„Peningaleysi er ekki skýringin“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 1. nóvember 2020 19:00 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra var gestur Víglínunnar á Stöð 2 í dag. Vísir/Einar Árnason Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segist fylgjast grannt með stöðu mála á Landspítalaunum eftir að spítalinn var settur á neyðarstig. Helsti óttinn hafi ræst í kjölfar hópsýkingar á Landakoti. Hún segir að skort á starfsfólki sé ekki hægt að rekja til skorts á fjármagni í heilbrigðiskerfinu. „Kannski gerðist það akkúrat þarna sem við óttuðumst öll að gæti gerst og við sjáum það að þessi veira er lúmsk. Hún í raun og veru skýtur upp kollinum hvar sem er og þarna eiginlega þar sem síst skyldi, þar sem að viðkvæmasta fólkið okkar er statt. Þannig að það voru auðvitað mikil vonbrigði en ég treysti Landspítalanum vel til þess að fara í saumana á málinu og þessari atburðarás,“ sagði Svandís í Víglínunni á Stöð 2 í dag. Hún fylgist vel með stöðunni en það sé stórmál þegar Landspítalinn sé kominn á neyðarstig. „Það er ekki í raun og veru staða sem við höfum séð áður og það þýðir það að það taka við algjörlega ný nálgun á daglegan rekstur spítalans,“ segir Svandís. Forstjóri Landspítalans sagði í pistli sem birtist á heimasíðu Landspítalans á föstudaginn að mannekla sé ein helsta ástæðan fyrir því að ekki hafi verið hægt að hólfaskipta deildum á Landakoti. Svandís kveðst meðvituð um þann vanda sem fylgir manneklu. „Það er mjög alvarlegt og það er kannski nákvæmlega það sem er eitt af stærstu áskorununum okkar í íslenska heilbrigðiskerfinu, og ekki bara hér heldur líka í löndunum í kringum okkur, það eru mönnunarmálin. Ekki síst í stöðu eins og við erum í núna þegar það eru milli tvö og þrjú hundruð heilbrigðisstarfsmenn sem eru í sóttkví,“ segir Svandís. Það segi sig sjálft að erfitt sé að bregðast við slíku. Bakvarðasveitin vegi upp á móti en staðan sé engu að síður flókin. Hún ítrekaði þó að á Landakoti hafi verið unnið gott starf í þágu sýkingavarna og að starfsfólk þar sé vel meðvitað og hafi unnið gott starf í þeim efnum. „Ég vil bara senda þeim mínar bestu baráttukveðjur því ég veit að þar er fólk sem að virkilega vill gera vel,“ segir Svandís. „Það er alveg klárt að við vitum covid-19 kostar peninga og kostar það í öllu samfélaginu en ekki síst í heilbrigðiskerfinu. Og við höfum sagt það mjög skýrt, við sem erum í ríkisstjórninni hvort sem það er ég eða fjármálaráðherra eða forsætisráðherra fyrir hönd ríkisstjórnarinnar í heild, að þau útgjöld sem þarf að ráðast í vegna covid-19 þau verða bætt,“ sagði Svandís, spurð hvort segja mætti að ástæðu manneklu mætti rekja til fjársveltis í heilbrigðiskerfinu. „Peningaleysi er ekki skýringin,“ segir Svandís. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Hópsýking á Landakoti Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segist fylgjast grannt með stöðu mála á Landspítalaunum eftir að spítalinn var settur á neyðarstig. Helsti óttinn hafi ræst í kjölfar hópsýkingar á Landakoti. Hún segir að skort á starfsfólki sé ekki hægt að rekja til skorts á fjármagni í heilbrigðiskerfinu. „Kannski gerðist það akkúrat þarna sem við óttuðumst öll að gæti gerst og við sjáum það að þessi veira er lúmsk. Hún í raun og veru skýtur upp kollinum hvar sem er og þarna eiginlega þar sem síst skyldi, þar sem að viðkvæmasta fólkið okkar er statt. Þannig að það voru auðvitað mikil vonbrigði en ég treysti Landspítalanum vel til þess að fara í saumana á málinu og þessari atburðarás,“ sagði Svandís í Víglínunni á Stöð 2 í dag. Hún fylgist vel með stöðunni en það sé stórmál þegar Landspítalinn sé kominn á neyðarstig. „Það er ekki í raun og veru staða sem við höfum séð áður og það þýðir það að það taka við algjörlega ný nálgun á daglegan rekstur spítalans,“ segir Svandís. Forstjóri Landspítalans sagði í pistli sem birtist á heimasíðu Landspítalans á föstudaginn að mannekla sé ein helsta ástæðan fyrir því að ekki hafi verið hægt að hólfaskipta deildum á Landakoti. Svandís kveðst meðvituð um þann vanda sem fylgir manneklu. „Það er mjög alvarlegt og það er kannski nákvæmlega það sem er eitt af stærstu áskorununum okkar í íslenska heilbrigðiskerfinu, og ekki bara hér heldur líka í löndunum í kringum okkur, það eru mönnunarmálin. Ekki síst í stöðu eins og við erum í núna þegar það eru milli tvö og þrjú hundruð heilbrigðisstarfsmenn sem eru í sóttkví,“ segir Svandís. Það segi sig sjálft að erfitt sé að bregðast við slíku. Bakvarðasveitin vegi upp á móti en staðan sé engu að síður flókin. Hún ítrekaði þó að á Landakoti hafi verið unnið gott starf í þágu sýkingavarna og að starfsfólk þar sé vel meðvitað og hafi unnið gott starf í þeim efnum. „Ég vil bara senda þeim mínar bestu baráttukveðjur því ég veit að þar er fólk sem að virkilega vill gera vel,“ segir Svandís. „Það er alveg klárt að við vitum covid-19 kostar peninga og kostar það í öllu samfélaginu en ekki síst í heilbrigðiskerfinu. Og við höfum sagt það mjög skýrt, við sem erum í ríkisstjórninni hvort sem það er ég eða fjármálaráðherra eða forsætisráðherra fyrir hönd ríkisstjórnarinnar í heild, að þau útgjöld sem þarf að ráðast í vegna covid-19 þau verða bætt,“ sagði Svandís, spurð hvort segja mætti að ástæðu manneklu mætti rekja til fjársveltis í heilbrigðiskerfinu. „Peningaleysi er ekki skýringin,“ segir Svandís.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Hópsýking á Landakoti Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira