Stundum gengið of langt í sóttvarnaraðgerðum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 12. nóvember 2020 12:01 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, vísir/vilhelm Fjármálaráðherra segist stundum hafa talið of langt gengið í sóttvarnaraðgerðum. Mikilvægt sé að taka gagnrýna umræðu um ákvarðanir stjórnvalda. Sara Elísa Þórðardóttir, þingmaður Pírata, spurði Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra, um sóttvarnaraðgerðir í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun. „Mannréttindi, ferðafrelsi, atvinnufrelsi og einstaklingsfrelsi hefur verið skert á fordæma- og fyrirvaralausan hátt hérlendis síðastliðna níu mánuði,“ sagði Sara og spurði hvort fjármálaráðherra væri þeirrar skoðunar að meðalhófs hafi verið gætt. Hún spurði hvort ráðherra líti svo á að meðalhófs hafi verið gætt. „Eða lítur ráðherra svo á að frelsi hafi verið takmarkað umfram það sem aðstæður gáfu tilefni til?“ Bjarni sagði ekki auðvelt að svara hvort meðalhófs hafi verið gætt í einu og öllu. Alltaf hafi þó verið stefnt að því. „Ég get alveg sagt fyrir mitt leyti að stundum hefur manni fundist að svona hinar tölulegu staðreyndir sem við höfum í höndunum hverju sinni gefi kannski ekki tilefni til að ganga alveg jafnlangt eins og við erum að gera á einstaka sviðum,“ sagði Bjarni. „Það liggur til dæmis fyrir að við höfum verið að stöðva atvinnustarfsemi þar sem er svona einstaklingsþjónusta. Snyrtistofur, hárgreiðslustofur og slíkir aðilar hafa þurft að loka starfsemi sinni. Það er mjög fátítt að það sé gert í öðrum löndum.“ „Það er nokkuð alvarlegt að gera það vegna þess að þarna er auðvitað um framfærslu og lífsviðurværi fólks að ræða,“ sagði Bjarni. Sara Elísa spurði Bjarna hvort aukin gagnrýni stjórnarliða væri mögulega til þess fallin að ýta undir rof á samstöðu í samfélaginu. Bjarni sagðist ekki hafa áhyggjur af því. „Við megum aldrei ganga út frá því, jafnvel þótt mikið sé undir, að stjórnvöld eigi að hafa og hljóti að hafa allar heimildir til þess að grípa inn í líf fólks og rekstur fyrirtækja.“ Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Fleiri fréttir Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Sjá meira
Fjármálaráðherra segist stundum hafa talið of langt gengið í sóttvarnaraðgerðum. Mikilvægt sé að taka gagnrýna umræðu um ákvarðanir stjórnvalda. Sara Elísa Þórðardóttir, þingmaður Pírata, spurði Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra, um sóttvarnaraðgerðir í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun. „Mannréttindi, ferðafrelsi, atvinnufrelsi og einstaklingsfrelsi hefur verið skert á fordæma- og fyrirvaralausan hátt hérlendis síðastliðna níu mánuði,“ sagði Sara og spurði hvort fjármálaráðherra væri þeirrar skoðunar að meðalhófs hafi verið gætt. Hún spurði hvort ráðherra líti svo á að meðalhófs hafi verið gætt. „Eða lítur ráðherra svo á að frelsi hafi verið takmarkað umfram það sem aðstæður gáfu tilefni til?“ Bjarni sagði ekki auðvelt að svara hvort meðalhófs hafi verið gætt í einu og öllu. Alltaf hafi þó verið stefnt að því. „Ég get alveg sagt fyrir mitt leyti að stundum hefur manni fundist að svona hinar tölulegu staðreyndir sem við höfum í höndunum hverju sinni gefi kannski ekki tilefni til að ganga alveg jafnlangt eins og við erum að gera á einstaka sviðum,“ sagði Bjarni. „Það liggur til dæmis fyrir að við höfum verið að stöðva atvinnustarfsemi þar sem er svona einstaklingsþjónusta. Snyrtistofur, hárgreiðslustofur og slíkir aðilar hafa þurft að loka starfsemi sinni. Það er mjög fátítt að það sé gert í öðrum löndum.“ „Það er nokkuð alvarlegt að gera það vegna þess að þarna er auðvitað um framfærslu og lífsviðurværi fólks að ræða,“ sagði Bjarni. Sara Elísa spurði Bjarna hvort aukin gagnrýni stjórnarliða væri mögulega til þess fallin að ýta undir rof á samstöðu í samfélaginu. Bjarni sagðist ekki hafa áhyggjur af því. „Við megum aldrei ganga út frá því, jafnvel þótt mikið sé undir, að stjórnvöld eigi að hafa og hljóti að hafa allar heimildir til þess að grípa inn í líf fólks og rekstur fyrirtækja.“
Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Fleiri fréttir Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Sjá meira