. mgr. 5. gr. laga nr. 41/2007, um landlækni og lýðheilsu, að beina þeim fyrirmælum til viðkomandi heilbrigðisstofnana og heilbrigðisstarfsmanna að frá og með þriðjudeginum 27. október til og með 15. nóvember nk. skuli öllum svokölluðum valkvæðum skurðaðgerðum og öðrum ífarandi aðgerðum frestað, hvort sem þær eru framkvæmdar innan eða utan spítala, af opinberum aðila eða einkaaðila. Þrátt fyrir þetta eru þegar skipulagðar aðgerðir utan höfuðborgarsvæðisins heimilar 27. og 28. október nk. Þetta er gert í ljósi þess að slíkar aðgerðir geta kallað á komur á bráðamóttöku og/eða sjúkrahúsinnlögn sem getur valdið enn frekara álagi á sjúkrahús en nú þegar er. Minni aðgerðir sem hægt er að framkvæma í staðdeyfingu, þ.e. á vakandi sjúklingi, eru leyfðar. Speglanir í greiningaskyni eru leyfðar en með þeim takmörkunum að ekki séu framkvæmdar ífarandi aðgerðir eins og sepataka. Landlæknir beinir þeim fyrirmælum til skurðlækna og annarra lækna sem ákvörðun þessi tekur til, að þeir upplýsi skjólstæðinga sína og geri aðrar viðeigandi ráðstafanir eins fljótt og verða má. Þess skal þó gætt að brýnar skurðaðgerðir eða greiningarrannsóknir sem ekki þola bið umfram átta vikur verði framkvæmdar. Ljóst er að upp kunna að koma vafatilfelli en landlæknir treystir á faglegt og yfirvegað mat hlutaðeigandi sérfræðilæknis í hverju tilviki fyrir sig. Tilkynnt verður með fyrirvara hvenær hægt verður að hefja þessa starfsemi á ný.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Búa sig undir tvær erfiðar vikur 79 smit hafa nú verið rakin til hópsýkingar Covid-19 á Landakoti. Starfsmenn Landspítala búa sig nú undir erfiðar tvær vikur hið minnsta, að sögn forstjóra. 26. október 2020 11:47 Leggur til að valkvæðum skurðaðgerðum verði frestað Á upplýsingafundi almannavarna í dag kvaðst Alma Möller, landlæknir, ætla að leggja það til við heilbrigðisráðherra síðar í dag að valkvæðum skurðaðgerðum sem leitt gætu til spítalainnlagnar yrði frestað. 25. október 2020 17:39 „Heilbrigðisstarfsmenn sýndu í fyrstu bylgju hvers þeir eru megnugir“ Alma Möller landlæknir biðlaði á upplýsingafundi Almannavarna og embættis Landlæknis til heilbrigðismenntaðra einstaklinga sem ekki vinna í opinbera heilbrigðiskerfinu að skrá sig í bakvarðarsveit heilbrigðisþjónustunnar. 25. október 2020 15:47 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Fleiri fréttir Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sjá meira
Búa sig undir tvær erfiðar vikur 79 smit hafa nú verið rakin til hópsýkingar Covid-19 á Landakoti. Starfsmenn Landspítala búa sig nú undir erfiðar tvær vikur hið minnsta, að sögn forstjóra. 26. október 2020 11:47
Leggur til að valkvæðum skurðaðgerðum verði frestað Á upplýsingafundi almannavarna í dag kvaðst Alma Möller, landlæknir, ætla að leggja það til við heilbrigðisráðherra síðar í dag að valkvæðum skurðaðgerðum sem leitt gætu til spítalainnlagnar yrði frestað. 25. október 2020 17:39
„Heilbrigðisstarfsmenn sýndu í fyrstu bylgju hvers þeir eru megnugir“ Alma Möller landlæknir biðlaði á upplýsingafundi Almannavarna og embættis Landlæknis til heilbrigðismenntaðra einstaklinga sem ekki vinna í opinbera heilbrigðiskerfinu að skrá sig í bakvarðarsveit heilbrigðisþjónustunnar. 25. október 2020 15:47