„Nú eru tölurnar bara hækkandi dag frá degi“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. október 2020 08:59 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir að almenningur þurfi að draga sig dálítið inn í skel næstu tvær vikur svo hægt sé að ná kórónuveirusmitum innanlands niður. Vísir/Vilhelm Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir tölur yfir fjölda smitaðra með kórónuveiruna fara hækkandi dag frá degi. Það sé ekki gott og ástandið í faraldrinum sé þannig að ekki sé vit í öðru en að skerpa línurnar í sóttvarnaaðgerðum með einhverjum hætti. Þetta kom fram í viðtali við Víði í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann fór ekki nánar út í það hversu margir greindust með veiruna innanlands í gær, fimmtudag, en á miðvikudag greindust 42 einstaklingar. Heimildir Vísis herma að töluvert fleiri hafi greinst jákvæðir í gær. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, skilaði tillögum sínum að hertum aðgerðum til Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, í gær. Ríkisstjórnin kemur saman til fundar fyrir hádegi í dag þar sem tillögurnar verða til umfjöllunar. „Við verðum bara að sjá hver niðurstaðan verður úr því. Allavega er ástandið þannig að ég held að það sé ekki vit í öðru en að skerpa línurnar með einhverjum hætti og það eru auðvitað margar leiðir til í því. Við erum búin að vera núna í tólf vikur með tiltölulega harðar aðgerðir og nú eru tölurnar bara hækkandi dag frá degi og það er ekki gott,“ sagði Víðir í Bítinu í morgun. Hann minnti á að núna væru í gildi nánast jafnharðar aðgerðir og voru í vor í fyrstu bylgju faraldursins. Tuttugu manna samkomubann væri í gildi, ýmis þjónusta lokuð á höfuðborgarsvæðinu og valkvæðum aðgerðum hefur verið frestað á landsvísu. Fólk dragi sig inn í skel í tvær vikur Aðspurður hvort setja ætti á útgöngubann eða loka verslunum svaraði Víðir neitandi. „Ég sé þetta dálítið þannig fyrir mér að þetta sé svona mikið átak að fara í núna en við þurfum kannski ekki að vera mjög lengi í því ef við förum bara í það með þeim krafti sem við sáum að við gátum í vor. Þegar stranga samkomubannið var sett á 23. mars þá settu bara allir undir sig hausinn í tvær og eftir það vorum við farin að sjá út úr þessu og ég held að það sé akkúrat það sem við þurfum að gera núna.“ Reynt yrði að hafa eins mikla þjónustu opna og mögulegt væri. „En ef við förum öll í það að hægja á öllu sem við erum að gera þá auðvitað minnkar verslun. Við erum pínulítið að hvetja fólk til að draga sig pínulítið inn í skel í tvær vikur,“ sagði Víðir. Spurður út í hvort aðgerðir yrðu kynntar á fundi á eftir kvaðst hann ekki vita hvernig ríkisstjórnin muni fjalla um málið. „Þetta er bara í ferli hjá þeim og gildandi reglur fyrir hlutinn af þeim gildir til mánudags og seinni hlutinn til 10. En Þórólfur hefur sagt að það sem hann er að fjalla um í sínu minnisblaði að hann vilji að það taki gildi sem fyrst og ég held að það hljóti að vera það sem við erum öll að horfa á að ef við ætlum að herða okkur í þessu þá þurfum við bara að byrja á því strax og það styttir þetta. Við sjáum þetta fyrir okkur að brýna okkur núna og ef það gengur vel í tvær, þrjár vikur þá getum við farið að horfa til baka og slaka á,“ sagði Víðir. Hlusta má á viðtalið við hann í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Fleiri fréttir Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Sjá meira
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir tölur yfir fjölda smitaðra með kórónuveiruna fara hækkandi dag frá degi. Það sé ekki gott og ástandið í faraldrinum sé þannig að ekki sé vit í öðru en að skerpa línurnar í sóttvarnaaðgerðum með einhverjum hætti. Þetta kom fram í viðtali við Víði í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann fór ekki nánar út í það hversu margir greindust með veiruna innanlands í gær, fimmtudag, en á miðvikudag greindust 42 einstaklingar. Heimildir Vísis herma að töluvert fleiri hafi greinst jákvæðir í gær. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, skilaði tillögum sínum að hertum aðgerðum til Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, í gær. Ríkisstjórnin kemur saman til fundar fyrir hádegi í dag þar sem tillögurnar verða til umfjöllunar. „Við verðum bara að sjá hver niðurstaðan verður úr því. Allavega er ástandið þannig að ég held að það sé ekki vit í öðru en að skerpa línurnar með einhverjum hætti og það eru auðvitað margar leiðir til í því. Við erum búin að vera núna í tólf vikur með tiltölulega harðar aðgerðir og nú eru tölurnar bara hækkandi dag frá degi og það er ekki gott,“ sagði Víðir í Bítinu í morgun. Hann minnti á að núna væru í gildi nánast jafnharðar aðgerðir og voru í vor í fyrstu bylgju faraldursins. Tuttugu manna samkomubann væri í gildi, ýmis þjónusta lokuð á höfuðborgarsvæðinu og valkvæðum aðgerðum hefur verið frestað á landsvísu. Fólk dragi sig inn í skel í tvær vikur Aðspurður hvort setja ætti á útgöngubann eða loka verslunum svaraði Víðir neitandi. „Ég sé þetta dálítið þannig fyrir mér að þetta sé svona mikið átak að fara í núna en við þurfum kannski ekki að vera mjög lengi í því ef við förum bara í það með þeim krafti sem við sáum að við gátum í vor. Þegar stranga samkomubannið var sett á 23. mars þá settu bara allir undir sig hausinn í tvær og eftir það vorum við farin að sjá út úr þessu og ég held að það sé akkúrat það sem við þurfum að gera núna.“ Reynt yrði að hafa eins mikla þjónustu opna og mögulegt væri. „En ef við förum öll í það að hægja á öllu sem við erum að gera þá auðvitað minnkar verslun. Við erum pínulítið að hvetja fólk til að draga sig pínulítið inn í skel í tvær vikur,“ sagði Víðir. Spurður út í hvort aðgerðir yrðu kynntar á fundi á eftir kvaðst hann ekki vita hvernig ríkisstjórnin muni fjalla um málið. „Þetta er bara í ferli hjá þeim og gildandi reglur fyrir hlutinn af þeim gildir til mánudags og seinni hlutinn til 10. En Þórólfur hefur sagt að það sem hann er að fjalla um í sínu minnisblaði að hann vilji að það taki gildi sem fyrst og ég held að það hljóti að vera það sem við erum öll að horfa á að ef við ætlum að herða okkur í þessu þá þurfum við bara að byrja á því strax og það styttir þetta. Við sjáum þetta fyrir okkur að brýna okkur núna og ef það gengur vel í tvær, þrjár vikur þá getum við farið að horfa til baka og slaka á,“ sagði Víðir. Hlusta má á viðtalið við hann í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Fleiri fréttir Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?