Hvaða eldsneyti er á þínum tanki? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar 10. nóvember 2020 11:00 Af gefinni reynslu hef ég lært að það eru tvær mismunandi tegundir af eldsneyti sem ég get haft á mínum tanki. Önnur tegundin er blanda af mikilli streitu, ótta við mistök og stöðugri hræðslu við að gera ekki nóg, hin tegundin er blanda af trú, jafnvægi, bjartsýni og dassi af kæruleysi. Munurinn á þessum tveimur tegundum er að önnur þeirra er endurnýjanleg og uppsrettan óendanleg, hin er meiðandi, takmarkandi og klárar þann sem nýtir sér hana oftast á stuttum tíma. Það er einfalt að setja þetta fram, drullu erfitt að tileinka sér þetta en ég lofa að uppskeran er ríkuleg. Okkur skortir hinsvegar oft á tíðum hugrekkið og kjarkinn til þess að leyfa okkur þessa leið, jafnvel teljum okkur linkindur. Við lifum í stöðugum ótta um afdrif okkar, má segja nei? hvað kemur næst, hvernig lifi ég af næstu mánaðarmót og næstu á eftir því, held ég húsinu, fyrirtækinu, starfsmönnum, starfinu mínu? Mun þessi veira vera endalaus, mun einhverntímann eitthvað verða gott aftur? Þetta eru allt hugsanir byggðar á skorti, hvað við erum að missa, hvernig við eigum að lifa af, alltaf á hlaupum í mikilli reiði vegna óréttlætis, ónógra aðgerða, skorti á skilningi og vöntun á leiðum til að minnka skaðann. Höfum hugfast að allt sem við veitum athygli vex, hvort sem það er jákvætt eða neikvætt. Við breytum ekki þessum aðstæðum, við getum hinsvegar valið okkur viðhorf til þeirra og unnið með þær þannig að þær dragi ekki úr okkur lífsviljan eða síðustu orkudropana til að standa síðan keik þegar faraldrinum er lokið. Munum líka að auðvitað má vera einhver streita og margir boltar á lofti, þetta er krefjandi, en þetta á ekki að vera óbærilegt. Forðist það að „lifa af” of lengi, lífið er að líða og það mun ekki bíða eftir neinum, það þarf að gefa sér frí frá áhyggjum og reiði, gefa sér frí til að vera bara til, gefa sér rými til að skoða hvað maður raunverulega vill gera eftir að þessu öllu líkur. Treysta að framtíðin verði góð og að þar bíði gnægt tækifæra. Höfundur er framkvæmdastjóri Íslenska ferðaklasans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásta Kristín Sigurjónsdóttir Mest lesið Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Af gefinni reynslu hef ég lært að það eru tvær mismunandi tegundir af eldsneyti sem ég get haft á mínum tanki. Önnur tegundin er blanda af mikilli streitu, ótta við mistök og stöðugri hræðslu við að gera ekki nóg, hin tegundin er blanda af trú, jafnvægi, bjartsýni og dassi af kæruleysi. Munurinn á þessum tveimur tegundum er að önnur þeirra er endurnýjanleg og uppsrettan óendanleg, hin er meiðandi, takmarkandi og klárar þann sem nýtir sér hana oftast á stuttum tíma. Það er einfalt að setja þetta fram, drullu erfitt að tileinka sér þetta en ég lofa að uppskeran er ríkuleg. Okkur skortir hinsvegar oft á tíðum hugrekkið og kjarkinn til þess að leyfa okkur þessa leið, jafnvel teljum okkur linkindur. Við lifum í stöðugum ótta um afdrif okkar, má segja nei? hvað kemur næst, hvernig lifi ég af næstu mánaðarmót og næstu á eftir því, held ég húsinu, fyrirtækinu, starfsmönnum, starfinu mínu? Mun þessi veira vera endalaus, mun einhverntímann eitthvað verða gott aftur? Þetta eru allt hugsanir byggðar á skorti, hvað við erum að missa, hvernig við eigum að lifa af, alltaf á hlaupum í mikilli reiði vegna óréttlætis, ónógra aðgerða, skorti á skilningi og vöntun á leiðum til að minnka skaðann. Höfum hugfast að allt sem við veitum athygli vex, hvort sem það er jákvætt eða neikvætt. Við breytum ekki þessum aðstæðum, við getum hinsvegar valið okkur viðhorf til þeirra og unnið með þær þannig að þær dragi ekki úr okkur lífsviljan eða síðustu orkudropana til að standa síðan keik þegar faraldrinum er lokið. Munum líka að auðvitað má vera einhver streita og margir boltar á lofti, þetta er krefjandi, en þetta á ekki að vera óbærilegt. Forðist það að „lifa af” of lengi, lífið er að líða og það mun ekki bíða eftir neinum, það þarf að gefa sér frí frá áhyggjum og reiði, gefa sér frí til að vera bara til, gefa sér rými til að skoða hvað maður raunverulega vill gera eftir að þessu öllu líkur. Treysta að framtíðin verði góð og að þar bíði gnægt tækifæra. Höfundur er framkvæmdastjóri Íslenska ferðaklasans.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar