„Held að fjármálaráðherra hafi farið öfugu megin fram úr“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 12. nóvember 2020 11:09 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. Vísir/Vilhelm Til nokkuð harðra orðaskipta kom á milli Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, og Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, þingmanns Viðreisnar, í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun. Þorgerður Katrín spurði Bjarna hvort hann hefði áhyggjur af stöðu kvenna í Póllandi í ljósi dóms stjórnlagadómstóls landsins um að þungunarrof vegna fósturgalla stangist á við stjórnarskrá. „Ég geri mér vissulega grein fyrir því að þetta mál er viðkvæmt innan Sjálfstæðisflokksins,“ sagði Þorgerður og benti á að nokkrir þingmenn flokksins hefðu greitt atkvæði gegn þungunarrofsfrumvarpi heilbrigðisráðherra á síðasta ári. Þá sagði hún pólska stjórnarflokkinn Lög og réttlæti systurflokk Sjálfstæðisflokksins. „Er ráðherra á þeirri skoðun að konur eigi algerlega tilneyddar að ljúka meðgöngu þrátt fyrir að ljóst sé að barn muni ekki lifa?“ spurði Þorgerður. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.Vísir/Vilhelm „Þvílíkur þvættingur“ Bjarni sagði með ólíkindum að halda því fram að þingmenn Sjálfstæðisflokksins hefðu greitt atkvæði gegn þungunarrofsfrumvarpinu vegna þess að þeir vildu taka upp gildandi reglur í Póllandi. „Það er verið að gefa það í skyn hér. Þvílíkur þvættingur, þvílíkur málflutningur. Það er algerlega með ólíkindum að hlusta á þetta, einhver ömurlegasta tilraun sem ég hef bara hlustað á lengi til að tengja Sjálfstæðisflokkinn við eitthvert hneykslismál út í Evrópu. Má ég biðja um að þetta sé aðeins á hærra plani?“ sagði Bjarni. „Ég held að hæstvirtur fjármálaráðherra hafi farið öfugu megin fram úr rúminu. Þetta var einföld spurning,“ sagði Þorgerður og ítrekaði spurningu sína um hvort Bjarni hefði áhyggjur af stöðu kvenna og réttindaskerðingar þeirra í Póllandi. Bjarni svaraði því til að hann hefði áhyggjur af stöðunni. „Ég biðst forláts en það hefur ekkert með málið að gera hvort Sjálfstæðisflokkurinn er í flokka samstarfi á vettvangi Evrópusamvinnu með einhverjum flokkum. Að það þýði að hann fylgi sömu stefnu og þeir í öllum málaflokknum. Þetta er bara ekki boðleg nálgun. Þetta er bara aum og ömurleg tilraun koma höggi á Sjálfstæðisflokkinn út af einhverju máli sem er að gerast úti í Póllandi.“ Alþingi Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Til nokkuð harðra orðaskipta kom á milli Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, og Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, þingmanns Viðreisnar, í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun. Þorgerður Katrín spurði Bjarna hvort hann hefði áhyggjur af stöðu kvenna í Póllandi í ljósi dóms stjórnlagadómstóls landsins um að þungunarrof vegna fósturgalla stangist á við stjórnarskrá. „Ég geri mér vissulega grein fyrir því að þetta mál er viðkvæmt innan Sjálfstæðisflokksins,“ sagði Þorgerður og benti á að nokkrir þingmenn flokksins hefðu greitt atkvæði gegn þungunarrofsfrumvarpi heilbrigðisráðherra á síðasta ári. Þá sagði hún pólska stjórnarflokkinn Lög og réttlæti systurflokk Sjálfstæðisflokksins. „Er ráðherra á þeirri skoðun að konur eigi algerlega tilneyddar að ljúka meðgöngu þrátt fyrir að ljóst sé að barn muni ekki lifa?“ spurði Þorgerður. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.Vísir/Vilhelm „Þvílíkur þvættingur“ Bjarni sagði með ólíkindum að halda því fram að þingmenn Sjálfstæðisflokksins hefðu greitt atkvæði gegn þungunarrofsfrumvarpinu vegna þess að þeir vildu taka upp gildandi reglur í Póllandi. „Það er verið að gefa það í skyn hér. Þvílíkur þvættingur, þvílíkur málflutningur. Það er algerlega með ólíkindum að hlusta á þetta, einhver ömurlegasta tilraun sem ég hef bara hlustað á lengi til að tengja Sjálfstæðisflokkinn við eitthvert hneykslismál út í Evrópu. Má ég biðja um að þetta sé aðeins á hærra plani?“ sagði Bjarni. „Ég held að hæstvirtur fjármálaráðherra hafi farið öfugu megin fram úr rúminu. Þetta var einföld spurning,“ sagði Þorgerður og ítrekaði spurningu sína um hvort Bjarni hefði áhyggjur af stöðu kvenna og réttindaskerðingar þeirra í Póllandi. Bjarni svaraði því til að hann hefði áhyggjur af stöðunni. „Ég biðst forláts en það hefur ekkert með málið að gera hvort Sjálfstæðisflokkurinn er í flokka samstarfi á vettvangi Evrópusamvinnu með einhverjum flokkum. Að það þýði að hann fylgi sömu stefnu og þeir í öllum málaflokknum. Þetta er bara ekki boðleg nálgun. Þetta er bara aum og ömurleg tilraun koma höggi á Sjálfstæðisflokkinn út af einhverju máli sem er að gerast úti í Póllandi.“
Alþingi Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira