Segir viðbrögð danskra stjórnvalda vegna minkanna yfirdrifin Atli Ísleifsson skrifar 5. nóvember 2020 14:00 Einar E. Einarsson er formaður Sambands íslenskra loðdýrabænda og minkabóndi að Syðra-Skörðugili í Skagafirði. Skagafjörður/AP Formaður Sambands íslenskra loðdýrabænda telur viðbrögð danskra stjórnvalda vegna kórónuveirusmita í minkum þar í landi yfirdrifin og að nær hefði verið að beina frekar sjónum að þeim búum þar sem smit höfðu raunverulega komið upp. Hann segir engin kórónuveirusmit hafa komið upp á íslenskum minkabúum, hvorki í dýrunum né fólki sem búunum tengjast. Forsætisráðherra Danmerkur greindi frá því í gær að aflífa og farga skyldi öllum minkum í Danmörku, hátt í sautján milljónum, eins fljótt og hægt er vegna stökkbreytingar kórónuveiru sem greinst hefur í minkum og borist í mannfólk. Sagði forsætisráðherrann stöðuna „gríðarlega alvarlega“ og að þessi stökkbreyting gæti reynst væntanlegu bóluefni við kórónuveirunni fjötur um fót. Alls eru um 1.150 minkabú í Danmörku, en staðfest smit höfðu komið upp á rúmlega tvö hundruð þeirra á Jótlandi. Kom flatt upp á íslenska loðdýrabændur Einar E. Einarsson er formaður Sambands íslenskra loðdýrabænda og bóndi að Syðra-Skörðugili í Skagafirði. Hann segir fréttirnar frá Danmörku hafa komið svakalega flatt upp á loðdýrabændur hér heima. „Þetta kemur svakalega á óvart að þeir skuli fara í svona miklar aðgerðir þó að það hafi komið upp Covid í svolitlum hluta minkabúanna í Danmörku. Það eru rúmlega 1.100 minkabú í landinu og smit hafa komið upp í um tvö hundruð þeirra. Að þeir skuli fara í þær aðgerðir að drepa niður á öllum búunum það finnst mér mjög langt gengið. Ég held að það hefði verið skynsamlegri leið að taka eingöngu þau bú sem voru smituð og reyna að bjarga atvinnugreininni. Svo er ljóst að það voru fjöldi búa þar sem minkarnir voru búnir að mynda mótefni. Þeir gera það á mjög skömmum tíma,“ segir Einar. Byrjað var að aflífa og farga minkum í Danmörku í síðasta mánuði eftir að smit komu upp á búum á Jótlandi.AP Erfitt að meta stöðuna fyrir íslenska loðdýrarækt Aðspurður um hvaða áhrif svona hefur á minkaræktina á Íslandi segir Einar að það sé mjög erfitt að meta stöðuna. Hægt sé að draga upp margar sviðsmyndir, þar sem ein sé sú að þetta geti verið upphafið að endalokum minkaræktar í Evrópu. Önnur sé að þetta muni hafa þau áhrif að skinnaverðið muni hækka til muna sem gæti þá tryggt reksturinn á þeim minkabúum í álfunni sem eftir séu, þar á meðal á Íslandi. Hann segir erfitt að meta hvort að Dönunum takist að snúa aftur eftir svona. Innviðirnir – hús, búr, tæki til ræktunar – séu þó sannarlega til staðar í Danmörku enda hafi verið búið að fjárfesta fyrir miklar fjárhæðir. Umfangið yrði þó framvegis alltaf minna en verið hefur. Níu minkabú á Íslandi Einar segir að á Íslandi séu nú níu minkabú og að samtals sé verið að framleiða um 60 þúsund skinn á ári. Hann segir ekkert kórónuveirusmit hafa komið upp á íslenskum minkabúum – hvorki í dýrum né í fólki sem búunum tengist á nokkurn hátt. Náið sé fylgst með umræðunni í Danmörku og lærdómur dreginn af því sem þar hefur gerst. „Það liggur þó fyrir að minkarnir eru mjög viðkvæmir fyrir Covid-smiti. Þeir smitast mjög auðveldlega, en það gera hundar og kettir líka,“ segir Einar. Landbúnaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Danmörk Dýr Dýraheilbrigði Loðdýrarækt Mest lesið „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent Holskefla í kortunum Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Erlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Fleiri fréttir Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Sjá meira
Formaður Sambands íslenskra loðdýrabænda telur viðbrögð danskra stjórnvalda vegna kórónuveirusmita í minkum þar í landi yfirdrifin og að nær hefði verið að beina frekar sjónum að þeim búum þar sem smit höfðu raunverulega komið upp. Hann segir engin kórónuveirusmit hafa komið upp á íslenskum minkabúum, hvorki í dýrunum né fólki sem búunum tengjast. Forsætisráðherra Danmerkur greindi frá því í gær að aflífa og farga skyldi öllum minkum í Danmörku, hátt í sautján milljónum, eins fljótt og hægt er vegna stökkbreytingar kórónuveiru sem greinst hefur í minkum og borist í mannfólk. Sagði forsætisráðherrann stöðuna „gríðarlega alvarlega“ og að þessi stökkbreyting gæti reynst væntanlegu bóluefni við kórónuveirunni fjötur um fót. Alls eru um 1.150 minkabú í Danmörku, en staðfest smit höfðu komið upp á rúmlega tvö hundruð þeirra á Jótlandi. Kom flatt upp á íslenska loðdýrabændur Einar E. Einarsson er formaður Sambands íslenskra loðdýrabænda og bóndi að Syðra-Skörðugili í Skagafirði. Hann segir fréttirnar frá Danmörku hafa komið svakalega flatt upp á loðdýrabændur hér heima. „Þetta kemur svakalega á óvart að þeir skuli fara í svona miklar aðgerðir þó að það hafi komið upp Covid í svolitlum hluta minkabúanna í Danmörku. Það eru rúmlega 1.100 minkabú í landinu og smit hafa komið upp í um tvö hundruð þeirra. Að þeir skuli fara í þær aðgerðir að drepa niður á öllum búunum það finnst mér mjög langt gengið. Ég held að það hefði verið skynsamlegri leið að taka eingöngu þau bú sem voru smituð og reyna að bjarga atvinnugreininni. Svo er ljóst að það voru fjöldi búa þar sem minkarnir voru búnir að mynda mótefni. Þeir gera það á mjög skömmum tíma,“ segir Einar. Byrjað var að aflífa og farga minkum í Danmörku í síðasta mánuði eftir að smit komu upp á búum á Jótlandi.AP Erfitt að meta stöðuna fyrir íslenska loðdýrarækt Aðspurður um hvaða áhrif svona hefur á minkaræktina á Íslandi segir Einar að það sé mjög erfitt að meta stöðuna. Hægt sé að draga upp margar sviðsmyndir, þar sem ein sé sú að þetta geti verið upphafið að endalokum minkaræktar í Evrópu. Önnur sé að þetta muni hafa þau áhrif að skinnaverðið muni hækka til muna sem gæti þá tryggt reksturinn á þeim minkabúum í álfunni sem eftir séu, þar á meðal á Íslandi. Hann segir erfitt að meta hvort að Dönunum takist að snúa aftur eftir svona. Innviðirnir – hús, búr, tæki til ræktunar – séu þó sannarlega til staðar í Danmörku enda hafi verið búið að fjárfesta fyrir miklar fjárhæðir. Umfangið yrði þó framvegis alltaf minna en verið hefur. Níu minkabú á Íslandi Einar segir að á Íslandi séu nú níu minkabú og að samtals sé verið að framleiða um 60 þúsund skinn á ári. Hann segir ekkert kórónuveirusmit hafa komið upp á íslenskum minkabúum – hvorki í dýrum né í fólki sem búunum tengist á nokkurn hátt. Náið sé fylgst með umræðunni í Danmörku og lærdómur dreginn af því sem þar hefur gerst. „Það liggur þó fyrir að minkarnir eru mjög viðkvæmir fyrir Covid-smiti. Þeir smitast mjög auðveldlega, en það gera hundar og kettir líka,“ segir Einar.
Landbúnaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Danmörk Dýr Dýraheilbrigði Loðdýrarækt Mest lesið „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent Holskefla í kortunum Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Erlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Fleiri fréttir Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Sjá meira