Algjört heimsóknarbann í rúma fimm mánuði og ein tölva til afnota Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 11. nóvember 2020 12:30 Dæmi eru um að fangar hafi ekki fengið að sjá börnin sín frá upphafi faraldursins vegna strangra ráðstafana í fangelsunum. Formaður Afstöðu segir reglurnar þær ströngustu á Norðurlöndunum. Vísir/Vilhelm Heimsóknarbann hefur verið á Litla-Hrauni og Hólmsheiði í samtals 156 daga eða 5,2 mánuði frá því í mars vegna kórónuveirufaraldursins. Í opnum fangelsum hefur heimsóknarbann verið í samtals 128 daga, eða 4,3 mánuði. Fangar hafa eina tölvu saman til afnota til þess að tala við vini og ættingja í gegnum Skype. „Þetta er ein tölva sem er engan veginn nóg, engan veginn ásættanlegt og heldur ekki mjög Covid-vænt,“ segir Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga. Félagið lýsti yfir vantrausti á hendur Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra og Fangelsismálastofnun á sunnudag og sagði fangelsisyfirvöld hafa brugðist öllum loforðum um fyrirheit í fangelsismálum. Grimmilegar kvaðir hafi verið lagðar á fangelsi landsins og að dæmi séu um að fangar hafi varla fengið að hitta aðstandendur sína mánuðum saman. Áslaug Arna sagði í samtali við fréttastofu í gær að vantraustsyfirlýsingin væri heldur langsótt. „Við erum að grípa til ýmissa aðgerða og höfum gert. Við höfum horft til Norðurlandanna í þeim efnum þannig að þessi vantraustsyfirlýsing er nú langsótt,“ sagði hún. Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, furðar sig á því að fangelsisyfirvöld telji nóg að fangar fái eina tölvu saman til afnota til þess að nota Skype. Guðmundur Ingi vill meina að staðan hér sé mun verri en á Norðurlöndunum. „Það er engin stofnun á Íslandi eða á Norðurlöndunum sem hefur haft það harðar aðgerðir og lokanir,“ segir hann. „Fangavist á Íslandi hefur aldrei verið þungbærari en í dag og allt þetta ár og það þarf að finna úrræði til að létta á henni til þess að menn komi ekki verr út en þeir komu inn, vegna þess að afleiðingarnar af því eru bara í fleiri glæpum og endurkomum í fangelsin, sem þýðir meiri kostnaður. Yfirvöld þurfa að bera ábyrgð á því,“ segir Guðmundur og lýsir aðstæðum sem algjörri einangrunarvist sem hafi mikil áhrif á geðheilsu fólks. Dæmi séu um að fangar hafi ekki fengið að sjá börnin nánast allt þetta ár. Heimsóknarbann hefur verið á Litla-Hrauni og Hólmsheiði í samtals 156 daga frá upphafi faraldursins. Tilslakanir hafa verið gerðar í samtals 79 daga á árinu, en þá mátti fangi fá eina heimsókn á viku, frá einni og sömu manneskjunni. Þar af var tveggja metra reglan í gildi í fjórtán daga, sem þýddi að fangar máttu ekki nálgast heimsóknargest sinn. Í opnu fangelsunum að Sogni og Kvíabryggju hefur verið heimsóknarbann í 128 daga eða 4,3 mánuði. Opið hefur verið fyrir heimsóknir í samtals 51 dag. Fangelsismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Segir vantraustsyfirlýsinguna langsótta Dómsmálaráðherra segir vantraustsyfirlýsingu Afstöðu, félags fanga langsótta. 10. nóvember 2020 13:32 Félag fanga lýsir vantrausti á dómsmálaráðherra Afstaða, félag fanga, hefur lýst vantrausti á fangelsismálayfirvöld og Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra, vegna viðbragða þeirra við kórónuveirufaraldrinum í fangelsum landsins. 8. nóvember 2020 12:58 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Fleiri fréttir Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu Sjá meira
Heimsóknarbann hefur verið á Litla-Hrauni og Hólmsheiði í samtals 156 daga eða 5,2 mánuði frá því í mars vegna kórónuveirufaraldursins. Í opnum fangelsum hefur heimsóknarbann verið í samtals 128 daga, eða 4,3 mánuði. Fangar hafa eina tölvu saman til afnota til þess að tala við vini og ættingja í gegnum Skype. „Þetta er ein tölva sem er engan veginn nóg, engan veginn ásættanlegt og heldur ekki mjög Covid-vænt,“ segir Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga. Félagið lýsti yfir vantrausti á hendur Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra og Fangelsismálastofnun á sunnudag og sagði fangelsisyfirvöld hafa brugðist öllum loforðum um fyrirheit í fangelsismálum. Grimmilegar kvaðir hafi verið lagðar á fangelsi landsins og að dæmi séu um að fangar hafi varla fengið að hitta aðstandendur sína mánuðum saman. Áslaug Arna sagði í samtali við fréttastofu í gær að vantraustsyfirlýsingin væri heldur langsótt. „Við erum að grípa til ýmissa aðgerða og höfum gert. Við höfum horft til Norðurlandanna í þeim efnum þannig að þessi vantraustsyfirlýsing er nú langsótt,“ sagði hún. Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, furðar sig á því að fangelsisyfirvöld telji nóg að fangar fái eina tölvu saman til afnota til þess að nota Skype. Guðmundur Ingi vill meina að staðan hér sé mun verri en á Norðurlöndunum. „Það er engin stofnun á Íslandi eða á Norðurlöndunum sem hefur haft það harðar aðgerðir og lokanir,“ segir hann. „Fangavist á Íslandi hefur aldrei verið þungbærari en í dag og allt þetta ár og það þarf að finna úrræði til að létta á henni til þess að menn komi ekki verr út en þeir komu inn, vegna þess að afleiðingarnar af því eru bara í fleiri glæpum og endurkomum í fangelsin, sem þýðir meiri kostnaður. Yfirvöld þurfa að bera ábyrgð á því,“ segir Guðmundur og lýsir aðstæðum sem algjörri einangrunarvist sem hafi mikil áhrif á geðheilsu fólks. Dæmi séu um að fangar hafi ekki fengið að sjá börnin nánast allt þetta ár. Heimsóknarbann hefur verið á Litla-Hrauni og Hólmsheiði í samtals 156 daga frá upphafi faraldursins. Tilslakanir hafa verið gerðar í samtals 79 daga á árinu, en þá mátti fangi fá eina heimsókn á viku, frá einni og sömu manneskjunni. Þar af var tveggja metra reglan í gildi í fjórtán daga, sem þýddi að fangar máttu ekki nálgast heimsóknargest sinn. Í opnu fangelsunum að Sogni og Kvíabryggju hefur verið heimsóknarbann í 128 daga eða 4,3 mánuði. Opið hefur verið fyrir heimsóknir í samtals 51 dag.
Fangelsismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Segir vantraustsyfirlýsinguna langsótta Dómsmálaráðherra segir vantraustsyfirlýsingu Afstöðu, félags fanga langsótta. 10. nóvember 2020 13:32 Félag fanga lýsir vantrausti á dómsmálaráðherra Afstaða, félag fanga, hefur lýst vantrausti á fangelsismálayfirvöld og Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra, vegna viðbragða þeirra við kórónuveirufaraldrinum í fangelsum landsins. 8. nóvember 2020 12:58 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Fleiri fréttir Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu Sjá meira
Segir vantraustsyfirlýsinguna langsótta Dómsmálaráðherra segir vantraustsyfirlýsingu Afstöðu, félags fanga langsótta. 10. nóvember 2020 13:32
Félag fanga lýsir vantrausti á dómsmálaráðherra Afstaða, félag fanga, hefur lýst vantrausti á fangelsismálayfirvöld og Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra, vegna viðbragða þeirra við kórónuveirufaraldrinum í fangelsum landsins. 8. nóvember 2020 12:58