Tillögur Þórólfs um tilslakanir líklega vægari en margir vonuðust til Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. nóvember 2020 11:33 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sést hér fara til blaðamannafundar ríkisstjórnarinnar í lok október þar sem hertar aðgerðir voru kynntar. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hefur skilað tillögum sínum um tilslakanir sóttvarnaaðgerða vegna kórónuveirufaraldursins til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra. Hann vill þó ekki fara út í það í hverju tillögur sínar felast þar sem minnisblað hans með tillögunum er enn til skoðunar og umræðu hjá stjórnvöldum. Þetta kom fram í máli Þórólfs á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag. Þar sagði hann að í tillögunum fælust einhverjar tilslakanir frá núverandi aðgerðum sem eru þær hörðustu sem stjórnvöld hafa ráðist í vegna faraldursins. Þær aðgerðir gilda til næsta þriðjudags. Það þyrfti þó að fara afar hægt í sakirnar að aflétta aðgerðum að sögn Þórólfs. „Tillögurnar mínar eru kannski vægari en margir hefðu vonast til en það verður að koma í ljós. Ég vil ekki fara að ræða einstaka tillögur hér,“ sagði Þórólfur. Bólusetning gæti hafist á fyrri hluta næsta árs Aðspurður sagði hann tillögur sínar nú, líkt og áður, gera ráð fyrir því að næstu aðgerðir giltu í tvær til þrjár vikur. Þá ítrekaði hann að hann væri ekki tilbúinn til að ræða einstaka tillögur í minnisblaðinu þegar hann var spurður hvort hann sæi til að mynda ekki fyrir sér að víkja frá tveggja metra reglunni. Varðandi stöðuna á faraldrinum sagði Þórólfur tölurnar undanfarna daga gefa sterkar vísbendingar um að samfélagslegt smit væri á niðurleið. Það væri jákvætt. Fregnir af þróun bóluefnis hjá Pfizer og BioNTech væru einnig jákvæðar og ekki síst væri ánægjulegt að vita að Íslendingar væru með kauprétt á því bóluefni. „Reyndar erum við einnig með kauprétt á öðrum bóluefnum sem eru á lokastigi rannsókna. Ég á von á því að við munum fá nánari fréttir af þeim bóluefnum einnig núna á næstunni. Vonandi verða þær fréttir jafn ánægjulegar og fréttir af bóluefninu frá Pfizer. Ég held að það sé því fyrst núna að mínu mati sem við getum raunverulega fari að eygja til lands hvað varðar bólusetningu gegn Covid-19 þótt margar niðurstöður eigi eftir að koma út úr rannsóknum á öllum þessum bóluefnum sem hugsanlega gætu sett strik í reikninginn,“ sagði Þórólfur. Kvaðst hann telja hugsanlegt að byrjað verði að bólusetja fyrir kórónuveirunni á Íslandi á fyrri hluta næsta árs. Þangað til að hægt væri að hefja bólusetningu væri þó mikilvægt að halda faraldrinum í lágmarki. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Fleiri fréttir Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Sjá meira
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hefur skilað tillögum sínum um tilslakanir sóttvarnaaðgerða vegna kórónuveirufaraldursins til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra. Hann vill þó ekki fara út í það í hverju tillögur sínar felast þar sem minnisblað hans með tillögunum er enn til skoðunar og umræðu hjá stjórnvöldum. Þetta kom fram í máli Þórólfs á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag. Þar sagði hann að í tillögunum fælust einhverjar tilslakanir frá núverandi aðgerðum sem eru þær hörðustu sem stjórnvöld hafa ráðist í vegna faraldursins. Þær aðgerðir gilda til næsta þriðjudags. Það þyrfti þó að fara afar hægt í sakirnar að aflétta aðgerðum að sögn Þórólfs. „Tillögurnar mínar eru kannski vægari en margir hefðu vonast til en það verður að koma í ljós. Ég vil ekki fara að ræða einstaka tillögur hér,“ sagði Þórólfur. Bólusetning gæti hafist á fyrri hluta næsta árs Aðspurður sagði hann tillögur sínar nú, líkt og áður, gera ráð fyrir því að næstu aðgerðir giltu í tvær til þrjár vikur. Þá ítrekaði hann að hann væri ekki tilbúinn til að ræða einstaka tillögur í minnisblaðinu þegar hann var spurður hvort hann sæi til að mynda ekki fyrir sér að víkja frá tveggja metra reglunni. Varðandi stöðuna á faraldrinum sagði Þórólfur tölurnar undanfarna daga gefa sterkar vísbendingar um að samfélagslegt smit væri á niðurleið. Það væri jákvætt. Fregnir af þróun bóluefnis hjá Pfizer og BioNTech væru einnig jákvæðar og ekki síst væri ánægjulegt að vita að Íslendingar væru með kauprétt á því bóluefni. „Reyndar erum við einnig með kauprétt á öðrum bóluefnum sem eru á lokastigi rannsókna. Ég á von á því að við munum fá nánari fréttir af þeim bóluefnum einnig núna á næstunni. Vonandi verða þær fréttir jafn ánægjulegar og fréttir af bóluefninu frá Pfizer. Ég held að það sé því fyrst núna að mínu mati sem við getum raunverulega fari að eygja til lands hvað varðar bólusetningu gegn Covid-19 þótt margar niðurstöður eigi eftir að koma út úr rannsóknum á öllum þessum bóluefnum sem hugsanlega gætu sett strik í reikninginn,“ sagði Þórólfur. Kvaðst hann telja hugsanlegt að byrjað verði að bólusetja fyrir kórónuveirunni á Íslandi á fyrri hluta næsta árs. Þangað til að hægt væri að hefja bólusetningu væri þó mikilvægt að halda faraldrinum í lágmarki. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Fleiri fréttir Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?