Diego Maradona í sóttkví á sextugsafmælinu sínu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. október 2020 10:00 Diego Armando Maradona heilsar áhorfendum fyrir leik liðs hans Gimnasia y Esgrima La Plata á móti hans gamla félagi Boca Juniors. Getty/Marcos Brindicci Diego Maradona er kominn í sóttkví á heimili sínu í Argentínu eftir að einn af lífvörðum hans sýndi einkenni um það að hann væri kominn með kórónuveiruna. Diego Maradona er einn af bestu fótboltamönnum allra tíma og einn af þeim litríkustu líka. Hann fór hátt þegar hann var upp á sitt besta en fallið var líka hátt þegar ferillinn endaði illa þökk sé neyslu hans á eiturlyfjum og árangursbætandi lyfjum. Maradona hefur einnig flakkað mikið sem knattspyrnustjóri en er oft fljótur að fá nýtt starf enda goðsögn í lifandi lífi. Argentina soccer great Diego Maradona is self-isolating after one of his bodyguards displayed symptoms of COVID-19, the country's state-run news agency Telam reported on Tuesday. https://t.co/35CT30BVgC— Reuters Sports (@ReutersSports) October 28, 2020 Diego Maradona heldur upp á sextugsafmælið sitt á morgun og þeir sem þekkja til hans áttu eflaust von á mikilli veislu á slíkum tímamótum. Það verður hins vegar ekkert af slíkri veislu á meðan Maradona er í sóttkví en hann sjálfur er í áhættuhópi vegna kórónuveirunnar. Veislan verður væntanlega að bíða betri tíma. Diego Maradona fór í sóttkví á þriðjudaginn og þar sem hann hefur glímt við heilsukvilla af ýmsum gerðum þá munu menn örugglega reyna að passa upp á hann. Maradona hefur áður komist nærri því að veikjast. Einn leikmaður hans greindist með kórónuveiruna fyrr í þessum mánuði en Maradona var þá neikvæður í smitprófi. Maradona er núna þjálfari argentínska úrvalsdeildarfélagsins Gimnasia y Esgrima La Plata og næsti leikur liðsins er einmitt á morgun, föstudag, sjálfan afmælisdag knattspyrnustjórans. Maradona gæti misst af honum alveg eins og afmælisveislunni. Diego Maradona was asked what he wants for his 60th birthday pic.twitter.com/sVwWCFiPSn— ESPN FC (@ESPNFC) October 26, 2020 Fótbolti Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Argentína Mest lesið Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Sport Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Fleiri fréttir Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Sjá meira
Diego Maradona er kominn í sóttkví á heimili sínu í Argentínu eftir að einn af lífvörðum hans sýndi einkenni um það að hann væri kominn með kórónuveiruna. Diego Maradona er einn af bestu fótboltamönnum allra tíma og einn af þeim litríkustu líka. Hann fór hátt þegar hann var upp á sitt besta en fallið var líka hátt þegar ferillinn endaði illa þökk sé neyslu hans á eiturlyfjum og árangursbætandi lyfjum. Maradona hefur einnig flakkað mikið sem knattspyrnustjóri en er oft fljótur að fá nýtt starf enda goðsögn í lifandi lífi. Argentina soccer great Diego Maradona is self-isolating after one of his bodyguards displayed symptoms of COVID-19, the country's state-run news agency Telam reported on Tuesday. https://t.co/35CT30BVgC— Reuters Sports (@ReutersSports) October 28, 2020 Diego Maradona heldur upp á sextugsafmælið sitt á morgun og þeir sem þekkja til hans áttu eflaust von á mikilli veislu á slíkum tímamótum. Það verður hins vegar ekkert af slíkri veislu á meðan Maradona er í sóttkví en hann sjálfur er í áhættuhópi vegna kórónuveirunnar. Veislan verður væntanlega að bíða betri tíma. Diego Maradona fór í sóttkví á þriðjudaginn og þar sem hann hefur glímt við heilsukvilla af ýmsum gerðum þá munu menn örugglega reyna að passa upp á hann. Maradona hefur áður komist nærri því að veikjast. Einn leikmaður hans greindist með kórónuveiruna fyrr í þessum mánuði en Maradona var þá neikvæður í smitprófi. Maradona er núna þjálfari argentínska úrvalsdeildarfélagsins Gimnasia y Esgrima La Plata og næsti leikur liðsins er einmitt á morgun, föstudag, sjálfan afmælisdag knattspyrnustjórans. Maradona gæti misst af honum alveg eins og afmælisveislunni. Diego Maradona was asked what he wants for his 60th birthday pic.twitter.com/sVwWCFiPSn— ESPN FC (@ESPNFC) October 26, 2020
Fótbolti Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Argentína Mest lesið Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Sport Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Fleiri fréttir Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Sjá meira