Sér fram á hertar aðgerðir og boðar skýrar reglur Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 28. október 2020 16:26 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra á von á tillögum frá sóttvarnalækni. Nýjar reglur sem verði hertari taki væntanlega gildi 3. nóvember. Vísir/Vilhelm Svandís Svavarsdóttir heilbirgðisráðherra segist hafa verið í sambandi við sóttvarnalækni bæði í gær og í dag vegna fjölgunar smita í samfélaginu. Hún bíður eftir tillögum frá sóttvarnalækni. 86 greindust smitaðir innanlands í gær og einn lést af völdum Covid. Sóttvarnalæknir boðar hertar aðgerðir en yfirvöld séu á brúninni með að missa tökin á faraldrinum. „Það eru náttúrulega mikil vonbrigði að við skulum vera stödd á þeim stað núna að samfélagssmitum sé enn að fjölga, ofan á þetta klasasmit á Landakoti. Ég hef verið í sambandi við sóttvarnalækni bæði í gær og í dag. Býst við því að hann sé að undirbúa tillögur til mín um hertar aðgerðir.“ En hvað verður gert? Verður samkomubann hert, snúa aðgerðir að skólum eða hvað? Hefur að jafnaði fallist á tillögur Þórólfs „Þetta eru náttúrulega alltaf þessir hlutir sem þú ert að tala um. Hámarksfjöldi á stað, tiltekin starfsemi sem er heimil yrði þá heimil með takmörkunum eða bönnuð. Það er tveggja metra reglan undir öllum kringumstæðum. Það eru takmarkanir á skólahaldi. Þetta er allt saman undir. Ég hef ekki enn þá fengið minnisblaðið. En þegar Þórólfur talar um hertar aðgerðir þá veit ég að það er eitthvað af þessu eða allt.“ Á þriðja tug smita hafa komið upp í Ölduselsskóla, bæði hjá starfsfólki og nemendum.Vísir/Vilhelm Þórólfur hefur sömuleiðis talað fyrir breytingum á landamærum. Að krefjast þess að þeir sem koma frá ákveðnum löndum fari í tvöfalda skimun og eigi ekki kost á tveggja vikna sóttkví án prófs. „Ég hef að jafnaði fallist á tillögur sóttvarnalæknis og myndi gera í því tilviki líka. En það þarf að skoða þetta með lögmætiskröfuna, þ.e. þær tillögur þurfa að byggja á gildandi lögum.“ Von á nýjum reglum 3. nóvember Hún deili áhyggjum Þórólfs af fleiri smitum á landamærum. Hún útiloki ekkert í mögulegum hertum aðgerðum. Sóttvarnalæknir leggur nú grunn að nýjum tilmælum til ráðherra.Vísir/Vilhelm Reglugerð fyrir höfuðborgarsvæðið gildir til 3. nóvember og fyrir landið allt til 10. nóvember. Svandís á von á því að nýjar reglur taki gildi 3. nóvember og vonast til að þær verði skýrari en þær síðustu sem ollu nokkru umstangi, meðal annars vegna munar á tilmælum sóttvarnalæknis og reglugerð ráðherra. „Við sannarlega viljum tryggja að það verði enginn misskilningur. Við höfum talað um það, sérstaklega í ljósi þess sem gerðist um þar síðustu helgi. En það er líka mikilvægt fyrir almenning og fyrir rekstraraðila að relgurnar séu eins einfaldar og skýrar og hægt er. Feli ekki í sér undanþágur upp á margar blaðsíður eða mjög flóknar reglugerðir. Því þetta varðar daglegt líf okkar allra. Ef við eigum að tryggja að samfélagið snúi bökum saman þurfum við að hafa það skýrt til hvers er ætlast.“ Kári vill loka öllum búðum nema matvöruverslunum Kári Stefánsson, forstjóri íslenskrar erfðagreiningar, er afdráttarlaus í sínum skoðunum um til hvaða aðgerða eigi að grípa. Kári vill loka öllum verslunum nema þær sem sjá fólki fyrir mat, banna alla íþróttaiðkun innanhúss sem utan auk þess að hólfa niður skólana. Rætt var við Kára í Reykjavík síðdegis í dag. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hópsýking á Landakoti Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fleiri fréttir Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir heilbirgðisráðherra segist hafa verið í sambandi við sóttvarnalækni bæði í gær og í dag vegna fjölgunar smita í samfélaginu. Hún bíður eftir tillögum frá sóttvarnalækni. 86 greindust smitaðir innanlands í gær og einn lést af völdum Covid. Sóttvarnalæknir boðar hertar aðgerðir en yfirvöld séu á brúninni með að missa tökin á faraldrinum. „Það eru náttúrulega mikil vonbrigði að við skulum vera stödd á þeim stað núna að samfélagssmitum sé enn að fjölga, ofan á þetta klasasmit á Landakoti. Ég hef verið í sambandi við sóttvarnalækni bæði í gær og í dag. Býst við því að hann sé að undirbúa tillögur til mín um hertar aðgerðir.“ En hvað verður gert? Verður samkomubann hert, snúa aðgerðir að skólum eða hvað? Hefur að jafnaði fallist á tillögur Þórólfs „Þetta eru náttúrulega alltaf þessir hlutir sem þú ert að tala um. Hámarksfjöldi á stað, tiltekin starfsemi sem er heimil yrði þá heimil með takmörkunum eða bönnuð. Það er tveggja metra reglan undir öllum kringumstæðum. Það eru takmarkanir á skólahaldi. Þetta er allt saman undir. Ég hef ekki enn þá fengið minnisblaðið. En þegar Þórólfur talar um hertar aðgerðir þá veit ég að það er eitthvað af þessu eða allt.“ Á þriðja tug smita hafa komið upp í Ölduselsskóla, bæði hjá starfsfólki og nemendum.Vísir/Vilhelm Þórólfur hefur sömuleiðis talað fyrir breytingum á landamærum. Að krefjast þess að þeir sem koma frá ákveðnum löndum fari í tvöfalda skimun og eigi ekki kost á tveggja vikna sóttkví án prófs. „Ég hef að jafnaði fallist á tillögur sóttvarnalæknis og myndi gera í því tilviki líka. En það þarf að skoða þetta með lögmætiskröfuna, þ.e. þær tillögur þurfa að byggja á gildandi lögum.“ Von á nýjum reglum 3. nóvember Hún deili áhyggjum Þórólfs af fleiri smitum á landamærum. Hún útiloki ekkert í mögulegum hertum aðgerðum. Sóttvarnalæknir leggur nú grunn að nýjum tilmælum til ráðherra.Vísir/Vilhelm Reglugerð fyrir höfuðborgarsvæðið gildir til 3. nóvember og fyrir landið allt til 10. nóvember. Svandís á von á því að nýjar reglur taki gildi 3. nóvember og vonast til að þær verði skýrari en þær síðustu sem ollu nokkru umstangi, meðal annars vegna munar á tilmælum sóttvarnalæknis og reglugerð ráðherra. „Við sannarlega viljum tryggja að það verði enginn misskilningur. Við höfum talað um það, sérstaklega í ljósi þess sem gerðist um þar síðustu helgi. En það er líka mikilvægt fyrir almenning og fyrir rekstraraðila að relgurnar séu eins einfaldar og skýrar og hægt er. Feli ekki í sér undanþágur upp á margar blaðsíður eða mjög flóknar reglugerðir. Því þetta varðar daglegt líf okkar allra. Ef við eigum að tryggja að samfélagið snúi bökum saman þurfum við að hafa það skýrt til hvers er ætlast.“ Kári vill loka öllum búðum nema matvöruverslunum Kári Stefánsson, forstjóri íslenskrar erfðagreiningar, er afdráttarlaus í sínum skoðunum um til hvaða aðgerða eigi að grípa. Kári vill loka öllum verslunum nema þær sem sjá fólki fyrir mat, banna alla íþróttaiðkun innanhúss sem utan auk þess að hólfa niður skólana. Rætt var við Kára í Reykjavík síðdegis í dag.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hópsýking á Landakoti Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fleiri fréttir Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Sjá meira