Versta tap Tom Brady á ferlinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. nóvember 2020 11:30 Tom Brady gengur svekktur af velli í gær. Það gekk ekkert upp hjá honum í þessum leik á móti Saints. AP/Mark LoMoglio Tom Brady og félagar hans í Tampa Bay Buccaneers fengu mjög slæma útreið á heimavelli í NFL-deildinni í nótt þegar liðið steinlá á móti New Orleans Saints. New Orleans Saints vann nefnilega 38-3 sigur á Tampa Bay Buccaneers í NFL-deildinni í nótt í leik sem átti að vera uppgjör á milli goðsagnanna Tom Brady hjá Buccaneers og Drew Brees hjá Saints. Leikurinn var á besta sjónvarpstíma í Bandaríkjunum en hann var ekki góð auglýsing fyrir Tom Brady og öll vopnin hans í Tampa Bay Buccaneers liðinu. Tipped twice and it's a BIG MAN INT. #Saints : #NOvsTB on NBC : NFL app // Yahoo Sports app: https://t.co/6yfKIAre48 pic.twitter.com/4szsJV0ixz— NFL (@NFL) November 9, 2020 Það fylgir líka sögunni að Buccaneers liðið var mun sigurstranglegra fyrir leikinn og liðið var nú komið með stjörnuútherjann Antonio Brown. Það dugði hins vegar skammt og niðurstaðan var hrein hörmungarframmistaða. Einu stigin hjá Buccaneers liðinu komu ekki fyrr en undir lok leiksins þegar staðan var orðin 38-0. Tom Brady hafði þá kastað boltanum þrisvar sinnum í hendur andstæðinganna. „Þetta var sjokkerandi. Að horfa á það hvernig við æfðum alla vikuna og allt sjálfstraustið sem við komum með inn í þennan leik. Við þurfum að fara til baka og horfa á okkur sjálfa í spegli og þá er ég að tala um þjálfarana, leikmennina og alla. Þetta rasskelltu okkur á öllum sviðum leiksins,“ sagði Bruce Arians, þjálfari Tampa Bay Buccaneers. .@DrewBrees' fourth TD adds to his all-time passing TD record (564). #Saints : #NOvsTB on NBC : NFL app // Yahoo Sports app: https://t.co/6yfKIAre48 pic.twitter.com/tqItDSdFyo— NFL (@NFL) November 9, 2020 Þetta er versta tap Tom Brady á ferlinum en hann hafði mest áður tapað 31-0 á móti Buffalo Bills árið 2003. Það sem vekur sérstaklega athygli er að þetta er í þriðja sinn á tímabilinu sem Tom Brady og félagar spila illa í kvöldleik eða þegar mesta athyglin er á liðinu. Í öll skiptin hefur liðið spilað mjög illa. Drew Brees átti aftur á móti flottan leik með New Orleans Saints og sendi fjórar snertimarkssendingar án þess að kasta einu sinni frá sér. Hann var líka búinn að endurheimta útherjann snjalla Michael Thomas sem hefur verið meiddur allt tímabilið. FINAL: The @Saints make a statement on Sunday Night Football. #Saints #NOvsTB (by @Lexus) pic.twitter.com/hCbsAVSXrH— NFL (@NFL) November 9, 2020 NFL Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Leðurblökur að trufla handboltafélag Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Dagskráin í dag: Evrópuævintýri Breiðabliks og Víkings ásamt Bestu kvenna Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Sjá meira
Tom Brady og félagar hans í Tampa Bay Buccaneers fengu mjög slæma útreið á heimavelli í NFL-deildinni í nótt þegar liðið steinlá á móti New Orleans Saints. New Orleans Saints vann nefnilega 38-3 sigur á Tampa Bay Buccaneers í NFL-deildinni í nótt í leik sem átti að vera uppgjör á milli goðsagnanna Tom Brady hjá Buccaneers og Drew Brees hjá Saints. Leikurinn var á besta sjónvarpstíma í Bandaríkjunum en hann var ekki góð auglýsing fyrir Tom Brady og öll vopnin hans í Tampa Bay Buccaneers liðinu. Tipped twice and it's a BIG MAN INT. #Saints : #NOvsTB on NBC : NFL app // Yahoo Sports app: https://t.co/6yfKIAre48 pic.twitter.com/4szsJV0ixz— NFL (@NFL) November 9, 2020 Það fylgir líka sögunni að Buccaneers liðið var mun sigurstranglegra fyrir leikinn og liðið var nú komið með stjörnuútherjann Antonio Brown. Það dugði hins vegar skammt og niðurstaðan var hrein hörmungarframmistaða. Einu stigin hjá Buccaneers liðinu komu ekki fyrr en undir lok leiksins þegar staðan var orðin 38-0. Tom Brady hafði þá kastað boltanum þrisvar sinnum í hendur andstæðinganna. „Þetta var sjokkerandi. Að horfa á það hvernig við æfðum alla vikuna og allt sjálfstraustið sem við komum með inn í þennan leik. Við þurfum að fara til baka og horfa á okkur sjálfa í spegli og þá er ég að tala um þjálfarana, leikmennina og alla. Þetta rasskelltu okkur á öllum sviðum leiksins,“ sagði Bruce Arians, þjálfari Tampa Bay Buccaneers. .@DrewBrees' fourth TD adds to his all-time passing TD record (564). #Saints : #NOvsTB on NBC : NFL app // Yahoo Sports app: https://t.co/6yfKIAre48 pic.twitter.com/tqItDSdFyo— NFL (@NFL) November 9, 2020 Þetta er versta tap Tom Brady á ferlinum en hann hafði mest áður tapað 31-0 á móti Buffalo Bills árið 2003. Það sem vekur sérstaklega athygli er að þetta er í þriðja sinn á tímabilinu sem Tom Brady og félagar spila illa í kvöldleik eða þegar mesta athyglin er á liðinu. Í öll skiptin hefur liðið spilað mjög illa. Drew Brees átti aftur á móti flottan leik með New Orleans Saints og sendi fjórar snertimarkssendingar án þess að kasta einu sinni frá sér. Hann var líka búinn að endurheimta útherjann snjalla Michael Thomas sem hefur verið meiddur allt tímabilið. FINAL: The @Saints make a statement on Sunday Night Football. #Saints #NOvsTB (by @Lexus) pic.twitter.com/hCbsAVSXrH— NFL (@NFL) November 9, 2020
NFL Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Leðurblökur að trufla handboltafélag Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Dagskráin í dag: Evrópuævintýri Breiðabliks og Víkings ásamt Bestu kvenna Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Sjá meira