Stjórnvöld skoða að afnema gjaldtöku fyrir skimun á landamærum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 9. nóvember 2020 18:30 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Vísir/vilhelm Til skoðunar er að afnema gjaldtöku fyrir skimun á landamærunum að sögn forsætisráðherra. Hún segir ríkisstjórnina telja mikilvægt að fólk geti valið á milli sóttkvíar eða skimunar. Núverandi fyrirkomulag á landamærunum gildir til 1. desember. Forsætisráðherra segir ekkert ákveðið um framhaldið en að næstu aðgerðir ráðist af stöðu faraldursins. „Meðan við til að mynda virðumst vera í þeirri stöðu núna að nýgengi er á niðurleið er það ekki svo í löndunum í kringum okkar. Þannig ég held að við þurfum að vera raunsæ gagnvart þessari stöðu,“ segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Ríkisstjórnin mun ræða landamærin á fundi í vikunni og Katrín segir koma til greina að afnema gjaldtöku fyrir skimun. „Það virðist vera að gjaldtaka sé hindrun fyrir einhverja að velja tvöfalda skimun og það er eitt af því sem er í skoðun. Vegna þess að við teljum að það sé mjög góð leið; að vera með skimun, fimm daga sóttkví og síðan aftur skimun.“ Sóttvarnarlæknir sagði í viðtali á Bylgjunni í morgun að hann muni líklega leggja til við heilbrigðisráðherra að gera tvöfalda sýnatöku að skyldu. Reynslan sýni að sumir ferðamenn velji sóttkví en virði hana ekki. Katrín segir tillöguna ekki falla að stefnu ríkisstjórnarinnar, eins og hún hefur verið. „Það hefur verið niðurstaða ríkisstjórnarinnar að það sé mikilvægt að bjóða fólki upp á einhverja valkosti í þessum efnum.“ Hins vegar sé alltaf verið að endurskoða ákvarðanir á grundvelli nýrra gagna. Íslensk stjórnvöld hafa samþykkt tilmæli Evrópusambandsins um samræmda litakóða á Schengen-svæðinu. Íbúar í grænum löndum, eða þar sem nýgengni smita er lítil, geta þá ferðast frjálst á milli landa. Tilmælin eru ekki lagalega bindandi og Katrín segir þetta engu breyta enn sem komið er. „En við erum reiðubúin að vinna með okkar samstarfsþjóðum að því að þróa eitthvert kerfi þar sem við beitum þessum litakóðum,“ segir Katrín. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Fleiri fréttir „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Sjá meira
Til skoðunar er að afnema gjaldtöku fyrir skimun á landamærunum að sögn forsætisráðherra. Hún segir ríkisstjórnina telja mikilvægt að fólk geti valið á milli sóttkvíar eða skimunar. Núverandi fyrirkomulag á landamærunum gildir til 1. desember. Forsætisráðherra segir ekkert ákveðið um framhaldið en að næstu aðgerðir ráðist af stöðu faraldursins. „Meðan við til að mynda virðumst vera í þeirri stöðu núna að nýgengi er á niðurleið er það ekki svo í löndunum í kringum okkar. Þannig ég held að við þurfum að vera raunsæ gagnvart þessari stöðu,“ segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Ríkisstjórnin mun ræða landamærin á fundi í vikunni og Katrín segir koma til greina að afnema gjaldtöku fyrir skimun. „Það virðist vera að gjaldtaka sé hindrun fyrir einhverja að velja tvöfalda skimun og það er eitt af því sem er í skoðun. Vegna þess að við teljum að það sé mjög góð leið; að vera með skimun, fimm daga sóttkví og síðan aftur skimun.“ Sóttvarnarlæknir sagði í viðtali á Bylgjunni í morgun að hann muni líklega leggja til við heilbrigðisráðherra að gera tvöfalda sýnatöku að skyldu. Reynslan sýni að sumir ferðamenn velji sóttkví en virði hana ekki. Katrín segir tillöguna ekki falla að stefnu ríkisstjórnarinnar, eins og hún hefur verið. „Það hefur verið niðurstaða ríkisstjórnarinnar að það sé mikilvægt að bjóða fólki upp á einhverja valkosti í þessum efnum.“ Hins vegar sé alltaf verið að endurskoða ákvarðanir á grundvelli nýrra gagna. Íslensk stjórnvöld hafa samþykkt tilmæli Evrópusambandsins um samræmda litakóða á Schengen-svæðinu. Íbúar í grænum löndum, eða þar sem nýgengni smita er lítil, geta þá ferðast frjálst á milli landa. Tilmælin eru ekki lagalega bindandi og Katrín segir þetta engu breyta enn sem komið er. „En við erum reiðubúin að vinna með okkar samstarfsþjóðum að því að þróa eitthvert kerfi þar sem við beitum þessum litakóðum,“ segir Katrín.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Fleiri fréttir „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Sjá meira