Eru COVID-sjúklingar „heilagar kýr“!? Ole Anton Bieltvedt skrifar 31. október 2020 17:00 Með þessari fyrirsögn vil ég ekki vera leiðinlegur eða dónalegur gagnvart COVID-sjúklingum, né heldur vil ég gera lítið úr COVID-vírusnum eða þeim, sem sýkst hafa, heldur vil ég vekja athygli á lítt grunduðum og yfirkeyrðum stjórnunarháttum heilbrigðisyfirvalda, með heilbrigðisráherra og forsætisráðherra í fararbroddi. Orkuhúsið neytt til að fresta 540 skurðaðgerðum; stór hluti sjúklinga kvalinn Það kom fram í fréttum 29. október, að landlæknisembættið hefði fyrirskipað frestun „valkvæðra aðgerða með svæfingu“. Var þetta gert til að möguleiki hugsanlegra COVID-sjúklinga, til að komast að á bráðamóttöku eða Landspítala, yrði ekki skertur. Bara hjá Orkuhúsinu þýddi þetta frestun um 540 aðgerða. Væntanlega urðu aðrar einkareknar heilbrigðisstofnanir og skurðstofur fyrir þessu líka. Heildarfjöldi frestaðra rannsókna og aðgera, bara nú, kann því að vera miklu hærri. Með öðrum orðum forgangsraðaði landlæknisembættið COVID-sjúklingum langt fram fyrir alls kyns aðra sjúklinga, sem þó voru alvarlega veikir, margir þjáðir, og höfðu beðið aðgerðar í ofvæni, á sama tíma og COVID-sjúklingarnir voru í raun alls ekki til staðar; þetta var bara hópur heilbrigðs fólks, sem hugsanlega kynni að veikjast og þurfa á sjúkraþjónustu að halda. Það sem af er árinu létust 1.870, þar af aðeins 13 af COVID; 0.7%. Flestum ber saman um, að skaðsemi og hættu af sjúkdómi beri einkum að meta út frá dánartíðni. Það er auðvitað líka ljóst, að sumir - ég held þó eingöngu þeir, sem veiktust í fyrri bylgju, þegar veiran var miklu skæðari og hættulegri, en nú í annari bylgju - hafa liðið lengi og mikið af eftirköstum, þó að þeir séu flestir smám saman að ná sér, og það liggur fyrir, að 13 manns hafa látizt af COVID janúar-október, en á sama tíma hafa 1.857 manns látizt af öðrum sjúkdómum og völdum, sem þýðir það, að aðeins 0.7% dauðsfalla, það sem af er árinu, stafa af COVID; 99.3% af öðrum sjúkdómum og ástæðum! Er hægt að ýta 99.3% sjúklinga til hliðar og rústa mannlífi í landinu út af 13 dauðsföllum!? Já, greinilega er það ekki aðeins hægt, heldur hefur það verið gert. Illu heilli fyrir land og þjóð, mannlíf, atvinnulíf og velferð í landinu. Stundum er talað um, að bjarga eyrinum og henda krónunni, þegar menn nálgast viðfangsefnin með þessum hætti. Ef vandi steðjar að fyrirtækjarekstri, eru viðbrögð oftast þau, að gripið er til margvíslegra aðgerða: Lækkun kostnaðar, niðurskurður óarðbærra starfsþátta, stefnt á betri nýtingu, reynt að auka velta, bæta framlegð o.s.frv. Aðgerðir stjórnvalda aðeins á einn veg: „Lok, lok og læs og allt í stáli“ Í stað þess að leita að og beita blönduðum lausnum, eins og gert er í fyrirtækjarekstri - en íslenzka ríkið er auðvitað stærsta fyrirtæki landsins – virðist ríkisstjórn og heilbrigðisyfirvöld ekkert vita eða skilja, nema eina leið: Takamarka, hindra eða loka á frelsi manna til lífs og athafna; sem jafngildir að leggja dauðsmannshönd á þjóðlífið. Að hengja bakara fyrir smið Akkúrat nú eru nýjar, geysilega hertar aðgerðir að taka gildi. Skal fyrst nefnd sú hugleiðing, að það orki tvímælis, að þær standist lög og stjórnaskrá landsins. Í raun hefur engin í ríkisstjórn eða stjórnsýslu það ofurvald, sem hér er beitt gagnvart frelsi landsmanna til lífs og athafna, nema Alþingi. Aðalmálið akkúrat nú er þó þetta: Hér voru í gangi takmarkanir og aðgerðir, sem voru að skila árangri og virtust vera á réttri leið. Svo gerist það, vegna afglapa eða fyrir óviðráðanlega slysni, að stórfellt smit kemur upp á Landakoti, nánast í hjarta heilbrigðiskerfisins sjálfs, sem breiðist svo út í margar áttir - virðist m.a. leiða til tveggja nýrra dauðsfalla og tvöföldunar COVID-sjúklinga á sjúkrahúsi - en þetta er auðvitað einangrað fyrirbrigði, sem hafði lítið eða ekkert með almenna starfsemi og mannlíf í landinu að gera. Hvernig stenzt það þá, að refsa fólki almennt, fjölskyldum, fyrirtækjum stórum og smáum, námsmönnum, íþróttamönnum, sundmönnum, listamönnum, ferðamönnum og alls konar skemmti og samkomuþjónstu- og iðju, sem hafði ekkert með skelfilegt hópsmitið á Landakoti að gera, með nýjum harðræðis aðgerðum!?? Hér er fyrir undirrituðum virkilega verið að hengja bakara fyrir smið! Hvað hefði mátt gera öðruvísi: Nú, liggur fyrir, m.a. skv. staðreyndum og tölum hér að ofan, að COVID-hættan hefur reynzt meira huglægur vandi en raunverulegur. Aðeins 13 manns hafa látizt af COVID síðustu 10 mánuði, á sama tíma og 1.857 hafa látizt af öðrum völdum. Og, sem sagt, nú í seinni bylgju hafa mest 4 verið í gjörgæzlu í einu, sem ætti að vera mælikvarði nr. 2 á skaðsemi sjúkdómsins. Á sama tíma lág fyrir í maí, skv. landlækni, að þá hafi verið hægt að tryggja allt að 32 gjörgæzlurúm í landinu. Þörfin á gjörgæzlurúmum hefur því ekki verið nema um 10%, af þeim fjölda, sem var til staðar, sem mætti á Ensku kalla „peanuts“. Dánartíðni og gjörgæzluþarfir vegna COVID hafa því, í raun, verið „smávægilegar“. Guði sé lof. Það, sem eftir stendur, er almenn þörf til innlagningar smitaðra á sjúkrahús, án þess að veikindi séu alvarleg. Þessir sjúklingar gætu líka verið heima, meðan á veikindum stendur, með læknisráðgjöf í síma, eða verið á göngudeild. Til þessarar þjónustu, sem er meira til þæginda og öryggis, þarf enga hátækni. Engar sjúkrastofur með dýrum og fullkomnum tækjabúnaði. Gott og hreint rúm og herbergi með eftirliti, ummönnun og ráðgjöf, ekki endilegra bara faglærðra, kannkse að hluta t.a.m. fyrrverandi flugfreyja, hefði hér dugað. Hví var ekki farið í það, að tryggja aukinn fjölda legurúma, fyrir meðal sjúklinga, sem treystu sér ekki til að vera heima - kannske einir - með nýtingu á auðum hótelrýmum, eins og á Náttúru, Sögu eða Oddsson? Og, ef ég man rétt, voru Orkuhússmenn, með risa rými við Ögurhvarf í Kópavogi, þúsundir auðra en heppilegra fermetra fyrir sjúkraþjónustu, að bjóða heilbrigðisráðherra að innrétta þar fjöldann allar af sjúkrastofum með miklum hraða fyrir nokkru. Af hverju voru þessir valkostir ekki skoðaðir? Ef hugleiðingar og ráðstafanir í þessa átt hefðu átt sér stað, hefði kannske mátt hlífa mönnum og fyrirtækjum - landsmönnum almennt - við þeim miklu áföllum - vanlíðan, óöryggi og hvíða, óhamingju, sem harðar takmarkanir og aðgerðir hafa í för með sér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Mest lesið 3003 Elliði Vignisson Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Sjá meira
Með þessari fyrirsögn vil ég ekki vera leiðinlegur eða dónalegur gagnvart COVID-sjúklingum, né heldur vil ég gera lítið úr COVID-vírusnum eða þeim, sem sýkst hafa, heldur vil ég vekja athygli á lítt grunduðum og yfirkeyrðum stjórnunarháttum heilbrigðisyfirvalda, með heilbrigðisráherra og forsætisráðherra í fararbroddi. Orkuhúsið neytt til að fresta 540 skurðaðgerðum; stór hluti sjúklinga kvalinn Það kom fram í fréttum 29. október, að landlæknisembættið hefði fyrirskipað frestun „valkvæðra aðgerða með svæfingu“. Var þetta gert til að möguleiki hugsanlegra COVID-sjúklinga, til að komast að á bráðamóttöku eða Landspítala, yrði ekki skertur. Bara hjá Orkuhúsinu þýddi þetta frestun um 540 aðgerða. Væntanlega urðu aðrar einkareknar heilbrigðisstofnanir og skurðstofur fyrir þessu líka. Heildarfjöldi frestaðra rannsókna og aðgera, bara nú, kann því að vera miklu hærri. Með öðrum orðum forgangsraðaði landlæknisembættið COVID-sjúklingum langt fram fyrir alls kyns aðra sjúklinga, sem þó voru alvarlega veikir, margir þjáðir, og höfðu beðið aðgerðar í ofvæni, á sama tíma og COVID-sjúklingarnir voru í raun alls ekki til staðar; þetta var bara hópur heilbrigðs fólks, sem hugsanlega kynni að veikjast og þurfa á sjúkraþjónustu að halda. Það sem af er árinu létust 1.870, þar af aðeins 13 af COVID; 0.7%. Flestum ber saman um, að skaðsemi og hættu af sjúkdómi beri einkum að meta út frá dánartíðni. Það er auðvitað líka ljóst, að sumir - ég held þó eingöngu þeir, sem veiktust í fyrri bylgju, þegar veiran var miklu skæðari og hættulegri, en nú í annari bylgju - hafa liðið lengi og mikið af eftirköstum, þó að þeir séu flestir smám saman að ná sér, og það liggur fyrir, að 13 manns hafa látizt af COVID janúar-október, en á sama tíma hafa 1.857 manns látizt af öðrum sjúkdómum og völdum, sem þýðir það, að aðeins 0.7% dauðsfalla, það sem af er árinu, stafa af COVID; 99.3% af öðrum sjúkdómum og ástæðum! Er hægt að ýta 99.3% sjúklinga til hliðar og rústa mannlífi í landinu út af 13 dauðsföllum!? Já, greinilega er það ekki aðeins hægt, heldur hefur það verið gert. Illu heilli fyrir land og þjóð, mannlíf, atvinnulíf og velferð í landinu. Stundum er talað um, að bjarga eyrinum og henda krónunni, þegar menn nálgast viðfangsefnin með þessum hætti. Ef vandi steðjar að fyrirtækjarekstri, eru viðbrögð oftast þau, að gripið er til margvíslegra aðgerða: Lækkun kostnaðar, niðurskurður óarðbærra starfsþátta, stefnt á betri nýtingu, reynt að auka velta, bæta framlegð o.s.frv. Aðgerðir stjórnvalda aðeins á einn veg: „Lok, lok og læs og allt í stáli“ Í stað þess að leita að og beita blönduðum lausnum, eins og gert er í fyrirtækjarekstri - en íslenzka ríkið er auðvitað stærsta fyrirtæki landsins – virðist ríkisstjórn og heilbrigðisyfirvöld ekkert vita eða skilja, nema eina leið: Takamarka, hindra eða loka á frelsi manna til lífs og athafna; sem jafngildir að leggja dauðsmannshönd á þjóðlífið. Að hengja bakara fyrir smið Akkúrat nú eru nýjar, geysilega hertar aðgerðir að taka gildi. Skal fyrst nefnd sú hugleiðing, að það orki tvímælis, að þær standist lög og stjórnaskrá landsins. Í raun hefur engin í ríkisstjórn eða stjórnsýslu það ofurvald, sem hér er beitt gagnvart frelsi landsmanna til lífs og athafna, nema Alþingi. Aðalmálið akkúrat nú er þó þetta: Hér voru í gangi takmarkanir og aðgerðir, sem voru að skila árangri og virtust vera á réttri leið. Svo gerist það, vegna afglapa eða fyrir óviðráðanlega slysni, að stórfellt smit kemur upp á Landakoti, nánast í hjarta heilbrigðiskerfisins sjálfs, sem breiðist svo út í margar áttir - virðist m.a. leiða til tveggja nýrra dauðsfalla og tvöföldunar COVID-sjúklinga á sjúkrahúsi - en þetta er auðvitað einangrað fyrirbrigði, sem hafði lítið eða ekkert með almenna starfsemi og mannlíf í landinu að gera. Hvernig stenzt það þá, að refsa fólki almennt, fjölskyldum, fyrirtækjum stórum og smáum, námsmönnum, íþróttamönnum, sundmönnum, listamönnum, ferðamönnum og alls konar skemmti og samkomuþjónstu- og iðju, sem hafði ekkert með skelfilegt hópsmitið á Landakoti að gera, með nýjum harðræðis aðgerðum!?? Hér er fyrir undirrituðum virkilega verið að hengja bakara fyrir smið! Hvað hefði mátt gera öðruvísi: Nú, liggur fyrir, m.a. skv. staðreyndum og tölum hér að ofan, að COVID-hættan hefur reynzt meira huglægur vandi en raunverulegur. Aðeins 13 manns hafa látizt af COVID síðustu 10 mánuði, á sama tíma og 1.857 hafa látizt af öðrum völdum. Og, sem sagt, nú í seinni bylgju hafa mest 4 verið í gjörgæzlu í einu, sem ætti að vera mælikvarði nr. 2 á skaðsemi sjúkdómsins. Á sama tíma lág fyrir í maí, skv. landlækni, að þá hafi verið hægt að tryggja allt að 32 gjörgæzlurúm í landinu. Þörfin á gjörgæzlurúmum hefur því ekki verið nema um 10%, af þeim fjölda, sem var til staðar, sem mætti á Ensku kalla „peanuts“. Dánartíðni og gjörgæzluþarfir vegna COVID hafa því, í raun, verið „smávægilegar“. Guði sé lof. Það, sem eftir stendur, er almenn þörf til innlagningar smitaðra á sjúkrahús, án þess að veikindi séu alvarleg. Þessir sjúklingar gætu líka verið heima, meðan á veikindum stendur, með læknisráðgjöf í síma, eða verið á göngudeild. Til þessarar þjónustu, sem er meira til þæginda og öryggis, þarf enga hátækni. Engar sjúkrastofur með dýrum og fullkomnum tækjabúnaði. Gott og hreint rúm og herbergi með eftirliti, ummönnun og ráðgjöf, ekki endilegra bara faglærðra, kannkse að hluta t.a.m. fyrrverandi flugfreyja, hefði hér dugað. Hví var ekki farið í það, að tryggja aukinn fjölda legurúma, fyrir meðal sjúklinga, sem treystu sér ekki til að vera heima - kannske einir - með nýtingu á auðum hótelrýmum, eins og á Náttúru, Sögu eða Oddsson? Og, ef ég man rétt, voru Orkuhússmenn, með risa rými við Ögurhvarf í Kópavogi, þúsundir auðra en heppilegra fermetra fyrir sjúkraþjónustu, að bjóða heilbrigðisráðherra að innrétta þar fjöldann allar af sjúkrastofum með miklum hraða fyrir nokkru. Af hverju voru þessir valkostir ekki skoðaðir? Ef hugleiðingar og ráðstafanir í þessa átt hefðu átt sér stað, hefði kannske mátt hlífa mönnum og fyrirtækjum - landsmönnum almennt - við þeim miklu áföllum - vanlíðan, óöryggi og hvíða, óhamingju, sem harðar takmarkanir og aðgerðir hafa í för með sér.
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun