Ráðherra segir biðtímann óboðlegan Erla Björg Gunnarsdóttir og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 3. nóvember 2020 12:45 Dómsmálaráðherra segir kærunefnd útlendingamála vera með málið á sínu borði núna. Dómsmálaráðherra segir óboðlegt að fjölskyldan frá Senegal, sem vísa á úr landi, hafi beðið í sex ár eftir að fá niðurstöðu í máli sínu. Málið sýni mikilvægi þess að veita fólki utan EES atvinnuleyfi. Í síðustu viku greindi fréttastofa frá máli hjóna frá Senegal sem hafa búið á Íslandi og starfað í næstum sjö ár. Hjónin hafa án árangurs barist fyrir því í sex ár að fá dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða, óskað eftir alþjóðlegri vernd eða dvalarleyfi vegna sérstakra tengsla við landið. Síðasti úrskurður í máli þeirra kom á föstudag og að óbreyttu á að vísa þeim úr landi. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, segir að á síðustu árum hafi miklu verið breytt í útlendingamálum. Ný heildarlög verið sett og málsmeðferðartími styttur - og að þetta mál samræmist ekki þeim nýju viðmiðum. „Þetta er auðvitað óboðlegur tími. Þetta sýnir líka varðandi atvinnuleyfin og mikilvægi þess að breyta þeim og opna þau, að þegar fólk vill koma hingað til landsins og starfa að við verðum að hafa opnari augun fyrir fólki utan EES,“ segir Áslaug. Áslaug Arna vill að skoðað verði að fólk utan EES fái atvinnuleyfi. Hún hafi lengi talað fyrir því.Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Lögmaður fjölskyldunnar hefur óskað eftir endurupptöku málsins hjá kærunefnd útlendingamála og bendir Áslaug á að nefndin sé sjálfstæð og taki ákvörðun í málinu. Aftur á móti ítrekar hún að það sé hennar skoðun að fólk fái tækifæri til að starfa hér á landi en að umræða um atvinnuleyfi eigi heima hjá félagsmálaráðuneytinu. „Ég hef margoft rætt það við ráðherra og í ríkisstjórn að það er ekki hægt að horfa aðeins á einn hluta útlendingamálanna þegar við skoðum í hvernig samfélagi við viljum búa. Verndarkerfi verður að vera fyrir þá sem eru í mestu neyðinni og virka þannig að allir sem þurfi vernd að halda, fái hana og svara svar fyrr. En við verðum þá líka að skoða að vera opin fyrir því að fólk komi hingað og starfi hér og leggi til íslensks samfélags,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra. Hælisleitendur Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Sjá meira
Dómsmálaráðherra segir óboðlegt að fjölskyldan frá Senegal, sem vísa á úr landi, hafi beðið í sex ár eftir að fá niðurstöðu í máli sínu. Málið sýni mikilvægi þess að veita fólki utan EES atvinnuleyfi. Í síðustu viku greindi fréttastofa frá máli hjóna frá Senegal sem hafa búið á Íslandi og starfað í næstum sjö ár. Hjónin hafa án árangurs barist fyrir því í sex ár að fá dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða, óskað eftir alþjóðlegri vernd eða dvalarleyfi vegna sérstakra tengsla við landið. Síðasti úrskurður í máli þeirra kom á föstudag og að óbreyttu á að vísa þeim úr landi. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, segir að á síðustu árum hafi miklu verið breytt í útlendingamálum. Ný heildarlög verið sett og málsmeðferðartími styttur - og að þetta mál samræmist ekki þeim nýju viðmiðum. „Þetta er auðvitað óboðlegur tími. Þetta sýnir líka varðandi atvinnuleyfin og mikilvægi þess að breyta þeim og opna þau, að þegar fólk vill koma hingað til landsins og starfa að við verðum að hafa opnari augun fyrir fólki utan EES,“ segir Áslaug. Áslaug Arna vill að skoðað verði að fólk utan EES fái atvinnuleyfi. Hún hafi lengi talað fyrir því.Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Lögmaður fjölskyldunnar hefur óskað eftir endurupptöku málsins hjá kærunefnd útlendingamála og bendir Áslaug á að nefndin sé sjálfstæð og taki ákvörðun í málinu. Aftur á móti ítrekar hún að það sé hennar skoðun að fólk fái tækifæri til að starfa hér á landi en að umræða um atvinnuleyfi eigi heima hjá félagsmálaráðuneytinu. „Ég hef margoft rætt það við ráðherra og í ríkisstjórn að það er ekki hægt að horfa aðeins á einn hluta útlendingamálanna þegar við skoðum í hvernig samfélagi við viljum búa. Verndarkerfi verður að vera fyrir þá sem eru í mestu neyðinni og virka þannig að allir sem þurfi vernd að halda, fái hana og svara svar fyrr. En við verðum þá líka að skoða að vera opin fyrir því að fólk komi hingað og starfi hér og leggi til íslensks samfélags,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra.
Hælisleitendur Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Sjá meira