Guðni Bergsson um fréttir dagsins: Gríðarlega ánægður og þakklátur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. nóvember 2020 15:01 Guðni Bergsson er formaður Knattspyrnusambands Íslands sem er nú mun nærri því að fá nýjan þjóðarleikvang fyrir landsliðin sín. vísir/vilhelm Guðni Bergsson, formaður KSÍ, fagnar fréttum dagsins um að ríkisstjórn Íslands hafi samþykkt að hefja viðræður við Reykjavíkurborg um næstu skref vegna byggingar nýs þjóðarleikvangs í knattspyrnu. Með slíkum viðræðum um framtíðar leikvang fyrir íslenska landsliðið er mikilvægt skref stigið í þeirri vegferð að byggja keppnisaðstöðu sem stenst alþjóðlegar kröfur, en undanfarin ár hefur Laugardalsvöllur þurft undanþágur og sérstakan viðbúnað vegna keppnisleikja í alþjóðlegum mótum. „Ég er gríðarlega ánægður og þakklátur fyrir að ríkisstjórnin með viðkomandi ráðherrum og borgarstjórn ætli nú að fylkja sér um byggingu nýs þjóðarleikvangs og fara í lokaáfanga undirbúnings verkefnisins,“ sagði Guðni Bergsson, formaður KSÍ, í viðtali á heimasíðu sambandsins. ,,Ég er gríðarlega ánægður og þakklátur fyrir að ríkisstjórnin með viðkomandi ráðherrum og borgarstjórn ætli nú að fylkja sér um byggingu nýs þjóðarleikvangs og fara í lokaáfanga undirbúnings verkefnisins. @gudnibergs https://t.co/7xlpzT0WoR— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) November 10, 2020 „Þetta er orðið tímabært enda getum við ekki leikið alla þá heimaleiki sem við þurfum að leika hér á landi að vetri til. Sú staðreynd skerðir möguleika okkar að ná árangri og komast á stórmót. Núverandi aðstaða á vellinum er áratugum á eftir því sem þekkist á öðrum þjóðarleikvöngum í Evrópu,“ sagði Guðni. „Nýr þjóðarleikvangur mun ekki einungis þjóna landsliðum okkar heldur einnig íslenskum félagsliðum og samfélaginu öllu sem nýr og glæsilegur vettvangur fyrir fótboltaleiki, sýningar, viðburði og tónleikahald,“ sagði Guðni. Viðræður við Reykjavíkurborg munu byggja á valkostagreiningu breska ráðgjafafyrirtækisins AFL en AFL telur að fimmtán þúsund manna leikvangur án þaks sé hagkvæmasti kosturinn, ef eingöngu sé horft til beinna fjárhagslegra þátta. Hins vegar myndi slíkur leikvangur með opnanlegu þaki skila bestu heildarniðurstöðunni m.t.t. vinnsluvirðis, efnahagslegra áhrifa, nýtingar og fleiri þátta. Fótbolti Laugardalsvöllur KSÍ Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Fleiri fréttir Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu Sjá meira
Guðni Bergsson, formaður KSÍ, fagnar fréttum dagsins um að ríkisstjórn Íslands hafi samþykkt að hefja viðræður við Reykjavíkurborg um næstu skref vegna byggingar nýs þjóðarleikvangs í knattspyrnu. Með slíkum viðræðum um framtíðar leikvang fyrir íslenska landsliðið er mikilvægt skref stigið í þeirri vegferð að byggja keppnisaðstöðu sem stenst alþjóðlegar kröfur, en undanfarin ár hefur Laugardalsvöllur þurft undanþágur og sérstakan viðbúnað vegna keppnisleikja í alþjóðlegum mótum. „Ég er gríðarlega ánægður og þakklátur fyrir að ríkisstjórnin með viðkomandi ráðherrum og borgarstjórn ætli nú að fylkja sér um byggingu nýs þjóðarleikvangs og fara í lokaáfanga undirbúnings verkefnisins,“ sagði Guðni Bergsson, formaður KSÍ, í viðtali á heimasíðu sambandsins. ,,Ég er gríðarlega ánægður og þakklátur fyrir að ríkisstjórnin með viðkomandi ráðherrum og borgarstjórn ætli nú að fylkja sér um byggingu nýs þjóðarleikvangs og fara í lokaáfanga undirbúnings verkefnisins. @gudnibergs https://t.co/7xlpzT0WoR— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) November 10, 2020 „Þetta er orðið tímabært enda getum við ekki leikið alla þá heimaleiki sem við þurfum að leika hér á landi að vetri til. Sú staðreynd skerðir möguleika okkar að ná árangri og komast á stórmót. Núverandi aðstaða á vellinum er áratugum á eftir því sem þekkist á öðrum þjóðarleikvöngum í Evrópu,“ sagði Guðni. „Nýr þjóðarleikvangur mun ekki einungis þjóna landsliðum okkar heldur einnig íslenskum félagsliðum og samfélaginu öllu sem nýr og glæsilegur vettvangur fyrir fótboltaleiki, sýningar, viðburði og tónleikahald,“ sagði Guðni. Viðræður við Reykjavíkurborg munu byggja á valkostagreiningu breska ráðgjafafyrirtækisins AFL en AFL telur að fimmtán þúsund manna leikvangur án þaks sé hagkvæmasti kosturinn, ef eingöngu sé horft til beinna fjárhagslegra þátta. Hins vegar myndi slíkur leikvangur með opnanlegu þaki skila bestu heildarniðurstöðunni m.t.t. vinnsluvirðis, efnahagslegra áhrifa, nýtingar og fleiri þátta.
Fótbolti Laugardalsvöllur KSÍ Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Fleiri fréttir Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu Sjá meira