Fá Pogba eða De Beek tækifæri eða heldur Solskjær sig við þríeykið sem tapar ekki leik? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. október 2020 07:00 Þegar þessir þrír byrja þá tapar Man Utd ekki. Clive Brunskill/Getty Images Manchester United fær RB Leipzig í heimsókn í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Miðjumenn Man Utd hafa verið mikið til umræðu undanfarið en það virðist sem Ole Gunnar Solskjær hafi fundið þá þrjá sem virka best saman. Þegar Bruno Fernandes, Fred og Scott McTominay byrja saman á miðju Manchester United þá tapar liðið einfaldlega ekki leik. Vissulega hafa þeir aðeins byrjað saman níu leiki í öllum keppnum en af þeim níu þá hefur Man Utd unnið sex leiki og gert þrjú jafntefli. Ræddu þeir Gary Neville og Jamie Carragher, þáttastjórnendur Monday Night Football á Sky Sports, miðju Manchester-liðsins í síðasta þætti. Neville gerði auðvitað garðinn frægan sem leikmaður Man Utd á sínum tíma á meðan Carragher spilaði með allan sinn feril með Liverpool. "Fernandes hasn't been as good when Pogba, or Van de Beek has played."What is #MUFC's best midfield?— Sky Sports (@SkySports) October 27, 2020 Það er ekki aðeins Pogba sem hefur mátt þola bekkjarsetu undanfarið – hann byrjaði síðast leik er United tapaði 1-6 fyrir Tottenham Hotspur á heimavelli – því Donny Van de Beek á enn eftir að byrja leik í úrvalsdeildinni. Ástæðan fyrir því að Neville telur að Solskjær haldi sig við Fred og McTominay á miðri miðjunni er frekar einföld. „Þeir ná því besta út úr Bruno Fernandes,“ segir Neville. „Það hefur ekki alveg gengið að finna jafnvægi með Fernandes, Pogba og Van De Beek. Því held ég að Ole sé á þeirri skoðun að þessir þrír [Fernandes, Fred og McTominay] séu líklegastir til að hjálpa United að ná í þrjú stig.“ Carragher tekur í sama streng. „Ég sagði það fyrir fyrsta leik tímabilsins – er Man Utd tapaði gegn Crystal Palace – að Fernandes og Pogba væru blanda sem virkuðu ekki. Fyrir mér munu þeir aldrei geta spilað saman á miðjunni.“ Can Paul Pogba & Bruno Fernandes play in the same midfield pic.twitter.com/sfNRbVO9C4— Jamie Carragher (@Carra23) October 27, 2020 Liverpool-maðurinn fyrrverandi bætti svo við að hann skyldi ekki alveg af hverju United væri að festa kaup á Van de Beek. Hann passi ekki inn í liðið þar sem hann spili sömu stöðu og bæði Pogba og Fernandes. Þá bætti hann við að lið vinni ekki ensku úrvalsdeildina með Fred og McTominay á miðri miðjunni. Leikur Manchester United og RB Leipzig er í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport 4. Hefst útsendingin klukkan 19.50 og leikurinn tíu mínútum síðar. Fótbolti Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Pogba brjálaður og ætlar í mál Knattspyrnumaðurinn Paul Pogba er ekki sáttur með enska götublaðið The Sun og segir það hafa birt falsfrétt um sig í blaði dagsins. Segist hann ætla í mál við blaðið vegna fréttar dagsins. 26. október 2020 17:30 Paul Pogba segist dreyma um að spila fyrir Real Madrid einn daginn Paul Pogba, miðjumaður Manchester United, hefur nú viðurkennt það að það sé draumur hans að spila fyrir spænska stórliðið Real Madrid. 9. október 2020 15:30 Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sport Eir og Ísold mæta á EM Sport Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Fleiri fréttir Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Sjá meira
Manchester United fær RB Leipzig í heimsókn í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Miðjumenn Man Utd hafa verið mikið til umræðu undanfarið en það virðist sem Ole Gunnar Solskjær hafi fundið þá þrjá sem virka best saman. Þegar Bruno Fernandes, Fred og Scott McTominay byrja saman á miðju Manchester United þá tapar liðið einfaldlega ekki leik. Vissulega hafa þeir aðeins byrjað saman níu leiki í öllum keppnum en af þeim níu þá hefur Man Utd unnið sex leiki og gert þrjú jafntefli. Ræddu þeir Gary Neville og Jamie Carragher, þáttastjórnendur Monday Night Football á Sky Sports, miðju Manchester-liðsins í síðasta þætti. Neville gerði auðvitað garðinn frægan sem leikmaður Man Utd á sínum tíma á meðan Carragher spilaði með allan sinn feril með Liverpool. "Fernandes hasn't been as good when Pogba, or Van de Beek has played."What is #MUFC's best midfield?— Sky Sports (@SkySports) October 27, 2020 Það er ekki aðeins Pogba sem hefur mátt þola bekkjarsetu undanfarið – hann byrjaði síðast leik er United tapaði 1-6 fyrir Tottenham Hotspur á heimavelli – því Donny Van de Beek á enn eftir að byrja leik í úrvalsdeildinni. Ástæðan fyrir því að Neville telur að Solskjær haldi sig við Fred og McTominay á miðri miðjunni er frekar einföld. „Þeir ná því besta út úr Bruno Fernandes,“ segir Neville. „Það hefur ekki alveg gengið að finna jafnvægi með Fernandes, Pogba og Van De Beek. Því held ég að Ole sé á þeirri skoðun að þessir þrír [Fernandes, Fred og McTominay] séu líklegastir til að hjálpa United að ná í þrjú stig.“ Carragher tekur í sama streng. „Ég sagði það fyrir fyrsta leik tímabilsins – er Man Utd tapaði gegn Crystal Palace – að Fernandes og Pogba væru blanda sem virkuðu ekki. Fyrir mér munu þeir aldrei geta spilað saman á miðjunni.“ Can Paul Pogba & Bruno Fernandes play in the same midfield pic.twitter.com/sfNRbVO9C4— Jamie Carragher (@Carra23) October 27, 2020 Liverpool-maðurinn fyrrverandi bætti svo við að hann skyldi ekki alveg af hverju United væri að festa kaup á Van de Beek. Hann passi ekki inn í liðið þar sem hann spili sömu stöðu og bæði Pogba og Fernandes. Þá bætti hann við að lið vinni ekki ensku úrvalsdeildina með Fred og McTominay á miðri miðjunni. Leikur Manchester United og RB Leipzig er í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport 4. Hefst útsendingin klukkan 19.50 og leikurinn tíu mínútum síðar.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Pogba brjálaður og ætlar í mál Knattspyrnumaðurinn Paul Pogba er ekki sáttur með enska götublaðið The Sun og segir það hafa birt falsfrétt um sig í blaði dagsins. Segist hann ætla í mál við blaðið vegna fréttar dagsins. 26. október 2020 17:30 Paul Pogba segist dreyma um að spila fyrir Real Madrid einn daginn Paul Pogba, miðjumaður Manchester United, hefur nú viðurkennt það að það sé draumur hans að spila fyrir spænska stórliðið Real Madrid. 9. október 2020 15:30 Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sport Eir og Ísold mæta á EM Sport Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Fleiri fréttir Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Sjá meira
Pogba brjálaður og ætlar í mál Knattspyrnumaðurinn Paul Pogba er ekki sáttur með enska götublaðið The Sun og segir það hafa birt falsfrétt um sig í blaði dagsins. Segist hann ætla í mál við blaðið vegna fréttar dagsins. 26. október 2020 17:30
Paul Pogba segist dreyma um að spila fyrir Real Madrid einn daginn Paul Pogba, miðjumaður Manchester United, hefur nú viðurkennt það að það sé draumur hans að spila fyrir spænska stórliðið Real Madrid. 9. október 2020 15:30