Þrefaldur ávinningur heimavinnu Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar 27. október 2020 13:31 Veirufaraldurinn sem geisað hefur um heimsbyggðina, hefur heldur betur hrist upp í viðhorfi til heimavinnu. Gamaldags viðhorf um að allir verði að safnast saman á miðlægan stað til að klára öll þau verkefni sem liggja fyrir, er nú að víkja fyrir augljósum möguleikum fjarvinnu. Tæknin var reyndar löngu tilbúinn fyrir slíka breytingu en menningin hafði víðast hvar staðnað við eldra fyrirkomulag. Þær takmarkanir sem settar voru á, í kringum opinberar veiruvarnir, ýttu við mörgum sem hingað til höfðu hikað við uppbrot á íhaldssömu vinnuumhverfi. Heimavinna hefur ekki bara jákvæð áhrif í núverandi ástandi þar sem síendurtekin hópamyndun er óheppileg vegna veirusmita. Aukin heimavinna hefur líka mikla möguleika til að draga úr tveimur vandamálum sem blasa við okkur í dag þ.e. losun gróðurhúsaloftegunda og vaxandi umferðateppum. Minni teppur og minni mengun Stór hluti umferðar er tilkomin vegna ferða til og frá vinnu. Þó að stór hluti starfa sé háður mætingu þá er ótrúlega stór hluti ekki háður mætingu. Samkvæmt bandarískri rannsókn væri hægt að sinna allt að 50% nútíma starfa heiman frá. Ef að atvinnurekendur myndu aðeins nýta brot af þeim möguleika, þá væri hægt að ná miklum árangri í að draga úr umferð og þar með mengun. Þetta þyrfti ekki endilega þýða að vinnuafl hyrfi gjörsamlega frá vinnustöðum heldur mætti blanda saman heimavinnu við hefðbundna mætingu og ná þannig fram fækkun ferða. Vinnuveitendur gætu t.d. brotið upp vinnuviku með stýrðri heimavinnu þar sem hluti starfsfólks sinnti verkefnum heiman frá en kæmi til vinnu þess á milli í skiptum fyrir aðra starfsmenn. Slíkt fyrirkomulag skapar auðvitað líka möguleika á talsverðri hagræðingu í stærð og gerð atvinnuhúsnæðis. Einnig væri frábært ef stórir vinnustaðir, þar sem heimavinna er möguleg, tækju sig saman og stýrðu mætingu í samhengi við þekkta umferðatepputíma sem oftast eru vel fyrirsjáanlegir. Vissulega eykur þetta á ábyrgð stjórnenda sem þurfa þá að hafa góða yfirsýn yfir gang verkefna frekar en að treysta bara á einfaldar hausatalningar á mætingu starfsmanna á vinnustað. Munar um minna Vegasamgöngur er stærsti losunarvaldur gróðurhúsaloftegunda sem falla beint undir ábyrgð stjórnvalda. Ef heimavinna gæti dregið úr umferð sem nemur aðeins 1 prósenti hjá bensín- og dísil akandi starfsmönnum þá myndi losun gróðurhúsaloftegunda minnka um allt að 10 milljón kg á ári. Maður er manns gaman og fátt kemur í staðin fyrir mannleg samskipti í raunheimum. Það er þó vel hægt að blanda saman samskiptum og samvinnu manna með heimavinnu og mætingu á vinnustað með ótrúlega jákvæðum áhrifum á umferð, umhverfi og rekstur fyrirtækja og stofnana. Höfundur er framkvæmdastjóri Orkuseturs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Loftslagsmál Samgöngur Umferð Fjarvinna Sigurður Ingi Friðleifsson Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Veirufaraldurinn sem geisað hefur um heimsbyggðina, hefur heldur betur hrist upp í viðhorfi til heimavinnu. Gamaldags viðhorf um að allir verði að safnast saman á miðlægan stað til að klára öll þau verkefni sem liggja fyrir, er nú að víkja fyrir augljósum möguleikum fjarvinnu. Tæknin var reyndar löngu tilbúinn fyrir slíka breytingu en menningin hafði víðast hvar staðnað við eldra fyrirkomulag. Þær takmarkanir sem settar voru á, í kringum opinberar veiruvarnir, ýttu við mörgum sem hingað til höfðu hikað við uppbrot á íhaldssömu vinnuumhverfi. Heimavinna hefur ekki bara jákvæð áhrif í núverandi ástandi þar sem síendurtekin hópamyndun er óheppileg vegna veirusmita. Aukin heimavinna hefur líka mikla möguleika til að draga úr tveimur vandamálum sem blasa við okkur í dag þ.e. losun gróðurhúsaloftegunda og vaxandi umferðateppum. Minni teppur og minni mengun Stór hluti umferðar er tilkomin vegna ferða til og frá vinnu. Þó að stór hluti starfa sé háður mætingu þá er ótrúlega stór hluti ekki háður mætingu. Samkvæmt bandarískri rannsókn væri hægt að sinna allt að 50% nútíma starfa heiman frá. Ef að atvinnurekendur myndu aðeins nýta brot af þeim möguleika, þá væri hægt að ná miklum árangri í að draga úr umferð og þar með mengun. Þetta þyrfti ekki endilega þýða að vinnuafl hyrfi gjörsamlega frá vinnustöðum heldur mætti blanda saman heimavinnu við hefðbundna mætingu og ná þannig fram fækkun ferða. Vinnuveitendur gætu t.d. brotið upp vinnuviku með stýrðri heimavinnu þar sem hluti starfsfólks sinnti verkefnum heiman frá en kæmi til vinnu þess á milli í skiptum fyrir aðra starfsmenn. Slíkt fyrirkomulag skapar auðvitað líka möguleika á talsverðri hagræðingu í stærð og gerð atvinnuhúsnæðis. Einnig væri frábært ef stórir vinnustaðir, þar sem heimavinna er möguleg, tækju sig saman og stýrðu mætingu í samhengi við þekkta umferðatepputíma sem oftast eru vel fyrirsjáanlegir. Vissulega eykur þetta á ábyrgð stjórnenda sem þurfa þá að hafa góða yfirsýn yfir gang verkefna frekar en að treysta bara á einfaldar hausatalningar á mætingu starfsmanna á vinnustað. Munar um minna Vegasamgöngur er stærsti losunarvaldur gróðurhúsaloftegunda sem falla beint undir ábyrgð stjórnvalda. Ef heimavinna gæti dregið úr umferð sem nemur aðeins 1 prósenti hjá bensín- og dísil akandi starfsmönnum þá myndi losun gróðurhúsaloftegunda minnka um allt að 10 milljón kg á ári. Maður er manns gaman og fátt kemur í staðin fyrir mannleg samskipti í raunheimum. Það er þó vel hægt að blanda saman samskiptum og samvinnu manna með heimavinnu og mætingu á vinnustað með ótrúlega jákvæðum áhrifum á umferð, umhverfi og rekstur fyrirtækja og stofnana. Höfundur er framkvæmdastjóri Orkuseturs.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun