Ætla að skima fyrir veirunni í minkabúum landsins Kolbeinn Tumi Daðason og Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifa 5. nóvember 2020 16:43 Umfangsmikil skimun í minkabúum landsins framundan. Vísir/Getty Matvælastofnun ætlar að hefja skimun fyrir kórónuveirunni á minkabúum landsins í ljósi smita af stökkbreyttu afbrigði veirunnar úr minkum í fólk í Danmörku. „Staðan er sú að það hefur ekki verið neinn grunur,“ segir Sigríður Gísladóttir sérgreinadýralæknir hjá Matvælastofnun. Forsætisráðherra Danmerkur greindi frá því í gær að aflífa og farga skyldi öllum minkum í Danmörku, hátt í sautján milljónum, eins fljótt og hægt er vegna stökkbreytingar kórónuveiru sem greinst hefur í minkum og borist í mannfólk. Sagði forsætisráðherrann stöðuna „gríðarlega alvarlega“ og að þessi stökkbreyting gæti reynst væntanlegu bóluefni við kórónuveirunni fjötur um fót. Alls eru um 1.150 minkabú í Danmörku, en staðfest smit höfðu komið upp á rúmlega tvö hundruð þeirra á Jótlandi. „Við höfum fylgst vel með fréttum að utan frá því þær bárust fyrst um smit á minkabúum,“ segir Sigríður. Byrjað var að aflífa og farga minkum í Danmörku í síðasta mánuði eftir að smit komu upp á búum á Jótlandi.AP Þau hafi sent tilmæli um hertar sóttvarnir og brýnt fyrir loðdýrabændum að viðhafa þær eins og hægt sé. Þá var óskað eftir tilkynningum ef minnsti grunur um veikindi vaknaði. Sömuleiðis ef grunur væri á að dýr væri útsett fyrir smiti frá einstaklingi sem síðar hefði greinst. Engar tilkynningar hafi borist en upplýsingaflæðið við bændur sé gott. Hins vegar sé svo að þau tíðindi að vart hafi orðið við stökkbreytingu á veirunni sem tengist smitum í minkabúum á Norður-Jótlandi breyti áhættumati Matvælastofnunar. Sú stökkbreyting, sem er þess eðlis að bóluefni sem eru í þróun virki ekki gegn henni. „Það breytir okkkar áhættumati. Þó við höfum engan grun um að það séu smit hjá íslenskum minkum þá verðum við aðeins að breyta okkar mati og höfum ákveðið að fara út í skimun á minkabúum. Til að kanna hvort það sé smit.“ Framundan er pelsun að sögn Sigríðar, þegar dýr eru aflífuð til að taka af þeim skinnið. Það veiti gott tækifæri til að ná miklum fjölda af sýnum og það ferli er að fara í gang þessa dagana. Haft verði samráð við sérfræðinga á rannsóknarstofunni á Keldum um hvernig staðið verði að því. Á vef MAST kemur fram að litlar líkur séu á smiti yfir í villta minkastofninn þar sem umgengni við menn er í lágmarki. Á Íslandi eru starfrækt 9 minkabú á Norðlandi vestra og Suðurlandi með alls 15.000 eldislæðum. Sigríður ræddi málin í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Dýr Dýraheilbrigði Loðdýrarækt Tengdar fréttir Segir viðbrögð danskra stjórnvalda vegna minkanna yfirdrifin Formaður Sambands íslenskra loðdýrabænda segir engin kórónuveirusmit hafa komið upp á íslenskum minkabúum, hvorki í dýrunum né fólki sem búunum tengjast. 5. nóvember 2020 14:00 Allir minkar í Danmörku aflífaðir vegna stökkbreytts afbrigðis kórónuveiru Allir minkar í Danmörku, hátt í sautján milljónir talsins, skulu aflífaðir eins fljótt og hægt er vegna stökkbreytingar kórónuveiru, sem greinst hefur í minkum og borist í mannfólk. 4. nóvember 2020 18:32 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Fleiri fréttir Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Sjá meira
Matvælastofnun ætlar að hefja skimun fyrir kórónuveirunni á minkabúum landsins í ljósi smita af stökkbreyttu afbrigði veirunnar úr minkum í fólk í Danmörku. „Staðan er sú að það hefur ekki verið neinn grunur,“ segir Sigríður Gísladóttir sérgreinadýralæknir hjá Matvælastofnun. Forsætisráðherra Danmerkur greindi frá því í gær að aflífa og farga skyldi öllum minkum í Danmörku, hátt í sautján milljónum, eins fljótt og hægt er vegna stökkbreytingar kórónuveiru sem greinst hefur í minkum og borist í mannfólk. Sagði forsætisráðherrann stöðuna „gríðarlega alvarlega“ og að þessi stökkbreyting gæti reynst væntanlegu bóluefni við kórónuveirunni fjötur um fót. Alls eru um 1.150 minkabú í Danmörku, en staðfest smit höfðu komið upp á rúmlega tvö hundruð þeirra á Jótlandi. „Við höfum fylgst vel með fréttum að utan frá því þær bárust fyrst um smit á minkabúum,“ segir Sigríður. Byrjað var að aflífa og farga minkum í Danmörku í síðasta mánuði eftir að smit komu upp á búum á Jótlandi.AP Þau hafi sent tilmæli um hertar sóttvarnir og brýnt fyrir loðdýrabændum að viðhafa þær eins og hægt sé. Þá var óskað eftir tilkynningum ef minnsti grunur um veikindi vaknaði. Sömuleiðis ef grunur væri á að dýr væri útsett fyrir smiti frá einstaklingi sem síðar hefði greinst. Engar tilkynningar hafi borist en upplýsingaflæðið við bændur sé gott. Hins vegar sé svo að þau tíðindi að vart hafi orðið við stökkbreytingu á veirunni sem tengist smitum í minkabúum á Norður-Jótlandi breyti áhættumati Matvælastofnunar. Sú stökkbreyting, sem er þess eðlis að bóluefni sem eru í þróun virki ekki gegn henni. „Það breytir okkkar áhættumati. Þó við höfum engan grun um að það séu smit hjá íslenskum minkum þá verðum við aðeins að breyta okkar mati og höfum ákveðið að fara út í skimun á minkabúum. Til að kanna hvort það sé smit.“ Framundan er pelsun að sögn Sigríðar, þegar dýr eru aflífuð til að taka af þeim skinnið. Það veiti gott tækifæri til að ná miklum fjölda af sýnum og það ferli er að fara í gang þessa dagana. Haft verði samráð við sérfræðinga á rannsóknarstofunni á Keldum um hvernig staðið verði að því. Á vef MAST kemur fram að litlar líkur séu á smiti yfir í villta minkastofninn þar sem umgengni við menn er í lágmarki. Á Íslandi eru starfrækt 9 minkabú á Norðlandi vestra og Suðurlandi með alls 15.000 eldislæðum. Sigríður ræddi málin í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Dýr Dýraheilbrigði Loðdýrarækt Tengdar fréttir Segir viðbrögð danskra stjórnvalda vegna minkanna yfirdrifin Formaður Sambands íslenskra loðdýrabænda segir engin kórónuveirusmit hafa komið upp á íslenskum minkabúum, hvorki í dýrunum né fólki sem búunum tengjast. 5. nóvember 2020 14:00 Allir minkar í Danmörku aflífaðir vegna stökkbreytts afbrigðis kórónuveiru Allir minkar í Danmörku, hátt í sautján milljónir talsins, skulu aflífaðir eins fljótt og hægt er vegna stökkbreytingar kórónuveiru, sem greinst hefur í minkum og borist í mannfólk. 4. nóvember 2020 18:32 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Fleiri fréttir Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Sjá meira
Segir viðbrögð danskra stjórnvalda vegna minkanna yfirdrifin Formaður Sambands íslenskra loðdýrabænda segir engin kórónuveirusmit hafa komið upp á íslenskum minkabúum, hvorki í dýrunum né fólki sem búunum tengjast. 5. nóvember 2020 14:00
Allir minkar í Danmörku aflífaðir vegna stökkbreytts afbrigðis kórónuveiru Allir minkar í Danmörku, hátt í sautján milljónir talsins, skulu aflífaðir eins fljótt og hægt er vegna stökkbreytingar kórónuveiru, sem greinst hefur í minkum og borist í mannfólk. 4. nóvember 2020 18:32