Kakan er lygi Björn Leví Gunnarsson skrifar 30. október 2020 13:01 Öryrkjabandalag Íslands gaf út myndband þann 11. október síðastliðinn þar sem kaka fjármálaráðherra var útskýrð frá sjónarhorni öryrkja. Skilaboðin voru einföld, það fá ekki allir að njóta. Fjármálaráðherra fannst greinilega tilefni til þess að svara þessu myndbandi ÖBÍ. Ég heyri ákall Öryrkjabandalagsins um að hækka bætur enn frekar. Myndband þeirra er hins vegar misheppnað, þótt kakan sé falleg eftirmynd af þeirri sem ég gerði. Það dugar ekki til, því það er rangt að öryrkjar fái sífellt minni sneið. Kakan hefur stækkað og almannatryggingar hafa fengið stærri sneið af stækkandi köku. Þann 19. september 2018 bað ég rannsóknarþjónustu Alþingis að taka saman fyrir mig gögn um þróun lífeyris skv. 69. gr. almannatryggingarlaga sem segir. Bætur almannatrygginga, svo og greiðslur skv. 63. gr. og fjárhæðir skv. 22. gr., skulu breytast árlega í samræmi við fjárlög hverju sinni. Ákvörðun þeirra skal taka mið af launaþróun, þó þannig að þær hækki aldrei minna en verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs. Raunverulegt hjá ráðamönnum, áætlað hjá öryrkjum Neðst í þessum pistli eru þessar upplýsingar teknar saman í einfalda töflu. Frá því að lög um almannatryggingar voru sett árið 1997 hefur lífeyrir almannatrygginga ekki hækkað samkvæmt launaþróun eða verðbólgu í 18 skipti á þeim 24 árum. Ef hækkun lífeyris hefði ávallt haldið í við launa- eða verðlagsþróun væri lífeyrir nú 56% hærri en hann er. Ef kjaragliðnun á næsta ári verður sú sama og hún hefur verið að meðaltali á undanförnum tveimur áratugum verður uppsöfnuð kjaragliðnun orðin 59%. Svo virðist sem ákveðið hafi verið að túlka lögin á þann hátt að hækkun lífeyris myndi aðeins miðast við áætlaða þróun launa eða neysluverðs. Ekki raunverulega hækkun. Það er einstaklega kaldhæðnislegt ef nýleg lög um laun æðstu ráðamanna eru skoðuð, þar skal reikna raunverulega hækkun. Þess vegna hækkuðu laun þingmanna um 6,3% í upphafi árs 2020 á meðan lífeyrir örorku hækkaði einungis um 3,5%. Eins árs afmæli ríkisstjórnar Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks fagnað með köku í nóvember 2018.Vísir/Vilhelm Lygi í launaumslaginu Skilaboðin eru einföld. Kakan hefur stækkað en hver og einn lífeyrisþegi fær minna og minna af kökunni. Fyrir lífeyrisþega almannatrygginga er kakan lygi. Fjármálaráðherra reynir að hylma yfir þessa staðreynd með því að tala um heildargreiðslur í kerfi almannatrygginga. Það er svona „tæknilega“ satt en ekkert nema lygi þegar launaumslag hvers og eins er skoðað. Fjölgun öryrkja er sjálfstætt vandamál sem á ekki að bitna á kjörum einstakra lífeyrisþega. Það væri eins og að lækka alla í launum þegar nýr starfsmaður er ráðinn inn á vinnustað. Heildarlaunagreiðslur hækka kannski en laun allra lækka á sama tíma. Umræðan um lífeyri almannatrygginga er aldrei einföld af því að kerfið er svo gríðarlega flókið. Það eru alls konar viðbætur hér og þar í kerfinu sem hafa hækkað mismikið á undanförnum árum. Þær breytingar hafa haft áhrif á ákveðna hópa innan almannatryggingarkerfisins. Hér er um að ræða bensínstyrk, ummönnunargreiðslur, barnalífeyri og ýmislegt fleira. Á móti koma svo skerðingar þannig að hækkun á einum stað veldur lækkun á móti. Bjarni túlkar fyrir Ásmund Þetta þýðir að það er aldrei hægt að draga upp einfalda samanburðarmynd. Hún er alltaf háð ákveðnum skilyrðum. Sú mynd sem ég dreg upp er með tilvísun í mjög skýran lagatexta almannatryggingarlaga og hvernig fjármálaráðuneytið ákveður að túlka þann lagatexta. Það er áhugavert út af fyrir sig að það sé fjármálaráðuneytið sem tekur að sér að túlka þessi lög því þau eru á ábyrgð félags- og barnamálaráðherra. Þetta eru þær forsendur sem ég gef mér, lagatextinn. Ég vil vekja athygli á því hvernig sá texti er túlkaður og hvaða afleiðingar sú túlkun hefur í raun og veru. Ég endurtek lagatextann. Bætur almannatrygginga, svo og greiðslur skv. 63. gr. og fjárhæðir skv. 22. gr., skulu breytast árlega í samræmi við fjárlög hverju sinni. Ákvörðun þeirra skal taka mið af launaþróun, þó þannig að þær hækki aldrei minna en verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs. Lykilatriðið hérna er „í samræmi við fjárlög hverju sinni.“ Á sama tíma „skal taka mið af launaþróun“ og „aldrei minna en verðlag.“ Laun þingmanna voru hækkuð afturvirkt, eftir að það var búið að reikna út raunverulega launaþróun. Það er ekkert sem segir að slíkt hið sama eigi ekki að gilda um útreikninga vegna lífeyris almannatrygginga. Fyrri lagagrein almannatryggingarlaga sagði meira að segja að ráðherra skyldi hækka upphæðir bóta innan sex mánaða ef breyting yrði á vikukaupi í almennri verkamannavinnu. Það er hækkun samkvæmt raunaukningu. Lagatæknilegir fimleikar Það ætti að vera augljóst öllum sem lesa texta laganna að ætlunin er að lífeyrir almannatrygginga hækki aldrei minna en raunveruleg launaþróun eða vísitala neysluverðs, hvor sem er hærri. Annað væri bókstaflega galið. Einhvern veginn hefur fjármálaráðuneytið hins vegar náð að snúa út úr með einhvers konar lagatæknilegum fimleikum og Alþingi hefur leyft því að viðgangast. Kökunni er lofað en loforðið er svikið. * miðað við sept 2019 - sept 2020** áætlun skv. fjárlagafrumvarpi 2020 Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Leví Gunnarsson Félagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Sjá meira
Öryrkjabandalag Íslands gaf út myndband þann 11. október síðastliðinn þar sem kaka fjármálaráðherra var útskýrð frá sjónarhorni öryrkja. Skilaboðin voru einföld, það fá ekki allir að njóta. Fjármálaráðherra fannst greinilega tilefni til þess að svara þessu myndbandi ÖBÍ. Ég heyri ákall Öryrkjabandalagsins um að hækka bætur enn frekar. Myndband þeirra er hins vegar misheppnað, þótt kakan sé falleg eftirmynd af þeirri sem ég gerði. Það dugar ekki til, því það er rangt að öryrkjar fái sífellt minni sneið. Kakan hefur stækkað og almannatryggingar hafa fengið stærri sneið af stækkandi köku. Þann 19. september 2018 bað ég rannsóknarþjónustu Alþingis að taka saman fyrir mig gögn um þróun lífeyris skv. 69. gr. almannatryggingarlaga sem segir. Bætur almannatrygginga, svo og greiðslur skv. 63. gr. og fjárhæðir skv. 22. gr., skulu breytast árlega í samræmi við fjárlög hverju sinni. Ákvörðun þeirra skal taka mið af launaþróun, þó þannig að þær hækki aldrei minna en verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs. Raunverulegt hjá ráðamönnum, áætlað hjá öryrkjum Neðst í þessum pistli eru þessar upplýsingar teknar saman í einfalda töflu. Frá því að lög um almannatryggingar voru sett árið 1997 hefur lífeyrir almannatrygginga ekki hækkað samkvæmt launaþróun eða verðbólgu í 18 skipti á þeim 24 árum. Ef hækkun lífeyris hefði ávallt haldið í við launa- eða verðlagsþróun væri lífeyrir nú 56% hærri en hann er. Ef kjaragliðnun á næsta ári verður sú sama og hún hefur verið að meðaltali á undanförnum tveimur áratugum verður uppsöfnuð kjaragliðnun orðin 59%. Svo virðist sem ákveðið hafi verið að túlka lögin á þann hátt að hækkun lífeyris myndi aðeins miðast við áætlaða þróun launa eða neysluverðs. Ekki raunverulega hækkun. Það er einstaklega kaldhæðnislegt ef nýleg lög um laun æðstu ráðamanna eru skoðuð, þar skal reikna raunverulega hækkun. Þess vegna hækkuðu laun þingmanna um 6,3% í upphafi árs 2020 á meðan lífeyrir örorku hækkaði einungis um 3,5%. Eins árs afmæli ríkisstjórnar Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks fagnað með köku í nóvember 2018.Vísir/Vilhelm Lygi í launaumslaginu Skilaboðin eru einföld. Kakan hefur stækkað en hver og einn lífeyrisþegi fær minna og minna af kökunni. Fyrir lífeyrisþega almannatrygginga er kakan lygi. Fjármálaráðherra reynir að hylma yfir þessa staðreynd með því að tala um heildargreiðslur í kerfi almannatrygginga. Það er svona „tæknilega“ satt en ekkert nema lygi þegar launaumslag hvers og eins er skoðað. Fjölgun öryrkja er sjálfstætt vandamál sem á ekki að bitna á kjörum einstakra lífeyrisþega. Það væri eins og að lækka alla í launum þegar nýr starfsmaður er ráðinn inn á vinnustað. Heildarlaunagreiðslur hækka kannski en laun allra lækka á sama tíma. Umræðan um lífeyri almannatrygginga er aldrei einföld af því að kerfið er svo gríðarlega flókið. Það eru alls konar viðbætur hér og þar í kerfinu sem hafa hækkað mismikið á undanförnum árum. Þær breytingar hafa haft áhrif á ákveðna hópa innan almannatryggingarkerfisins. Hér er um að ræða bensínstyrk, ummönnunargreiðslur, barnalífeyri og ýmislegt fleira. Á móti koma svo skerðingar þannig að hækkun á einum stað veldur lækkun á móti. Bjarni túlkar fyrir Ásmund Þetta þýðir að það er aldrei hægt að draga upp einfalda samanburðarmynd. Hún er alltaf háð ákveðnum skilyrðum. Sú mynd sem ég dreg upp er með tilvísun í mjög skýran lagatexta almannatryggingarlaga og hvernig fjármálaráðuneytið ákveður að túlka þann lagatexta. Það er áhugavert út af fyrir sig að það sé fjármálaráðuneytið sem tekur að sér að túlka þessi lög því þau eru á ábyrgð félags- og barnamálaráðherra. Þetta eru þær forsendur sem ég gef mér, lagatextinn. Ég vil vekja athygli á því hvernig sá texti er túlkaður og hvaða afleiðingar sú túlkun hefur í raun og veru. Ég endurtek lagatextann. Bætur almannatrygginga, svo og greiðslur skv. 63. gr. og fjárhæðir skv. 22. gr., skulu breytast árlega í samræmi við fjárlög hverju sinni. Ákvörðun þeirra skal taka mið af launaþróun, þó þannig að þær hækki aldrei minna en verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs. Lykilatriðið hérna er „í samræmi við fjárlög hverju sinni.“ Á sama tíma „skal taka mið af launaþróun“ og „aldrei minna en verðlag.“ Laun þingmanna voru hækkuð afturvirkt, eftir að það var búið að reikna út raunverulega launaþróun. Það er ekkert sem segir að slíkt hið sama eigi ekki að gilda um útreikninga vegna lífeyris almannatrygginga. Fyrri lagagrein almannatryggingarlaga sagði meira að segja að ráðherra skyldi hækka upphæðir bóta innan sex mánaða ef breyting yrði á vikukaupi í almennri verkamannavinnu. Það er hækkun samkvæmt raunaukningu. Lagatæknilegir fimleikar Það ætti að vera augljóst öllum sem lesa texta laganna að ætlunin er að lífeyrir almannatrygginga hækki aldrei minna en raunveruleg launaþróun eða vísitala neysluverðs, hvor sem er hærri. Annað væri bókstaflega galið. Einhvern veginn hefur fjármálaráðuneytið hins vegar náð að snúa út úr með einhvers konar lagatæknilegum fimleikum og Alþingi hefur leyft því að viðgangast. Kökunni er lofað en loforðið er svikið. * miðað við sept 2019 - sept 2020** áætlun skv. fjárlagafrumvarpi 2020 Höfundur er þingmaður Pírata.
Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun