Þúsundir flýja undan átökum í Eþíópíu Samúel Karl Ólason skrifar 11. nóvember 2020 11:41 Íbúar Eþíópíu lesa um átökin í Tigrayhéraði í dagblöðum. Takmarkaðar upplýsingar berast þaðan. AP/Samuel Habtab Þúsundir íbúa Eþíópíu hafa flúið til Súdan vegna átaka í Tigrayhéraði á milli hersveita ríkisstjórnarinnar og ráðandi fylkinga í héraðinu. Utanaðkomandi aðilum er ekki hleypt í héraðið og búið er að loka á samskipti þaðan. Þess vegna hafa litlar fregnir borist af átökunum. Mannréttindasamtök segja þar að auki að búið sé að handtaka blaðamenn sem hafa reynt að ferðast til Tigray. Þrátt fyrir það hafa fregnir borist af því hundruð hafi fallið í átökunum, samkvæmt fréttum Reuters fréttaveitunnar. Um fimm milljónir manna búa í Tigray en þar er mikið fjallendi. Stjórnarflokkurinn í Tigray, Frelsisfylkingin, var áður með tögl og hagldir í eþíópískum stjórnmálum, en hefur orðið sífellt jaðarsettari í landinu frá því að Abiy Ahmed tók við embætti forsætisráðherra Eþíópíu árið 2018. Dr. Debretsion Gebremichael er forseti Tigray.EPA/STR Abiy hlaut friðarverðlaun Nóbels á síðasta ári fyrir vinnu sína við að binda endi á áralöng átök Eþíópíu og Erítreu. Í samtali við AFP fréttaveituna segir yfirmaður flóttamannastofnunar Súdan að meðal þeirra sem hafi flúið þangað frá Eþíópíu séu hermenn. Minnst 2.500 flóttamenn hafi verið skráðir á undanförnum tveimur dögum og enn eigi eftir að skrá nokkur hundruð til viðbótar. Sameinuðu þjóðirnar segja þó að um sjö þúsund manns hafi flúið til Súdan og óttast sé að þeim muni fjölga verulega. Abiy ákvað fyrr í vikunni að gera ætti loftárásir í héraðinu og sagði hann að um löggæsluaðgerðir væri að ræða. Hann hefur neitað að hefja viðræður við Frelsisfylkinguna, þvert á ráðleggingar Sameinuðu þjóðanna og nágrannaríkja. Sameinuðu þjóðirnar, Afríkubandalagið og aðrir aðilar hafa kallað eftir vopnahléi en Abyiy er sagður staðráðinn í því að brjóta Frelsisfylkinguna á bak aftur. Í tístum sem hann birti í gær hét Abyiy því að leiðtogum Frelsisfylkingarinnar yrði refsað. Eþíópía Súdan Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Fleiri fréttir Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Sjá meira
Þúsundir íbúa Eþíópíu hafa flúið til Súdan vegna átaka í Tigrayhéraði á milli hersveita ríkisstjórnarinnar og ráðandi fylkinga í héraðinu. Utanaðkomandi aðilum er ekki hleypt í héraðið og búið er að loka á samskipti þaðan. Þess vegna hafa litlar fregnir borist af átökunum. Mannréttindasamtök segja þar að auki að búið sé að handtaka blaðamenn sem hafa reynt að ferðast til Tigray. Þrátt fyrir það hafa fregnir borist af því hundruð hafi fallið í átökunum, samkvæmt fréttum Reuters fréttaveitunnar. Um fimm milljónir manna búa í Tigray en þar er mikið fjallendi. Stjórnarflokkurinn í Tigray, Frelsisfylkingin, var áður með tögl og hagldir í eþíópískum stjórnmálum, en hefur orðið sífellt jaðarsettari í landinu frá því að Abiy Ahmed tók við embætti forsætisráðherra Eþíópíu árið 2018. Dr. Debretsion Gebremichael er forseti Tigray.EPA/STR Abiy hlaut friðarverðlaun Nóbels á síðasta ári fyrir vinnu sína við að binda endi á áralöng átök Eþíópíu og Erítreu. Í samtali við AFP fréttaveituna segir yfirmaður flóttamannastofnunar Súdan að meðal þeirra sem hafi flúið þangað frá Eþíópíu séu hermenn. Minnst 2.500 flóttamenn hafi verið skráðir á undanförnum tveimur dögum og enn eigi eftir að skrá nokkur hundruð til viðbótar. Sameinuðu þjóðirnar segja þó að um sjö þúsund manns hafi flúið til Súdan og óttast sé að þeim muni fjölga verulega. Abiy ákvað fyrr í vikunni að gera ætti loftárásir í héraðinu og sagði hann að um löggæsluaðgerðir væri að ræða. Hann hefur neitað að hefja viðræður við Frelsisfylkinguna, þvert á ráðleggingar Sameinuðu þjóðanna og nágrannaríkja. Sameinuðu þjóðirnar, Afríkubandalagið og aðrir aðilar hafa kallað eftir vopnahléi en Abyiy er sagður staðráðinn í því að brjóta Frelsisfylkinguna á bak aftur. Í tístum sem hann birti í gær hét Abyiy því að leiðtogum Frelsisfylkingarinnar yrði refsað.
Eþíópía Súdan Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Fleiri fréttir Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Sjá meira