Skarðið lokaðist og bændur endurheimta Kollavíkurvatn Kristján Már Unnarsson skrifar 6. nóvember 2020 22:14 Svona var skarðið í júlímánuði í sumar. Það opnaðist skömmu fyrir síðustu jól með þeim afleiðingum að stöðuvatnið breyttist í sjávarlón. Skarðið virðist núna hafa lokast á ný. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Kollavíkurvatn við Þistilfjörð, sem í stórviðri í fyrravetur breyttist í brimsalt sjávarlón, þegar skarð rofnaði í sjávarkamb, virðist núna hafa breyst aftur í stöðuvatn. Frá þessu var greint í fréttum Stöðvar 2. Bændur á bænum Borgum í Kollavík tóku eftir því fyrr í vikunni að skarðið hafði lokast á ný. Telja þeir að það hafi gerst í hvassri norðanátt um eða eftir síðustu helgi. Hjónin Eiríkur Kristjánsson og Vigdís Sigurðardóttir eru bændur í Borgum í Kollavík. Kollavíkurvatn sést fyrir aftan.Stöð 2/Arnar Halldórsson. „Skarðið í Mölina er búið að lokast. Það hefur gerst um eða eftir helgina,“ segir Vigdís Sigurðardóttir, bóndi í Borgum. Hún sagði feðgana á bænum, eiginmann sinn og son, hafa farið í fyrradag að ströndinni til að ganga úr skugga um að sjávarkamburinn hefði lokast. Þeim hafi sýnst að þar sem skarðið var áður hafi malarkamburinn verið orðinn rúmir tveir metrar á hæð. Hér sést hvernig sjávarkamburinn, sem kallast Möl, girti áður Kollavíkurvatn frá Þistilfirði, en myndin var tekin fyrir fjórum árum. Núna virðist Mölin hafa færst til fyrra horfs.Mynd/Christopher Taylor. „Það var norðan og norðvestan hvassviðri bæði á sunnudag og mánudag. Okkur sýndist þetta á þriðjudagsmorgun að þetta væri lokað,“ segir Vigdís. „Já, það getur allt gerst ef að gerir mikið brim eins og í fyrra,“ segir hún. Skarðið myndaðist í illviðrinu sem gekk yfir landið dagana 10. og 11. desember. Bændurnir á bæjunum við vatnið, Kollavík og Borgum, óttuðust að silungsveiðin myndi spillast við það að stöðuvatnið breyttist í sjávarlón. Það virðist þó ekki hafa gerst í sumar. Fjórum mánuðum seinna, í apríl í vor, komst Kollavík aftur í fréttirnar þegar dauðan búrhval rak inn í Kollavíkurvatn. Hann strandaði síðan á innanverðum malarkambinum. „Hvalurinn er að verða lélegur, eiginlega dottinn í sundur, en er samt þarna þar sem hann var,“ segir Vigdís. Hér má sjá frétt Stöðvar 2. Svalbarðshreppur Veður Landbúnaður Tengdar fréttir Veiðivatnið varð að sjávarlóni, svo fengu þau búrhval í lónið Bændur í afskekktri vík við Þistilfjörð, sem urðu fyrir því í vetur að illviðri breytti stöðuvatninu þeirra í brimsalt sjávarlón, og fengu svo stærðar búrhval í lónið, sitja enn uppi með úldnandi hvalinn. Silungur veiðist þó enn í vatninu. 13. ágúst 2020 20:12 Illviðrið breytti stöðuvatni við Þistilfjörð í brimsalt sjávarlón Stöðuvatn við vestanverðan Þistilfjörð virðist hafa breyst í sjávarlón eftir að stórt skarð rofnaði í sjávarkamb í illviðrinu í desember. Íbúar við vatnið líkja þessu við náttúruhamfarir. 14. janúar 2020 21:30 Búrhvalur í stöðuvatni við vestanverðan Þistilfjörð Hræ af stórhveli hefur sést mara í hálfu kafi við Þistilfjörð síðustu sólarhringa. Hið óvenjulega er að hvalurinn er í Kollavíkurvatni, stöðuvatni sem gengur inn af vestanverðum Þistilfirði, en mjór malarkambur skilur vatnið frá sjónum. 8. apríl 2020 12:31 Sauðfjárbúskap lýkur á þessum bæ í Þistilfirði Þungt hljóð er í sauðfjárbændum vegna lítilla hækkana á afurðaverði og óttast talsmaður þeirra að margir muni fækka fé í haust. Þó sóttu aðeins fimm bændur um sérstakan aðlögunarstyrk til að hætta sauðfjárbúskap, þeirra á meðal hjónin á bænum Borgum við Þistilfjörð. 10. september 2020 21:13 Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Erlent Bílslys í Laugardal Innlent Fleiri fréttir „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Sjá meira
Kollavíkurvatn við Þistilfjörð, sem í stórviðri í fyrravetur breyttist í brimsalt sjávarlón, þegar skarð rofnaði í sjávarkamb, virðist núna hafa breyst aftur í stöðuvatn. Frá þessu var greint í fréttum Stöðvar 2. Bændur á bænum Borgum í Kollavík tóku eftir því fyrr í vikunni að skarðið hafði lokast á ný. Telja þeir að það hafi gerst í hvassri norðanátt um eða eftir síðustu helgi. Hjónin Eiríkur Kristjánsson og Vigdís Sigurðardóttir eru bændur í Borgum í Kollavík. Kollavíkurvatn sést fyrir aftan.Stöð 2/Arnar Halldórsson. „Skarðið í Mölina er búið að lokast. Það hefur gerst um eða eftir helgina,“ segir Vigdís Sigurðardóttir, bóndi í Borgum. Hún sagði feðgana á bænum, eiginmann sinn og son, hafa farið í fyrradag að ströndinni til að ganga úr skugga um að sjávarkamburinn hefði lokast. Þeim hafi sýnst að þar sem skarðið var áður hafi malarkamburinn verið orðinn rúmir tveir metrar á hæð. Hér sést hvernig sjávarkamburinn, sem kallast Möl, girti áður Kollavíkurvatn frá Þistilfirði, en myndin var tekin fyrir fjórum árum. Núna virðist Mölin hafa færst til fyrra horfs.Mynd/Christopher Taylor. „Það var norðan og norðvestan hvassviðri bæði á sunnudag og mánudag. Okkur sýndist þetta á þriðjudagsmorgun að þetta væri lokað,“ segir Vigdís. „Já, það getur allt gerst ef að gerir mikið brim eins og í fyrra,“ segir hún. Skarðið myndaðist í illviðrinu sem gekk yfir landið dagana 10. og 11. desember. Bændurnir á bæjunum við vatnið, Kollavík og Borgum, óttuðust að silungsveiðin myndi spillast við það að stöðuvatnið breyttist í sjávarlón. Það virðist þó ekki hafa gerst í sumar. Fjórum mánuðum seinna, í apríl í vor, komst Kollavík aftur í fréttirnar þegar dauðan búrhval rak inn í Kollavíkurvatn. Hann strandaði síðan á innanverðum malarkambinum. „Hvalurinn er að verða lélegur, eiginlega dottinn í sundur, en er samt þarna þar sem hann var,“ segir Vigdís. Hér má sjá frétt Stöðvar 2.
Svalbarðshreppur Veður Landbúnaður Tengdar fréttir Veiðivatnið varð að sjávarlóni, svo fengu þau búrhval í lónið Bændur í afskekktri vík við Þistilfjörð, sem urðu fyrir því í vetur að illviðri breytti stöðuvatninu þeirra í brimsalt sjávarlón, og fengu svo stærðar búrhval í lónið, sitja enn uppi með úldnandi hvalinn. Silungur veiðist þó enn í vatninu. 13. ágúst 2020 20:12 Illviðrið breytti stöðuvatni við Þistilfjörð í brimsalt sjávarlón Stöðuvatn við vestanverðan Þistilfjörð virðist hafa breyst í sjávarlón eftir að stórt skarð rofnaði í sjávarkamb í illviðrinu í desember. Íbúar við vatnið líkja þessu við náttúruhamfarir. 14. janúar 2020 21:30 Búrhvalur í stöðuvatni við vestanverðan Þistilfjörð Hræ af stórhveli hefur sést mara í hálfu kafi við Þistilfjörð síðustu sólarhringa. Hið óvenjulega er að hvalurinn er í Kollavíkurvatni, stöðuvatni sem gengur inn af vestanverðum Þistilfirði, en mjór malarkambur skilur vatnið frá sjónum. 8. apríl 2020 12:31 Sauðfjárbúskap lýkur á þessum bæ í Þistilfirði Þungt hljóð er í sauðfjárbændum vegna lítilla hækkana á afurðaverði og óttast talsmaður þeirra að margir muni fækka fé í haust. Þó sóttu aðeins fimm bændur um sérstakan aðlögunarstyrk til að hætta sauðfjárbúskap, þeirra á meðal hjónin á bænum Borgum við Þistilfjörð. 10. september 2020 21:13 Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Erlent Bílslys í Laugardal Innlent Fleiri fréttir „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Sjá meira
Veiðivatnið varð að sjávarlóni, svo fengu þau búrhval í lónið Bændur í afskekktri vík við Þistilfjörð, sem urðu fyrir því í vetur að illviðri breytti stöðuvatninu þeirra í brimsalt sjávarlón, og fengu svo stærðar búrhval í lónið, sitja enn uppi með úldnandi hvalinn. Silungur veiðist þó enn í vatninu. 13. ágúst 2020 20:12
Illviðrið breytti stöðuvatni við Þistilfjörð í brimsalt sjávarlón Stöðuvatn við vestanverðan Þistilfjörð virðist hafa breyst í sjávarlón eftir að stórt skarð rofnaði í sjávarkamb í illviðrinu í desember. Íbúar við vatnið líkja þessu við náttúruhamfarir. 14. janúar 2020 21:30
Búrhvalur í stöðuvatni við vestanverðan Þistilfjörð Hræ af stórhveli hefur sést mara í hálfu kafi við Þistilfjörð síðustu sólarhringa. Hið óvenjulega er að hvalurinn er í Kollavíkurvatni, stöðuvatni sem gengur inn af vestanverðum Þistilfirði, en mjór malarkambur skilur vatnið frá sjónum. 8. apríl 2020 12:31
Sauðfjárbúskap lýkur á þessum bæ í Þistilfirði Þungt hljóð er í sauðfjárbændum vegna lítilla hækkana á afurðaverði og óttast talsmaður þeirra að margir muni fækka fé í haust. Þó sóttu aðeins fimm bændur um sérstakan aðlögunarstyrk til að hætta sauðfjárbúskap, þeirra á meðal hjónin á bænum Borgum við Þistilfjörð. 10. september 2020 21:13