Þrjár grundvallarbreytingar á takmörkunum í næstu viku Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. nóvember 2020 12:04 Svandís Svavarsdóttir ræðir aðgerðirnar eftir ráðherrafundinn í morgun. Vísir Starfsemi hárgreiðslustofa og íþróttastarf barna verður heimilað á ný frá og með 18. nóvember þegar nýjar reglur um samkomutakmarkanir vegna kórónuveirunnar taka gildi. Áfram verður hins vegar tíu manna samkomubann og tveggja metra regla í gildi. Þetta kom fram í viðtali Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, við fréttamenn fyrir utan Ráðherrabústaðinn í Tjarnargötu upp úr klukkan tólf á hádegi í dag. Sagði hún þrjár grundvallarbreytingar verða á takmörkunum frá því sem nú er. Breytingarnar eru þær að einyrkjastarfsemi verður heimiluð á ný, það er starfsemi til dæmis hárgreiðslustofa, nuddara og snyrtistofa. Þá verður íþróttastarf barna leyft, með og án snertingar. Er þar átt við börn í 1. til 10. bekk. Að auki verður í öllum hópum á framhaldsskólastigi 25 manna hámark með tveggja metra reglu sem hingað til hefur aðeins verið í boði fyrir 1. árs nema. Reglurnar gilda til 2. desember. Sundlaugarnar áfram lokaðar Tíu manna samkomubannið þýðir til dæmis að inni á hárgreiðslustofu mega ekki vera fleiri en tíu viðskiptavinir í einu. Sagði Svandís breytingarnar vera í fullu samræmi við þær tillögur sem komu fram í minnisblaði Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis, sem hann skilaði til hennar fyrr í vikunni. Að neðan má sjá tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu vegna tillaganna. Hér má lesa nýja reglugerð um samkomubann og hér má lesa reglugerð um skólastarf. Heilbrigðisráðherra hefur fallist á tillögur sóttvarnalæknis sem fela í sér varfærnar tilslakanir á gildandi samkomutakmörkunum. Breytingarnar taka gildi 18. nóvember. Þær eru helstar að íþrótta-, æskulýðs- og tómstundastarf barna í leik- og grunnskólum verður heimilt á ný. Í framhaldsskólum verða fjöldamörk aukin í 25. Hægt verður að hefja ýmsa þjónustustarfsemi sem krefst snertingar eða mikillar nándar. Almennar fjöldatakmarkanir miðast áfram við 10 manns. Gert er ráð fyrir að hægt verði að draga enn frekar úr samkomutakmörkunum í byrjun desember. Í minnisblaði sóttvarnalæknis til ráðherra leggur hann til að hægt verði farið í allar tilslakanir á næstunni. Breytingarnar sem taka gildi miðvikudaginn 18. nóvember eru eftirfarandi: Starfsemi og þjónusta sem krefst snertingar milli fólks verður leyfð með þeim skilyrðum að notast sé við andlitsgrímur. Þetta á við um s.s. hárgreiðslustofur, nuddstofur, öku- og flugkennslu og sambærilega starfsemi. Hámarksfjöldi viðskiptavina á sama tíma er 10 manns. Æfingar, íþróttastarf, æskulýðs- og tómstundastarf barna á leik- og grunnskólaaldri verður heimilt jafnt inni og úti. Til að slíkt starf geti farið fram eru engar takmarkanir settar varðandi blöndun milli hópa. Fjöldamörk í hverju rými fara eftir reglugerð um takmarkanir á skólastarfi. Leikskólabörn og börn í 1.–4. bekk grunnskóla mega vera 50 saman að hámarki en nemendur í 5.–10. bekk að hámarki 25 saman. Í skólastarfi á framhaldsskólastigi mega nemendur og starfsmenn vera að hámarki 25 í hverju rými í stað 10 áður en ber að nota andlitsgrímur sé ekki unnt að halda 2 metra fjarlægð. Veitt er undanþágu frá grímuskyldu þeim sem ekki geta notað grímur, t.d. af heilsufarsástæðum eða ef viðkomandi skortir þroska eða skilning til að bera grímu. Þeir sem fengið hafa COVID-19 eru einnig undanþegnir grímuskyldu geti þeir sýnt gilt vottorð þess efnis. Breytingar á reglugerðum um takmarkanir á samkomum og skólahaldi vegna farsóttar taka gildi 18. nóvember. Gildistími reglugerðanna er til og með 1. desember næstkomandi. Núverandi samkomutakmarkanir eru þær hörðustu sem stjórnvöld hafa gripið til í faraldrinum. Þær tóku gildi á miðnætti þann 31. október og gilda til og með 17. nóvember. Nýju reglurnar sem ráðherra kynnti áðan fela það í sér að ýmislegt er óbreytt frá þeim reglum sem gilda nú. Til dæmis verða líkamsræktarstöðvar og sundlaugar áfram lokaðar sem og krár og skemmtistaðir. Þá verður veitingastöðum áfram óheimilt að hafa opið lengur en til klukkan 21. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Fleiri fréttir Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Sjá meira
Starfsemi hárgreiðslustofa og íþróttastarf barna verður heimilað á ný frá og með 18. nóvember þegar nýjar reglur um samkomutakmarkanir vegna kórónuveirunnar taka gildi. Áfram verður hins vegar tíu manna samkomubann og tveggja metra regla í gildi. Þetta kom fram í viðtali Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, við fréttamenn fyrir utan Ráðherrabústaðinn í Tjarnargötu upp úr klukkan tólf á hádegi í dag. Sagði hún þrjár grundvallarbreytingar verða á takmörkunum frá því sem nú er. Breytingarnar eru þær að einyrkjastarfsemi verður heimiluð á ný, það er starfsemi til dæmis hárgreiðslustofa, nuddara og snyrtistofa. Þá verður íþróttastarf barna leyft, með og án snertingar. Er þar átt við börn í 1. til 10. bekk. Að auki verður í öllum hópum á framhaldsskólastigi 25 manna hámark með tveggja metra reglu sem hingað til hefur aðeins verið í boði fyrir 1. árs nema. Reglurnar gilda til 2. desember. Sundlaugarnar áfram lokaðar Tíu manna samkomubannið þýðir til dæmis að inni á hárgreiðslustofu mega ekki vera fleiri en tíu viðskiptavinir í einu. Sagði Svandís breytingarnar vera í fullu samræmi við þær tillögur sem komu fram í minnisblaði Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis, sem hann skilaði til hennar fyrr í vikunni. Að neðan má sjá tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu vegna tillaganna. Hér má lesa nýja reglugerð um samkomubann og hér má lesa reglugerð um skólastarf. Heilbrigðisráðherra hefur fallist á tillögur sóttvarnalæknis sem fela í sér varfærnar tilslakanir á gildandi samkomutakmörkunum. Breytingarnar taka gildi 18. nóvember. Þær eru helstar að íþrótta-, æskulýðs- og tómstundastarf barna í leik- og grunnskólum verður heimilt á ný. Í framhaldsskólum verða fjöldamörk aukin í 25. Hægt verður að hefja ýmsa þjónustustarfsemi sem krefst snertingar eða mikillar nándar. Almennar fjöldatakmarkanir miðast áfram við 10 manns. Gert er ráð fyrir að hægt verði að draga enn frekar úr samkomutakmörkunum í byrjun desember. Í minnisblaði sóttvarnalæknis til ráðherra leggur hann til að hægt verði farið í allar tilslakanir á næstunni. Breytingarnar sem taka gildi miðvikudaginn 18. nóvember eru eftirfarandi: Starfsemi og þjónusta sem krefst snertingar milli fólks verður leyfð með þeim skilyrðum að notast sé við andlitsgrímur. Þetta á við um s.s. hárgreiðslustofur, nuddstofur, öku- og flugkennslu og sambærilega starfsemi. Hámarksfjöldi viðskiptavina á sama tíma er 10 manns. Æfingar, íþróttastarf, æskulýðs- og tómstundastarf barna á leik- og grunnskólaaldri verður heimilt jafnt inni og úti. Til að slíkt starf geti farið fram eru engar takmarkanir settar varðandi blöndun milli hópa. Fjöldamörk í hverju rými fara eftir reglugerð um takmarkanir á skólastarfi. Leikskólabörn og börn í 1.–4. bekk grunnskóla mega vera 50 saman að hámarki en nemendur í 5.–10. bekk að hámarki 25 saman. Í skólastarfi á framhaldsskólastigi mega nemendur og starfsmenn vera að hámarki 25 í hverju rými í stað 10 áður en ber að nota andlitsgrímur sé ekki unnt að halda 2 metra fjarlægð. Veitt er undanþágu frá grímuskyldu þeim sem ekki geta notað grímur, t.d. af heilsufarsástæðum eða ef viðkomandi skortir þroska eða skilning til að bera grímu. Þeir sem fengið hafa COVID-19 eru einnig undanþegnir grímuskyldu geti þeir sýnt gilt vottorð þess efnis. Breytingar á reglugerðum um takmarkanir á samkomum og skólahaldi vegna farsóttar taka gildi 18. nóvember. Gildistími reglugerðanna er til og með 1. desember næstkomandi. Núverandi samkomutakmarkanir eru þær hörðustu sem stjórnvöld hafa gripið til í faraldrinum. Þær tóku gildi á miðnætti þann 31. október og gilda til og með 17. nóvember. Nýju reglurnar sem ráðherra kynnti áðan fela það í sér að ýmislegt er óbreytt frá þeim reglum sem gilda nú. Til dæmis verða líkamsræktarstöðvar og sundlaugar áfram lokaðar sem og krár og skemmtistaðir. Þá verður veitingastöðum áfram óheimilt að hafa opið lengur en til klukkan 21. Fréttin hefur verið uppfærð.
Heilbrigðisráðherra hefur fallist á tillögur sóttvarnalæknis sem fela í sér varfærnar tilslakanir á gildandi samkomutakmörkunum. Breytingarnar taka gildi 18. nóvember. Þær eru helstar að íþrótta-, æskulýðs- og tómstundastarf barna í leik- og grunnskólum verður heimilt á ný. Í framhaldsskólum verða fjöldamörk aukin í 25. Hægt verður að hefja ýmsa þjónustustarfsemi sem krefst snertingar eða mikillar nándar. Almennar fjöldatakmarkanir miðast áfram við 10 manns. Gert er ráð fyrir að hægt verði að draga enn frekar úr samkomutakmörkunum í byrjun desember. Í minnisblaði sóttvarnalæknis til ráðherra leggur hann til að hægt verði farið í allar tilslakanir á næstunni. Breytingarnar sem taka gildi miðvikudaginn 18. nóvember eru eftirfarandi: Starfsemi og þjónusta sem krefst snertingar milli fólks verður leyfð með þeim skilyrðum að notast sé við andlitsgrímur. Þetta á við um s.s. hárgreiðslustofur, nuddstofur, öku- og flugkennslu og sambærilega starfsemi. Hámarksfjöldi viðskiptavina á sama tíma er 10 manns. Æfingar, íþróttastarf, æskulýðs- og tómstundastarf barna á leik- og grunnskólaaldri verður heimilt jafnt inni og úti. Til að slíkt starf geti farið fram eru engar takmarkanir settar varðandi blöndun milli hópa. Fjöldamörk í hverju rými fara eftir reglugerð um takmarkanir á skólastarfi. Leikskólabörn og börn í 1.–4. bekk grunnskóla mega vera 50 saman að hámarki en nemendur í 5.–10. bekk að hámarki 25 saman. Í skólastarfi á framhaldsskólastigi mega nemendur og starfsmenn vera að hámarki 25 í hverju rými í stað 10 áður en ber að nota andlitsgrímur sé ekki unnt að halda 2 metra fjarlægð. Veitt er undanþágu frá grímuskyldu þeim sem ekki geta notað grímur, t.d. af heilsufarsástæðum eða ef viðkomandi skortir þroska eða skilning til að bera grímu. Þeir sem fengið hafa COVID-19 eru einnig undanþegnir grímuskyldu geti þeir sýnt gilt vottorð þess efnis. Breytingar á reglugerðum um takmarkanir á samkomum og skólahaldi vegna farsóttar taka gildi 18. nóvember. Gildistími reglugerðanna er til og með 1. desember næstkomandi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Fleiri fréttir Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Sjá meira