Óttast að fleiri séu látin eftir árásina Sylvía Hall skrifar 2. nóvember 2020 23:05 Umfangsmiklar lögregluaðgerðir í Vínarborg þegar árásarmannanna var leitað. AP/Ronald Zak Skotárásir áttu sér stað á að minnsta kosti sex stöðum í Vínarborg í Austurríki í kvöld og er að minnsta kosti einn látinn. Lögregluyfirvöld í borginni óttast að fleiri séu látin eftir árásina, sem innanríkisráðherra landsins segir vera hryðjuverk. Fyrstu fregnir af árásinni bárust um klukkan 20 að íslenskum tíma í kvöld. Þá var greint frá skotárás við bænahús í borginni og talið mögulegt að árásin beindist að því. Síðar kom í ljós að árásir áttu sér stað á fleiri stöðum og hófst umfangsmikil lögregluaðgerð í borginni, sem stendur enn yfir þegar þetta er skrifað. Einn árásarmaður hefur verið felldur en annarra er enn leitað. ORF have issued the included map of the 6 incident locations this evening in #Vienna. pic.twitter.com/rbVEaTlRqP— Aurora Intel (@AuroraIntel) November 2, 2020 Þónokkrir hafa slasast og hafa vegfarendur verið fluttir á sjúkrahús, sumir hverjir alvarlega slasaðir. Á meðal hinna slösuðu er lögreglumaður. Fólk var beðið um að forðast almenningssamgöngur eftir fremsta megni og biðlaði lögregla til almennings að halda sig heima. Þeir sem voru utandyra voru beðnir um að leita skjóls og halda sig fjarri vettvangi ef mögulegt var. Talsmaður lögreglunnar sagði í sjónvarpsviðtali að enn væru þungvopnaðir árásarmenn á kreiki. Íslendingar óttaslegnir Íslendingar í borginni sögðu aðgerðir lögreglu greinilegar á svæðinu. Öllum hefði verið ráðlagt að halda sig heima og alls ekki vera úti á götu. „Þetta er alveg hrikalegt. Ég er smá skelkuð. Ég heyri alveg í lögreglunni og öllu, þetta er svo nálægt mér,“ sagði háskólaneminn Jovana Pavlović í samtali við Vísi. Jovana stundar meistaranám við Háskólann í Vín. Marta Kristín Friðriksdóttir, sem einnig er búsett í Vín, sagðist í skriflegu svari til Vísis vera örugg. Hún og kærasti hennar heyrðu vel í lögregluaðgerðum þar sem mikið sírenuvæl væri í borginni. „Mér finnst líka ótrúlega skrítið að hugsa til þess að ég var sjálf á þessari lestarstöð [Schwedenplatz] fyrr í kvöld en var sem betur fer komin heim þegar árásin hófst. Ég hef búið í Vín í þrjú ár og alltaf upplifað mig mjög örugga og vona að borgin jafni sig fljótt á þessari árás,“ bætti hún við. Borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins hvetur Íslendinga í borginni til að láta vita af sér vegna árásanna þar í borg í kvöld. Íslendingar í Vín eru hvattir til að nýta samfélagsmiðla til að láta vita af sér eða hafa samband við aðstandendur ef þeir eru öruggir. Austurríki Hryðjuverk í Vín Tengdar fréttir Íslendingar í Vín hvattir til að láta vita af sér Borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins hvetur Íslendinga í borginni til að láta vita af sér vegna árásanna þar í borg í kvöld. 2. nóvember 2020 22:35 Almenningur beðinn um að halda sig fjarri eftir skotárás í Vínarborg Lögreglan í borginni Vín í Austurríki greinir frá því að lögregluaðgerð standi nú yfir eftir skotárás við bænahús í borginni. 2. nóvember 2020 20:07 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Fleiri fréttir Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Sjá meira
Skotárásir áttu sér stað á að minnsta kosti sex stöðum í Vínarborg í Austurríki í kvöld og er að minnsta kosti einn látinn. Lögregluyfirvöld í borginni óttast að fleiri séu látin eftir árásina, sem innanríkisráðherra landsins segir vera hryðjuverk. Fyrstu fregnir af árásinni bárust um klukkan 20 að íslenskum tíma í kvöld. Þá var greint frá skotárás við bænahús í borginni og talið mögulegt að árásin beindist að því. Síðar kom í ljós að árásir áttu sér stað á fleiri stöðum og hófst umfangsmikil lögregluaðgerð í borginni, sem stendur enn yfir þegar þetta er skrifað. Einn árásarmaður hefur verið felldur en annarra er enn leitað. ORF have issued the included map of the 6 incident locations this evening in #Vienna. pic.twitter.com/rbVEaTlRqP— Aurora Intel (@AuroraIntel) November 2, 2020 Þónokkrir hafa slasast og hafa vegfarendur verið fluttir á sjúkrahús, sumir hverjir alvarlega slasaðir. Á meðal hinna slösuðu er lögreglumaður. Fólk var beðið um að forðast almenningssamgöngur eftir fremsta megni og biðlaði lögregla til almennings að halda sig heima. Þeir sem voru utandyra voru beðnir um að leita skjóls og halda sig fjarri vettvangi ef mögulegt var. Talsmaður lögreglunnar sagði í sjónvarpsviðtali að enn væru þungvopnaðir árásarmenn á kreiki. Íslendingar óttaslegnir Íslendingar í borginni sögðu aðgerðir lögreglu greinilegar á svæðinu. Öllum hefði verið ráðlagt að halda sig heima og alls ekki vera úti á götu. „Þetta er alveg hrikalegt. Ég er smá skelkuð. Ég heyri alveg í lögreglunni og öllu, þetta er svo nálægt mér,“ sagði háskólaneminn Jovana Pavlović í samtali við Vísi. Jovana stundar meistaranám við Háskólann í Vín. Marta Kristín Friðriksdóttir, sem einnig er búsett í Vín, sagðist í skriflegu svari til Vísis vera örugg. Hún og kærasti hennar heyrðu vel í lögregluaðgerðum þar sem mikið sírenuvæl væri í borginni. „Mér finnst líka ótrúlega skrítið að hugsa til þess að ég var sjálf á þessari lestarstöð [Schwedenplatz] fyrr í kvöld en var sem betur fer komin heim þegar árásin hófst. Ég hef búið í Vín í þrjú ár og alltaf upplifað mig mjög örugga og vona að borgin jafni sig fljótt á þessari árás,“ bætti hún við. Borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins hvetur Íslendinga í borginni til að láta vita af sér vegna árásanna þar í borg í kvöld. Íslendingar í Vín eru hvattir til að nýta samfélagsmiðla til að láta vita af sér eða hafa samband við aðstandendur ef þeir eru öruggir.
Austurríki Hryðjuverk í Vín Tengdar fréttir Íslendingar í Vín hvattir til að láta vita af sér Borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins hvetur Íslendinga í borginni til að láta vita af sér vegna árásanna þar í borg í kvöld. 2. nóvember 2020 22:35 Almenningur beðinn um að halda sig fjarri eftir skotárás í Vínarborg Lögreglan í borginni Vín í Austurríki greinir frá því að lögregluaðgerð standi nú yfir eftir skotárás við bænahús í borginni. 2. nóvember 2020 20:07 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Fleiri fréttir Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Sjá meira
Íslendingar í Vín hvattir til að láta vita af sér Borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins hvetur Íslendinga í borginni til að láta vita af sér vegna árásanna þar í borg í kvöld. 2. nóvember 2020 22:35
Almenningur beðinn um að halda sig fjarri eftir skotárás í Vínarborg Lögreglan í borginni Vín í Austurríki greinir frá því að lögregluaðgerð standi nú yfir eftir skotárás við bænahús í borginni. 2. nóvember 2020 20:07