Johnson sagður íhuga útgöngubann Samúel Karl Ólason og Birgir Olgeirsson skrifa 31. október 2020 10:00 Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands. EPA/Simon Dawson Forsætisráðherra Breta er sagður íhuga mánaðarlangt útgöngubann í Englandi í þeirri von að geta slakað á aðgerðum fyrir jólahátíðina. Talið er að tilskipunin muni berast Bretum á mánudag um að halda sig heima, en skólastarf yrði undanþegið. Breska ríkisútvarpið segir frá því að dánartíðni í Englandi sé að stefna í að verða mun hærri en í fyrstu bylgju kórónuveirufaraldursins ef ekkert verður að gert. Fjöldi látinna á Bretlandseyjum gæti náð 4.000 á einum degi samkvæmt spálíkönum, sem BBC vitnar í. Það er þó allra versta líkanið og flest þeirra gera ráð fyrir að um tvö þúsund gætu dáið á hverjum degi. Þegar fyrsta bylgjan var sem verst í Bretlandi í vor létust meira en þúsund á hverjum degi. Smituðum hefur fjölgað hratt í Englandi á undanförnu og er gífurlegt álag á sjúkrahúsum. Kórónuveiran er á fleygiferð víða um Evrópu sem hefur valdið því að Belgar, Frakkar og Þjóðverjar hafa gripið til hertra aðgerða. Samkvæmt frétt Sky News fundaði Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, með helstu ráðherrum sínum í gærkvöldi og ræddu þeir ástandið og mögulegar aðgerðir. Ekki var þó komist að niðurstöðu en fregnir hafa borist af því að Johnson stefni á að halda blaðamannafund á mánudaginn. Johnson tæki þó eingöngu ákvörðun fyrir England. Ráðamenn í Skotlandi og Wales taka ákvarðanir fyrir þau ríki. Samkvæmt heimildum breskra fjölmiðla kemur til greina að loka nánast öllu, nema mikilvægustu verslununum og menntastofnunum. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Stór jólaboð mögulega bönnuð í Bretlandi Breski dómsmálaráðherrann, Robert Buckland, hefur varað við því að stór jólaboð verði hugsanlega bönnuð í Bretlandi vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. 29. október 2020 08:44 Þrýstingur eykst á Johnson að herða aðgerðir 367 andlát voru rakin til Covid-19 í Bretlandi í gær og 23 þúsund manns voru greindir með veiruna. 28. október 2020 06:32 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri fréttir Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Sjá meira
Forsætisráðherra Breta er sagður íhuga mánaðarlangt útgöngubann í Englandi í þeirri von að geta slakað á aðgerðum fyrir jólahátíðina. Talið er að tilskipunin muni berast Bretum á mánudag um að halda sig heima, en skólastarf yrði undanþegið. Breska ríkisútvarpið segir frá því að dánartíðni í Englandi sé að stefna í að verða mun hærri en í fyrstu bylgju kórónuveirufaraldursins ef ekkert verður að gert. Fjöldi látinna á Bretlandseyjum gæti náð 4.000 á einum degi samkvæmt spálíkönum, sem BBC vitnar í. Það er þó allra versta líkanið og flest þeirra gera ráð fyrir að um tvö þúsund gætu dáið á hverjum degi. Þegar fyrsta bylgjan var sem verst í Bretlandi í vor létust meira en þúsund á hverjum degi. Smituðum hefur fjölgað hratt í Englandi á undanförnu og er gífurlegt álag á sjúkrahúsum. Kórónuveiran er á fleygiferð víða um Evrópu sem hefur valdið því að Belgar, Frakkar og Þjóðverjar hafa gripið til hertra aðgerða. Samkvæmt frétt Sky News fundaði Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, með helstu ráðherrum sínum í gærkvöldi og ræddu þeir ástandið og mögulegar aðgerðir. Ekki var þó komist að niðurstöðu en fregnir hafa borist af því að Johnson stefni á að halda blaðamannafund á mánudaginn. Johnson tæki þó eingöngu ákvörðun fyrir England. Ráðamenn í Skotlandi og Wales taka ákvarðanir fyrir þau ríki. Samkvæmt heimildum breskra fjölmiðla kemur til greina að loka nánast öllu, nema mikilvægustu verslununum og menntastofnunum.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Stór jólaboð mögulega bönnuð í Bretlandi Breski dómsmálaráðherrann, Robert Buckland, hefur varað við því að stór jólaboð verði hugsanlega bönnuð í Bretlandi vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. 29. október 2020 08:44 Þrýstingur eykst á Johnson að herða aðgerðir 367 andlát voru rakin til Covid-19 í Bretlandi í gær og 23 þúsund manns voru greindir með veiruna. 28. október 2020 06:32 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri fréttir Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Sjá meira
Stór jólaboð mögulega bönnuð í Bretlandi Breski dómsmálaráðherrann, Robert Buckland, hefur varað við því að stór jólaboð verði hugsanlega bönnuð í Bretlandi vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. 29. október 2020 08:44
Þrýstingur eykst á Johnson að herða aðgerðir 367 andlát voru rakin til Covid-19 í Bretlandi í gær og 23 þúsund manns voru greindir með veiruna. 28. október 2020 06:32