Hátt í níutíu smit tengjast Landakoti Margrét Helga Erlingsdóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 27. október 2020 12:06 Ekki er búið að ná utan um hópsýkinguna á Landakoti. Vísir/Vilhelm Hátt í níutíu manns hafa nú smitast frá því hópsýking á Landakoti hófst. Sóttvarnalæknir segir tíu hafa bæst í hóp smitaðra í gær og að ekki sé búið að ná utan um sýkinguna. Um helgina var greint frá því á óvæntum blaðamannafundi að búið væri að færa Landspítalann yfir á neyðarstig vegna covid-19, í fyrsta skiptið í faraldrinum. Ástæðan fyrir því væri hópsýking sem uppgötvaðist á Landakoti síðasta fimmtudag. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans hefur sagt að það hafi gerst sem hann hafi óttast mest; sýkingin hafi náð til viðkvæmasta hópsins. Í gær var greint frá því að 79 hefðu smitast í tengslum við sýkinguna á Landakoti. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir sagði að ekki væri búið að ná utan um hópsýkinguna. Hann var spurður út í stöðuna á Landakoti í dag. „Þetta verður erfiðara eftir því sem frá líður en okkur sýnist á þeim tölum sem komu í gær að það séu um tíu ný tilfelli sem tengjast Landakoti. Það eru heldur færri en undanfarna daga en við búumst við því að tölur fari lækkandi.“ Kjartan Hreinn Njálsson, aðstoðarmaður landlæknis, sagði í viðtali við mbl.is að það ætti eftir að koma í ljós hvort sýkingin yrði tilkynnt sem alvarlegt atvik en ekki væri tímabært að hugsa um slíkt sem stæði. Már Kristjánsson, yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítala segir í samtali við Morgunblaðið að hann sé ósáttur að heyra að svo gæti orðið. Tilkynning um alvarlegt atvik myndi ganga þvert gegn því sem sagt hafi verið hingað til um samstöðu í baráttunni við faraldurinn. Telur málið á misskilningi byggt Þórólfur var spurður í hvaða farveg hann teldi farsælast að málið færi í. Hann sagðist telja málið vera byggt á misskilningi. „Mér sýnist þetta geta byggst á því að ég heyrði forstjóra Landspítalans segja í gær að athugun þeirra myndi hugsanlega geta leitt til tilkynningar annað hvort til sóttvarnalæknis eða landlæknis, eins og hann orðaði það og ég veit ekki betur en að aðstoðarmaður Landlæknis hafi svarað því á þann hátt að það yrði bara tekið til athugunar og síðan held ég að menn hafi kannski tekið því þannig að Landlæknir sjálfur hafi ætlað að kanna þetta mál. Ég held þetta sé misskilningur um að menn hafi bara ekki vitað hver var búinn að segja hvað,“ sagði Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Ekki búið að ná utan um hópsýkinguna á Landakoti Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir það vonbrigði þegar svo umfangsmikil hópsýking hafi komið upp sem hitti illa fyrir viðkvæmasta hópinn. Hópsýkingar geti þó komið upp hvar sem er. 27. október 2020 08:38 „Við erum á dálítið krítískum tíma núna“ Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, kveðst ekki nógu ánægður með það að samfélagssmitum fari ekki meira fækkandi en raun ber vitni. 27. október 2020 11:54 Óánægður með viðbrögð landlæknis í Landakotsmálinu Yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítalans segist vera ósáttur við að heyra að svo gæti farið að kórónuveiurusmitið sem kom upp á Landakoti verði rannsakað sem alvarlegt atvik. 27. október 2020 07:00 Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Veður Fleiri fréttir Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Sjá meira
Hátt í níutíu manns hafa nú smitast frá því hópsýking á Landakoti hófst. Sóttvarnalæknir segir tíu hafa bæst í hóp smitaðra í gær og að ekki sé búið að ná utan um sýkinguna. Um helgina var greint frá því á óvæntum blaðamannafundi að búið væri að færa Landspítalann yfir á neyðarstig vegna covid-19, í fyrsta skiptið í faraldrinum. Ástæðan fyrir því væri hópsýking sem uppgötvaðist á Landakoti síðasta fimmtudag. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans hefur sagt að það hafi gerst sem hann hafi óttast mest; sýkingin hafi náð til viðkvæmasta hópsins. Í gær var greint frá því að 79 hefðu smitast í tengslum við sýkinguna á Landakoti. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir sagði að ekki væri búið að ná utan um hópsýkinguna. Hann var spurður út í stöðuna á Landakoti í dag. „Þetta verður erfiðara eftir því sem frá líður en okkur sýnist á þeim tölum sem komu í gær að það séu um tíu ný tilfelli sem tengjast Landakoti. Það eru heldur færri en undanfarna daga en við búumst við því að tölur fari lækkandi.“ Kjartan Hreinn Njálsson, aðstoðarmaður landlæknis, sagði í viðtali við mbl.is að það ætti eftir að koma í ljós hvort sýkingin yrði tilkynnt sem alvarlegt atvik en ekki væri tímabært að hugsa um slíkt sem stæði. Már Kristjánsson, yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítala segir í samtali við Morgunblaðið að hann sé ósáttur að heyra að svo gæti orðið. Tilkynning um alvarlegt atvik myndi ganga þvert gegn því sem sagt hafi verið hingað til um samstöðu í baráttunni við faraldurinn. Telur málið á misskilningi byggt Þórólfur var spurður í hvaða farveg hann teldi farsælast að málið færi í. Hann sagðist telja málið vera byggt á misskilningi. „Mér sýnist þetta geta byggst á því að ég heyrði forstjóra Landspítalans segja í gær að athugun þeirra myndi hugsanlega geta leitt til tilkynningar annað hvort til sóttvarnalæknis eða landlæknis, eins og hann orðaði það og ég veit ekki betur en að aðstoðarmaður Landlæknis hafi svarað því á þann hátt að það yrði bara tekið til athugunar og síðan held ég að menn hafi kannski tekið því þannig að Landlæknir sjálfur hafi ætlað að kanna þetta mál. Ég held þetta sé misskilningur um að menn hafi bara ekki vitað hver var búinn að segja hvað,“ sagði Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Ekki búið að ná utan um hópsýkinguna á Landakoti Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir það vonbrigði þegar svo umfangsmikil hópsýking hafi komið upp sem hitti illa fyrir viðkvæmasta hópinn. Hópsýkingar geti þó komið upp hvar sem er. 27. október 2020 08:38 „Við erum á dálítið krítískum tíma núna“ Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, kveðst ekki nógu ánægður með það að samfélagssmitum fari ekki meira fækkandi en raun ber vitni. 27. október 2020 11:54 Óánægður með viðbrögð landlæknis í Landakotsmálinu Yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítalans segist vera ósáttur við að heyra að svo gæti farið að kórónuveiurusmitið sem kom upp á Landakoti verði rannsakað sem alvarlegt atvik. 27. október 2020 07:00 Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Veður Fleiri fréttir Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Sjá meira
Ekki búið að ná utan um hópsýkinguna á Landakoti Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir það vonbrigði þegar svo umfangsmikil hópsýking hafi komið upp sem hitti illa fyrir viðkvæmasta hópinn. Hópsýkingar geti þó komið upp hvar sem er. 27. október 2020 08:38
„Við erum á dálítið krítískum tíma núna“ Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, kveðst ekki nógu ánægður með það að samfélagssmitum fari ekki meira fækkandi en raun ber vitni. 27. október 2020 11:54
Óánægður með viðbrögð landlæknis í Landakotsmálinu Yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítalans segist vera ósáttur við að heyra að svo gæti farið að kórónuveiurusmitið sem kom upp á Landakoti verði rannsakað sem alvarlegt atvik. 27. október 2020 07:00