Metfjöldi Covid-smita í Bandaríkjunum þriðja daginn í röð Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. nóvember 2020 11:39 Metfjöldi kórónuveirusmita hafa greinst í Bandaríkjunum þriðja daginn í röð. Vísir/Getty Metfjöldi kórónuveirusmita greindust í Bandaríkjunum í gær, þriðja daginn í röð, samkvæmt nýjum tölum frá Johns Hopkins háskólanum. Meira en 127 þúsund greindust smitaðir í gær og 1.149 létust. Greint var frá því í morgun að Mark Meadows, starfsmannastjóri Hvíta hússins, hafi greinst smitaður af veirunni, sem veldur Covid-19 sjúkdómnum. Að minnsta kosti fjórir aðrir starfsmenn Hvíta hússins eru þá sagðir hafa sýkst af veirunni. Meadows er sagður hafa upplýst sinn innsta ráðgjafahring um greininguna samdægurs. Bandaríkin eru hvað verst stödd allra ríkja í heiminum hvað varðar faraldurinn en meira en 9,7 milljónir hafa greinst smitaðir af veirunni og 236 þúsund látist. Kórónuveirufaraldurinn hefur verið mikið deilumál í yfirstandandi forsetakosningum og varð til þess að metfjöldi fólks nýtti sér utankjörfundaratkvæðagreiðslu í kosningunum. Bæði gat fólk kosið utan kjörfundar með því að mæta á kjörstaði fyrir kosningadag eða með því að póstleggja atkvæði sín. Mikið hefur verið gert úr því að Meadows hafi sjaldan sést bera grímu fyrir vitum, líkt og heilbrigðissérfræðingar vestanhafs hafa mælt með. Síðastliðinn þriðjudag var Meadows staddur í höfuðstöðvum framboðs Donalds Trump Bandaríkjaforseta án grímu og hið sama var uppi á teningnum á miðvikudag, daginn sem hann greindist. Meadows talaði um það seint í októbermánuði að Bandaríkin myndu ekki reyna að hafa hemil á faraldrinum. Það eina sem myndi bæta stöðuna væri bóluefni og önnur meðferðarúrræði. Donald Trump Bandaríkjaforseti, konan hans Melania og sonur þeirra Barron smituðust öll af veirunni en náðu sér þó aftur fyrr í haust. Auk þeirra hafa Robert O‘Brien, þjóðaröryggisráðgjafi Trumps, Stephen Miller, háttsettur ráðgjafi og Hope Hicks ráðgjafi Hvíta hússins smitast af veirunni. Í kjölfar þess að forsetinn greindist smitaður af veirunni var rýnt í athöfn sem fór fram í Hvíta húsinu þegar forsetinn tilkynnti að Amy Coney Barrett yrði tilnefnd til Hæstaréttar Bandaríkjanna. Þar smituðust tugir fréttamanna, aðrir getir og hátt settir embættismenn. Í myndefni sem náðist af viðburðinum sáust gestir standa þétt saman án gríma, sumir heilsuðust með handabandi og jafnvel knúsuðust. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Minntist á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum á blaðamannafundi fyrir stórleikinn gegn Liverpool Það er stórleikur um helgina í enska boltanum er meistarar síðustu þriggja ára, Manchester City og Liverpool, mætast. 7. nóvember 2020 09:00 Starfsmannastjóri Hvíta hússins með kórónuveiruna Starfsmannastjóri Hvíta hússins, Mark Meadows, hefur greinst með kórónuveiruna sem veldur Covid-19. 7. nóvember 2020 07:52 Biden sigurviss í ræðu í nótt: „Lýðræðið virkar“ Joe Biden, forsetaefni Demókrataflokksins, sagðist sigurviss í ræðu sem hann hélt í Delaware í nótt þrátt fyrir að talningu atkvæða í nokkrum lykilríkjum sé enn ekki lokið. Lofaði Biden skjótum aðgerðum gegn kórónuveirufaraldrinum og hét kjósendum því að öll atkvæði verði talin. 7. nóvember 2020 04:18 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Fleiri fréttir Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Sjá meira
Metfjöldi kórónuveirusmita greindust í Bandaríkjunum í gær, þriðja daginn í röð, samkvæmt nýjum tölum frá Johns Hopkins háskólanum. Meira en 127 þúsund greindust smitaðir í gær og 1.149 létust. Greint var frá því í morgun að Mark Meadows, starfsmannastjóri Hvíta hússins, hafi greinst smitaður af veirunni, sem veldur Covid-19 sjúkdómnum. Að minnsta kosti fjórir aðrir starfsmenn Hvíta hússins eru þá sagðir hafa sýkst af veirunni. Meadows er sagður hafa upplýst sinn innsta ráðgjafahring um greininguna samdægurs. Bandaríkin eru hvað verst stödd allra ríkja í heiminum hvað varðar faraldurinn en meira en 9,7 milljónir hafa greinst smitaðir af veirunni og 236 þúsund látist. Kórónuveirufaraldurinn hefur verið mikið deilumál í yfirstandandi forsetakosningum og varð til þess að metfjöldi fólks nýtti sér utankjörfundaratkvæðagreiðslu í kosningunum. Bæði gat fólk kosið utan kjörfundar með því að mæta á kjörstaði fyrir kosningadag eða með því að póstleggja atkvæði sín. Mikið hefur verið gert úr því að Meadows hafi sjaldan sést bera grímu fyrir vitum, líkt og heilbrigðissérfræðingar vestanhafs hafa mælt með. Síðastliðinn þriðjudag var Meadows staddur í höfuðstöðvum framboðs Donalds Trump Bandaríkjaforseta án grímu og hið sama var uppi á teningnum á miðvikudag, daginn sem hann greindist. Meadows talaði um það seint í októbermánuði að Bandaríkin myndu ekki reyna að hafa hemil á faraldrinum. Það eina sem myndi bæta stöðuna væri bóluefni og önnur meðferðarúrræði. Donald Trump Bandaríkjaforseti, konan hans Melania og sonur þeirra Barron smituðust öll af veirunni en náðu sér þó aftur fyrr í haust. Auk þeirra hafa Robert O‘Brien, þjóðaröryggisráðgjafi Trumps, Stephen Miller, háttsettur ráðgjafi og Hope Hicks ráðgjafi Hvíta hússins smitast af veirunni. Í kjölfar þess að forsetinn greindist smitaður af veirunni var rýnt í athöfn sem fór fram í Hvíta húsinu þegar forsetinn tilkynnti að Amy Coney Barrett yrði tilnefnd til Hæstaréttar Bandaríkjanna. Þar smituðust tugir fréttamanna, aðrir getir og hátt settir embættismenn. Í myndefni sem náðist af viðburðinum sáust gestir standa þétt saman án gríma, sumir heilsuðust með handabandi og jafnvel knúsuðust.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Minntist á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum á blaðamannafundi fyrir stórleikinn gegn Liverpool Það er stórleikur um helgina í enska boltanum er meistarar síðustu þriggja ára, Manchester City og Liverpool, mætast. 7. nóvember 2020 09:00 Starfsmannastjóri Hvíta hússins með kórónuveiruna Starfsmannastjóri Hvíta hússins, Mark Meadows, hefur greinst með kórónuveiruna sem veldur Covid-19. 7. nóvember 2020 07:52 Biden sigurviss í ræðu í nótt: „Lýðræðið virkar“ Joe Biden, forsetaefni Demókrataflokksins, sagðist sigurviss í ræðu sem hann hélt í Delaware í nótt þrátt fyrir að talningu atkvæða í nokkrum lykilríkjum sé enn ekki lokið. Lofaði Biden skjótum aðgerðum gegn kórónuveirufaraldrinum og hét kjósendum því að öll atkvæði verði talin. 7. nóvember 2020 04:18 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Fleiri fréttir Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Sjá meira
Minntist á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum á blaðamannafundi fyrir stórleikinn gegn Liverpool Það er stórleikur um helgina í enska boltanum er meistarar síðustu þriggja ára, Manchester City og Liverpool, mætast. 7. nóvember 2020 09:00
Starfsmannastjóri Hvíta hússins með kórónuveiruna Starfsmannastjóri Hvíta hússins, Mark Meadows, hefur greinst með kórónuveiruna sem veldur Covid-19. 7. nóvember 2020 07:52
Biden sigurviss í ræðu í nótt: „Lýðræðið virkar“ Joe Biden, forsetaefni Demókrataflokksins, sagðist sigurviss í ræðu sem hann hélt í Delaware í nótt þrátt fyrir að talningu atkvæða í nokkrum lykilríkjum sé enn ekki lokið. Lofaði Biden skjótum aðgerðum gegn kórónuveirufaraldrinum og hét kjósendum því að öll atkvæði verði talin. 7. nóvember 2020 04:18