Foreldrar þurfi að passa sig á að verða ekki leiðinlegir Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. nóvember 2020 12:04 Anna Steinsen, fyrirlesari, á fundinum í dag. almannavarnir Anna Steinsen, fyrirlesari, var gestur á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag vegna kórónuveirufaraldursins ásamt Þórunni Sveinbjörnsdóttur, formanni Landssambands eldri borgara. Í erindi sínu á fundinum ræddi Anna mikilvægi þess hvernig talað er við börn og unglinga í faraldrinum og að leggja áherslu á bjartsýni og von. Þá hvatti hún foreldra til að fara út að leika með börnunum nú þegar verulega harðar samkomutakmarkanir eru í gildi en allt íþrótta- og tómstundastarf liggur til dæmis niðri og mælst til þess að börn leiki ekki við aðra en þau sem eru með þeim í bekk. Anna sagði skipta máli að tala meira um jákvæðni, gleði og bjartsýni. „Því það er fullt af góðum hlutum líka að gerast ef við bara tökum eftir þeim og það eru tækifæri þótt það séu miklir erfiðleikar og áföll,“ sagði Anna. Bjartsýni og von fóstra seiglu Hún sagði mikilvægt að tala tækifærin upp því bjartsýni og von fóstri seiglu. „Og nú þurfum við þrautseigju og seiglu til að komast í gegnum þetta.“ Anna beindi svo orðum sínum til foreldra sem eru að vinna heima og eru kannski líka með framhaldsskólanema heima sem er í fjarnámi. „Þá er maður kannski farinn að skipta sér af þeim endalaust. Ætlarðu að borða þetta, af hverju ferðu ekki út að hlaupa? […] Þetta verður leiðinlegt fyrir okkur og þau líka. […] Við þurfum að passa upp á andlega heilsu og aðallega það að við séum ekki orðin leiðinleg því allt er svo alvarlegt,“ sagði Anna. Hún benti jafnframt á niðurstöður rannsóknar vísindamanna Háskóla Íslands sem gerð var í tengslum við fyrstu bylgju faraldursins. Niðurstöðurnar sýna að ef barn eða unglingur var með gott félagsnet fyrir þá var það alveg jafngott eftir fyrstu bylgju og jafnvel betra. Hins vegar voru niðurstöðurnar ekki eins góðar þegar kom að börnum sem standa höllum fæti, eru til dæmis ekki með gott bakland eða einhverjar greiningar. Sagði Anna mikilvægt að huga sérstaklega að þessum börnum nú. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Börn og uppeldi Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Neitar að hitta Pútín án Selenskís Erlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
Anna Steinsen, fyrirlesari, var gestur á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag vegna kórónuveirufaraldursins ásamt Þórunni Sveinbjörnsdóttur, formanni Landssambands eldri borgara. Í erindi sínu á fundinum ræddi Anna mikilvægi þess hvernig talað er við börn og unglinga í faraldrinum og að leggja áherslu á bjartsýni og von. Þá hvatti hún foreldra til að fara út að leika með börnunum nú þegar verulega harðar samkomutakmarkanir eru í gildi en allt íþrótta- og tómstundastarf liggur til dæmis niðri og mælst til þess að börn leiki ekki við aðra en þau sem eru með þeim í bekk. Anna sagði skipta máli að tala meira um jákvæðni, gleði og bjartsýni. „Því það er fullt af góðum hlutum líka að gerast ef við bara tökum eftir þeim og það eru tækifæri þótt það séu miklir erfiðleikar og áföll,“ sagði Anna. Bjartsýni og von fóstra seiglu Hún sagði mikilvægt að tala tækifærin upp því bjartsýni og von fóstri seiglu. „Og nú þurfum við þrautseigju og seiglu til að komast í gegnum þetta.“ Anna beindi svo orðum sínum til foreldra sem eru að vinna heima og eru kannski líka með framhaldsskólanema heima sem er í fjarnámi. „Þá er maður kannski farinn að skipta sér af þeim endalaust. Ætlarðu að borða þetta, af hverju ferðu ekki út að hlaupa? […] Þetta verður leiðinlegt fyrir okkur og þau líka. […] Við þurfum að passa upp á andlega heilsu og aðallega það að við séum ekki orðin leiðinleg því allt er svo alvarlegt,“ sagði Anna. Hún benti jafnframt á niðurstöður rannsóknar vísindamanna Háskóla Íslands sem gerð var í tengslum við fyrstu bylgju faraldursins. Niðurstöðurnar sýna að ef barn eða unglingur var með gott félagsnet fyrir þá var það alveg jafngott eftir fyrstu bylgju og jafnvel betra. Hins vegar voru niðurstöðurnar ekki eins góðar þegar kom að börnum sem standa höllum fæti, eru til dæmis ekki með gott bakland eða einhverjar greiningar. Sagði Anna mikilvægt að huga sérstaklega að þessum börnum nú.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Börn og uppeldi Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Neitar að hitta Pútín án Selenskís Erlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira