Fram og Magni taka undir með KR Ísak Hallmundarson skrifar 31. október 2020 16:22 Framarar vilja leita réttar síns. Fram.is Stjórnir knattspyrnudeilda Fram og Magna hafa sent frá sér yfirlýsingu og líst yfir óánægju með ákvörðun KSÍ frá því í gær um að aflýsa mótinu. Ákvörðunin þýðir það að Fram fær ekki tækifæri til að komast upp í efstu deild og Magni fellur niður í 2. deild, en bæði lið léku í Lengjudeildinni í sumar. Fram var með jafnmörg stig og Leiknir sem fór upp um deild og Magni með jafnmörg stig og Þróttur sem hélt sæti sínu í deildinni, en markatala var látin ráða úrslitum í báðum tilvikum. Framarar senda frá sér yfirlýsingu og vilja láta reyna á að fjölga liðum í efstu og næstefstu deild á næsta ári í ljósi aðstæðna: Knattspyrnudeild Fram harmar ákvörðun stjórnar KSÍ um að ljúka deildarkeppni í Lengjudeildinni áður en keppnistímabilinu er lokið. Knattspyrnudeild Fram gerir athugasemd við að stjórn KSÍ hafi heimild til að ákveða að Leiknir Reykjavík skuli hljóta sæti í úrvaldsdeild á næsta tímabili. Í reglugerð sem stjórn KSÍ byggir á segir að við ákvörðun um endanlega niðurröðun ráði: „meðalfjöldi stiga hvers liðs fyrir sig í hverjum leik sem það hefur lokið á þeim degi þegar móti er aflýst“. Fram og Leiknir voru með sama meðalfjölda stiga er mótinu var aflýst. Samkvæmt skýru orðalagi reglugerðarinnar eru félögin því jafnstæð og sama má segja um þrjú neðstu lið deildarinnar. Ákvörðun stjórnar KSÍ er því markleysa enda í andstöðu við reglugerð KSÍ. Jafnframt er gerður fyrirvari um heimild stjórnar KSÍ um setningu reglugerðarinnar í júlí 2020. Þegar uppi eru sérstakar aðstæður sem þessar verður að taka tillit til þeirrar stöðu sem uppi er og leysa mál á sem sanngjarnastan og eðlilegastan hátt. Það mætti t.d. láta reyna á að fjölga liðum í efstu deild og næst efstu deild á næsta keppnistímabili vegna þeirra aðstæðna sem eru uppi. Knattspyrnudeild Fram íhugar að láta reyna á réttarstöðu sína fyrir viðkomandi úrlausnaraðilum. Stjórn Knattspyrnudeildar Fram Á meðan segist stjórn Íþróttafélagsins Magna taka undir málflutning og málatilbúnað KR og vonar að ákvörðun um að ljúka mótinu með þessum hætti verði felld úr gildi. Stjórn Íþróttafélagsins Magna á Grenivík harmar þá ákvörðun stjórnar KSÍ, dags. 30. október 2020, að hætta keppni í Íslandsmótum-og bikarkeppni KSÍ. Að mati stjórnar Magna hefur stjórn KSÍ ekki haft heildarhagsmuni íslenskrar knattspyrnu í huga, sem henni þó ber, og ákvörðunin því sem slík andstæð hlutverki stjórnar KSÍ. Stjórn Magna lýsir yfir stuðningi við þann málflutning og málatilbúnað sem stjórn knattspyrnudeildar KR hefur haft uppi undanfarna daga og styður ennfremur þá ákvörðun KR að vísa ákvörðun stjórnar KSÍ til áfrýjunardómstóls sambandsins. Líkt og KR, telur Magni verulegan vafa leika á því hvort ákvörðun stjórnar KSÍ standist lög sambandsins og leyfir sér að vona að áfrýjunardómstóll sambandsins felli ákvörðunina úr gildi. Stjórn Íþróttafélagsins Magna Lengjudeildin Fram Tengdar fréttir „Auðvitað munu alltaf einhverjir sitja eftir með sárt ennið“ KSÍ tók þá erfiðu ákvörðun í gær að flauta af Íslandsmótið í knattspyrnu og láta núverandi stöðutöflur gilda. Sú ákvörðun kemur sér misvel fyrir knattspyrnulið á Íslandi, sum þeirra njóta góðs af á meðan önnur sem sáu fram á að bæta stöðu sína með góðum lokaspretti sitja eftir í súpunni. 31. október 2020 10:12 KR ætlar að áfrýja ákvörðun KSÍ Stjórn Knattspyrnudeildar KR hefur ákveðið að áfrýja ákvörðun KSÍ um að hætta keppni í Íslandsmótinu í knattspyrnu og láta núverandi stöðutöflu gilda. KR er það lið í Pepsi Max deildinni sem fer hvað verst út úr ákvörðuninni, enda þýðir hún að liðið muni ekki leika í Evrópukeppni næsta tímabil. 31. október 2020 13:16 Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Sport Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sport Eir og Ísold mæta á EM Sport Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Sjá meira
Stjórnir knattspyrnudeilda Fram og Magna hafa sent frá sér yfirlýsingu og líst yfir óánægju með ákvörðun KSÍ frá því í gær um að aflýsa mótinu. Ákvörðunin þýðir það að Fram fær ekki tækifæri til að komast upp í efstu deild og Magni fellur niður í 2. deild, en bæði lið léku í Lengjudeildinni í sumar. Fram var með jafnmörg stig og Leiknir sem fór upp um deild og Magni með jafnmörg stig og Þróttur sem hélt sæti sínu í deildinni, en markatala var látin ráða úrslitum í báðum tilvikum. Framarar senda frá sér yfirlýsingu og vilja láta reyna á að fjölga liðum í efstu og næstefstu deild á næsta ári í ljósi aðstæðna: Knattspyrnudeild Fram harmar ákvörðun stjórnar KSÍ um að ljúka deildarkeppni í Lengjudeildinni áður en keppnistímabilinu er lokið. Knattspyrnudeild Fram gerir athugasemd við að stjórn KSÍ hafi heimild til að ákveða að Leiknir Reykjavík skuli hljóta sæti í úrvaldsdeild á næsta tímabili. Í reglugerð sem stjórn KSÍ byggir á segir að við ákvörðun um endanlega niðurröðun ráði: „meðalfjöldi stiga hvers liðs fyrir sig í hverjum leik sem það hefur lokið á þeim degi þegar móti er aflýst“. Fram og Leiknir voru með sama meðalfjölda stiga er mótinu var aflýst. Samkvæmt skýru orðalagi reglugerðarinnar eru félögin því jafnstæð og sama má segja um þrjú neðstu lið deildarinnar. Ákvörðun stjórnar KSÍ er því markleysa enda í andstöðu við reglugerð KSÍ. Jafnframt er gerður fyrirvari um heimild stjórnar KSÍ um setningu reglugerðarinnar í júlí 2020. Þegar uppi eru sérstakar aðstæður sem þessar verður að taka tillit til þeirrar stöðu sem uppi er og leysa mál á sem sanngjarnastan og eðlilegastan hátt. Það mætti t.d. láta reyna á að fjölga liðum í efstu deild og næst efstu deild á næsta keppnistímabili vegna þeirra aðstæðna sem eru uppi. Knattspyrnudeild Fram íhugar að láta reyna á réttarstöðu sína fyrir viðkomandi úrlausnaraðilum. Stjórn Knattspyrnudeildar Fram Á meðan segist stjórn Íþróttafélagsins Magna taka undir málflutning og málatilbúnað KR og vonar að ákvörðun um að ljúka mótinu með þessum hætti verði felld úr gildi. Stjórn Íþróttafélagsins Magna á Grenivík harmar þá ákvörðun stjórnar KSÍ, dags. 30. október 2020, að hætta keppni í Íslandsmótum-og bikarkeppni KSÍ. Að mati stjórnar Magna hefur stjórn KSÍ ekki haft heildarhagsmuni íslenskrar knattspyrnu í huga, sem henni þó ber, og ákvörðunin því sem slík andstæð hlutverki stjórnar KSÍ. Stjórn Magna lýsir yfir stuðningi við þann málflutning og málatilbúnað sem stjórn knattspyrnudeildar KR hefur haft uppi undanfarna daga og styður ennfremur þá ákvörðun KR að vísa ákvörðun stjórnar KSÍ til áfrýjunardómstóls sambandsins. Líkt og KR, telur Magni verulegan vafa leika á því hvort ákvörðun stjórnar KSÍ standist lög sambandsins og leyfir sér að vona að áfrýjunardómstóll sambandsins felli ákvörðunina úr gildi. Stjórn Íþróttafélagsins Magna
Knattspyrnudeild Fram harmar ákvörðun stjórnar KSÍ um að ljúka deildarkeppni í Lengjudeildinni áður en keppnistímabilinu er lokið. Knattspyrnudeild Fram gerir athugasemd við að stjórn KSÍ hafi heimild til að ákveða að Leiknir Reykjavík skuli hljóta sæti í úrvaldsdeild á næsta tímabili. Í reglugerð sem stjórn KSÍ byggir á segir að við ákvörðun um endanlega niðurröðun ráði: „meðalfjöldi stiga hvers liðs fyrir sig í hverjum leik sem það hefur lokið á þeim degi þegar móti er aflýst“. Fram og Leiknir voru með sama meðalfjölda stiga er mótinu var aflýst. Samkvæmt skýru orðalagi reglugerðarinnar eru félögin því jafnstæð og sama má segja um þrjú neðstu lið deildarinnar. Ákvörðun stjórnar KSÍ er því markleysa enda í andstöðu við reglugerð KSÍ. Jafnframt er gerður fyrirvari um heimild stjórnar KSÍ um setningu reglugerðarinnar í júlí 2020. Þegar uppi eru sérstakar aðstæður sem þessar verður að taka tillit til þeirrar stöðu sem uppi er og leysa mál á sem sanngjarnastan og eðlilegastan hátt. Það mætti t.d. láta reyna á að fjölga liðum í efstu deild og næst efstu deild á næsta keppnistímabili vegna þeirra aðstæðna sem eru uppi. Knattspyrnudeild Fram íhugar að láta reyna á réttarstöðu sína fyrir viðkomandi úrlausnaraðilum. Stjórn Knattspyrnudeildar Fram
Stjórn Íþróttafélagsins Magna á Grenivík harmar þá ákvörðun stjórnar KSÍ, dags. 30. október 2020, að hætta keppni í Íslandsmótum-og bikarkeppni KSÍ. Að mati stjórnar Magna hefur stjórn KSÍ ekki haft heildarhagsmuni íslenskrar knattspyrnu í huga, sem henni þó ber, og ákvörðunin því sem slík andstæð hlutverki stjórnar KSÍ. Stjórn Magna lýsir yfir stuðningi við þann málflutning og málatilbúnað sem stjórn knattspyrnudeildar KR hefur haft uppi undanfarna daga og styður ennfremur þá ákvörðun KR að vísa ákvörðun stjórnar KSÍ til áfrýjunardómstóls sambandsins. Líkt og KR, telur Magni verulegan vafa leika á því hvort ákvörðun stjórnar KSÍ standist lög sambandsins og leyfir sér að vona að áfrýjunardómstóll sambandsins felli ákvörðunina úr gildi. Stjórn Íþróttafélagsins Magna
Lengjudeildin Fram Tengdar fréttir „Auðvitað munu alltaf einhverjir sitja eftir með sárt ennið“ KSÍ tók þá erfiðu ákvörðun í gær að flauta af Íslandsmótið í knattspyrnu og láta núverandi stöðutöflur gilda. Sú ákvörðun kemur sér misvel fyrir knattspyrnulið á Íslandi, sum þeirra njóta góðs af á meðan önnur sem sáu fram á að bæta stöðu sína með góðum lokaspretti sitja eftir í súpunni. 31. október 2020 10:12 KR ætlar að áfrýja ákvörðun KSÍ Stjórn Knattspyrnudeildar KR hefur ákveðið að áfrýja ákvörðun KSÍ um að hætta keppni í Íslandsmótinu í knattspyrnu og láta núverandi stöðutöflu gilda. KR er það lið í Pepsi Max deildinni sem fer hvað verst út úr ákvörðuninni, enda þýðir hún að liðið muni ekki leika í Evrópukeppni næsta tímabil. 31. október 2020 13:16 Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Sport Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sport Eir og Ísold mæta á EM Sport Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Sjá meira
„Auðvitað munu alltaf einhverjir sitja eftir með sárt ennið“ KSÍ tók þá erfiðu ákvörðun í gær að flauta af Íslandsmótið í knattspyrnu og láta núverandi stöðutöflur gilda. Sú ákvörðun kemur sér misvel fyrir knattspyrnulið á Íslandi, sum þeirra njóta góðs af á meðan önnur sem sáu fram á að bæta stöðu sína með góðum lokaspretti sitja eftir í súpunni. 31. október 2020 10:12
KR ætlar að áfrýja ákvörðun KSÍ Stjórn Knattspyrnudeildar KR hefur ákveðið að áfrýja ákvörðun KSÍ um að hætta keppni í Íslandsmótinu í knattspyrnu og láta núverandi stöðutöflu gilda. KR er það lið í Pepsi Max deildinni sem fer hvað verst út úr ákvörðuninni, enda þýðir hún að liðið muni ekki leika í Evrópukeppni næsta tímabil. 31. október 2020 13:16