Dagur íslenskrar tungu: „Viltu tala íslensku við mig“? Guðlaug Stella Brynjólfsdóttir skrifar 16. nóvember 2020 09:00 Dagur íslenskrar tungu minnir okkur á að íslenskan er sameign okkar allra. Það er áríðandi að við séum meðvituð um það. Ekki bara á þessum degi heldur alla daga. Íslenskan er mikilvæg fyrir þá sem tala íslensku og mikilvæg fyrir þá sem eru að læra íslensku. Fyrir þá sem eru að læra íslensku sem annað mál skiptir miklu máli að taka þátt í samskiptum á íslensku. Þar sem enskukunnátta er almenn er alltof oft skipt yfir í ensku þegar íslenskunemar reyna að tala íslensku. Á degi íslenskrar tungu er því tilvalið að hvetja til þess að við tölum íslensku við þá sem eru að læra tungumálið og hafa áhuga á samskiptum. Það þarf samfélag til að læra tungumál Íslenskuþorpið er kennsluverkefni í íslensku sem öðru máli sem myndar brú úr kennslustofunni yfir í dagleg samskipti á íslensku og hvetur til virkrar þátttöku í samfélaginu. Í stuðningsneti Íslenskuþorpsins er hægt að æfa og læra íslensku í raunverlegum aðstæðum eftir nýjum leiðum. Nýjar rannsóknir á því hvernig við lærum tungumál sýna fram á mikilvægi málnotkunar fyrir tungumálanámið. Það er því mikilvægt að byrja sem fyrst að tala og þá skiptir mestu máli að tala við einhvern sem kann meira í nýja málinu en sá sem lærir og að tungumálanámið fari fram í samhengi við aðstæður. Íslenskuþorpið býður upp á markvisst og sérsniðið æfingaumhverfi og verkefni þar sem gengið er út frá því að tungumál lærist í félagslegum samskiptum. Stuðningsnetið er hannað og aðlagað nemendahópnum hverju sinni eftir aldri og þörfum. Það er skipað vinsamlegu og velviljuðu fólki sem leggur sig fram um að skilja erindi nemenda og talar íslensku. Samið er við fyrirtæki, stofnanir og einstaklinga um að taka þátt í verkefninu og eiga samskipti við nemendur á íslensku. Kaffihús, bakarí, bókabúðir, bókasöfn, félagsmiðstöðvar eldri borgara, mentorar á vinnustöðum og fleiri mynda þannig stuðningsnet sem gerir íslenskunámið aðgengilegt, hagnýtt og skemmtilegt. Jákvæð upplifun í byrjun tungumálanáms eykur sjálfstraust nemenda í notkun málsins og stuðlar að árangri. Samstillt átak í grunnskólum Í vetur hefur skólasamsfélagið í Grafarvogi og á Kjalarnesi verið að innleiða kennsluaðferðir og stuðningsnet Íslenskuþorpsins fyrir nemendur með íslensku sem annað mál undir yfirskriftinni “Viltu tala íslensku við mig?” Markmiðið er að efla tjáningafærni og samskipti nemenda á íslensku og styðja við fjölmenningarsamfélag skólanna. Það er vel við hæfi að velja dag íslenskrar tungu til kynningar á átakinu og vekja athygli á mikilvægi þess að tala íslensku, sérstaklega fyrir þá sem eru að læra málið. Langflestir sem hingað flytja vilja læra íslensku, aðstæður og tækifæri þeirra til náms eru misjöfn og því má ekki gleyma. Spurningin: „Viltu tala íslensku við mig?“ gefur leyfi til að segja nei. Virðum þá sem vilja tala annað mál eða eru ekki tilbúnir til samskipta á íslensku. Fögnum þeim sem segja já og bjóðum upp á samskipti á íslensku. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðunni islenskuthorpid.is. „Vilt þú tala íslensku við mig?“ Höfundur er verkefnastjóri Íslenskuþorpsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslenska á tækniöld Mest lesið Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Dagur íslenskrar tungu minnir okkur á að íslenskan er sameign okkar allra. Það er áríðandi að við séum meðvituð um það. Ekki bara á þessum degi heldur alla daga. Íslenskan er mikilvæg fyrir þá sem tala íslensku og mikilvæg fyrir þá sem eru að læra íslensku. Fyrir þá sem eru að læra íslensku sem annað mál skiptir miklu máli að taka þátt í samskiptum á íslensku. Þar sem enskukunnátta er almenn er alltof oft skipt yfir í ensku þegar íslenskunemar reyna að tala íslensku. Á degi íslenskrar tungu er því tilvalið að hvetja til þess að við tölum íslensku við þá sem eru að læra tungumálið og hafa áhuga á samskiptum. Það þarf samfélag til að læra tungumál Íslenskuþorpið er kennsluverkefni í íslensku sem öðru máli sem myndar brú úr kennslustofunni yfir í dagleg samskipti á íslensku og hvetur til virkrar þátttöku í samfélaginu. Í stuðningsneti Íslenskuþorpsins er hægt að æfa og læra íslensku í raunverlegum aðstæðum eftir nýjum leiðum. Nýjar rannsóknir á því hvernig við lærum tungumál sýna fram á mikilvægi málnotkunar fyrir tungumálanámið. Það er því mikilvægt að byrja sem fyrst að tala og þá skiptir mestu máli að tala við einhvern sem kann meira í nýja málinu en sá sem lærir og að tungumálanámið fari fram í samhengi við aðstæður. Íslenskuþorpið býður upp á markvisst og sérsniðið æfingaumhverfi og verkefni þar sem gengið er út frá því að tungumál lærist í félagslegum samskiptum. Stuðningsnetið er hannað og aðlagað nemendahópnum hverju sinni eftir aldri og þörfum. Það er skipað vinsamlegu og velviljuðu fólki sem leggur sig fram um að skilja erindi nemenda og talar íslensku. Samið er við fyrirtæki, stofnanir og einstaklinga um að taka þátt í verkefninu og eiga samskipti við nemendur á íslensku. Kaffihús, bakarí, bókabúðir, bókasöfn, félagsmiðstöðvar eldri borgara, mentorar á vinnustöðum og fleiri mynda þannig stuðningsnet sem gerir íslenskunámið aðgengilegt, hagnýtt og skemmtilegt. Jákvæð upplifun í byrjun tungumálanáms eykur sjálfstraust nemenda í notkun málsins og stuðlar að árangri. Samstillt átak í grunnskólum Í vetur hefur skólasamsfélagið í Grafarvogi og á Kjalarnesi verið að innleiða kennsluaðferðir og stuðningsnet Íslenskuþorpsins fyrir nemendur með íslensku sem annað mál undir yfirskriftinni “Viltu tala íslensku við mig?” Markmiðið er að efla tjáningafærni og samskipti nemenda á íslensku og styðja við fjölmenningarsamfélag skólanna. Það er vel við hæfi að velja dag íslenskrar tungu til kynningar á átakinu og vekja athygli á mikilvægi þess að tala íslensku, sérstaklega fyrir þá sem eru að læra málið. Langflestir sem hingað flytja vilja læra íslensku, aðstæður og tækifæri þeirra til náms eru misjöfn og því má ekki gleyma. Spurningin: „Viltu tala íslensku við mig?“ gefur leyfi til að segja nei. Virðum þá sem vilja tala annað mál eða eru ekki tilbúnir til samskipta á íslensku. Fögnum þeim sem segja já og bjóðum upp á samskipti á íslensku. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðunni islenskuthorpid.is. „Vilt þú tala íslensku við mig?“ Höfundur er verkefnastjóri Íslenskuþorpsins.
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar