Nýtt sjúkrahús á Keldum Anna Kolbrún Árnadóttir skrifar 13. nóvember 2020 17:10 Undanfarið hefur verið aukinn þungi í umræðu um að reisa eigi nýtt sjúkrahús á besta stað. Í dag lagði ég fram tillögu þess efnis að fela heilbrigðisráðherra að hefja undirbúning að framtíðaruppbyggingu þjóðarsjúkrahúss á Keldum í Reykjavík. Fyrir því eru nokkrar ástæður en einna helst má taka til þeirrar staðreyndar að núverandi staðsetning Landspítala við Hringbraut er ekki annað en skipulagsslys, ekkert þeirra umferðar- og skipulagsúrræða sem þar er reiknað með er í gildi núna. Aðgengi að sjúkrahúsinu er óviðunandi, sérstaklega vegna bráðatilvika. Einnig er nauðsynlegt að nefna að ekki er gert ráð fyrir að í núverandi viðbyggingu við Hringbraut verði ný geðdeild, heldur á að lagfæra það húsnæði sem fyrir er. Með tillögunni er heilbrigðisráðherra ætlað að leggja fram þarfa- og kostnaðargreiningu, m.a. með tilliti til gæða-, samgöngu-, umferðar- og öryggismála, og hafi samráð við fagaðila við vinnslu hennar. Að þessu sögðu er mikilvægt að hafa í huga að núverandi staðsetning þjóðarsjúkrahússins mun ekki geta sinnt sínu hlutverki svo vel sé vegna staðsetningar og sérstaklega vegna þess að Hringbraut er ekki lengur miðja höfuðborgarsvæðisins þó sú staðsetning hafi þótt hentug fyrir einhverjum árum síðan en þessi tillaga sem nú er um að ræða kveður á um að samhliða undirbúningi á framtíðarstaðsetningu nýs þjóðarsjúkrahúss verði kannaður fýsileiki þess að nýta byggingar við Hringbraut undir umdæmissjúkrahús eða hérðassjúkrahús, jafnvel mætti nýta húsnæðið undir heimili fyrir aldraða. Á árunum 2001 – 2008 voru skrifaðar nokkrar álitsgerðir af íslenskum og erlendum aðilum og í flestum þeirra var komist að þeirri niðurstöðu að best væri að byggja nýtt þjóðarsjúkrahús frá grunni á nýjum stað. Sérfræðingarnir sem sömdu álitin töldu hins vegar að ef ekki væri hægt að byggja nýtt sjúkrahús frá grunni á nýjum stað væri best að byggja við sjúkrahúsið í Fossvogi eða við gamla Landspítalann við Hringbraut, semsagt valinn var næst besti eða þriðji bestu kosturinn til uppbyggingar og niðurstaðan, að byggja við Landspítalann við Hringbraut, var byggð á aðalskipulagi Reykjavíkur 2001–2024 en allar forsendur skipulagsins virðast brostnar og það verður ekki litið framhjá því að aðgengi að Hringbraut getur skapað óöryggi hjá þeim sem þurfa á bráðaþjónustu að halda. Auk þessara álitsgerða var gefin út skýrsla sem unnin var af Háskólanum á Bifröst og Rannsóknastofnun atvinnulífsins fyrir Samtök atvinnulífsins, þessi skýrsla kom fram í nóvember 2015 og þar kom fram, m.a. fram að Hringbraut hentaði ekki sem framtíðarstaðsetning þjóðarsjúkrahúss og að fjárhagslegur ávinningur annarrar staðsetningar væri töluverður. Á þessi sjónarmið hafa stjórnvöld ekki hlustað, þau hlustuðu heldur ekki á Samtökin um betri spítala á betri stað þegar þau gáfu út skýrslu sama ár sem tók til að hagkvæmast væri að reisa nýjan spítala á öðrum stað og sérstaklega var tekið til þess að búsetumiðja höfuðborgarsvæðisins skipti máli ásamt aðgengi að meginumferðaræðum. Atburðir síðustu misserin hafa auk þess kallað á endurskoðun þess efnis að hafa bæði 2. stigs þjónustu og 3. stigs þjónustu á sama stað með tilheyrandi truflun á gangverkinu. Staðsetning sjúkrahússins snýst því ekki aðeins um skipulag og byggingar, sjúkrahús snúast líka um tilfinningar, líf og dauða, gleði og sorg og þess vegna er mikilvægt að vandað verði til verka. Höfundur er þingmaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Anna Kolbrún Árnadóttir Mest lesið Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur verið aukinn þungi í umræðu um að reisa eigi nýtt sjúkrahús á besta stað. Í dag lagði ég fram tillögu þess efnis að fela heilbrigðisráðherra að hefja undirbúning að framtíðaruppbyggingu þjóðarsjúkrahúss á Keldum í Reykjavík. Fyrir því eru nokkrar ástæður en einna helst má taka til þeirrar staðreyndar að núverandi staðsetning Landspítala við Hringbraut er ekki annað en skipulagsslys, ekkert þeirra umferðar- og skipulagsúrræða sem þar er reiknað með er í gildi núna. Aðgengi að sjúkrahúsinu er óviðunandi, sérstaklega vegna bráðatilvika. Einnig er nauðsynlegt að nefna að ekki er gert ráð fyrir að í núverandi viðbyggingu við Hringbraut verði ný geðdeild, heldur á að lagfæra það húsnæði sem fyrir er. Með tillögunni er heilbrigðisráðherra ætlað að leggja fram þarfa- og kostnaðargreiningu, m.a. með tilliti til gæða-, samgöngu-, umferðar- og öryggismála, og hafi samráð við fagaðila við vinnslu hennar. Að þessu sögðu er mikilvægt að hafa í huga að núverandi staðsetning þjóðarsjúkrahússins mun ekki geta sinnt sínu hlutverki svo vel sé vegna staðsetningar og sérstaklega vegna þess að Hringbraut er ekki lengur miðja höfuðborgarsvæðisins þó sú staðsetning hafi þótt hentug fyrir einhverjum árum síðan en þessi tillaga sem nú er um að ræða kveður á um að samhliða undirbúningi á framtíðarstaðsetningu nýs þjóðarsjúkrahúss verði kannaður fýsileiki þess að nýta byggingar við Hringbraut undir umdæmissjúkrahús eða hérðassjúkrahús, jafnvel mætti nýta húsnæðið undir heimili fyrir aldraða. Á árunum 2001 – 2008 voru skrifaðar nokkrar álitsgerðir af íslenskum og erlendum aðilum og í flestum þeirra var komist að þeirri niðurstöðu að best væri að byggja nýtt þjóðarsjúkrahús frá grunni á nýjum stað. Sérfræðingarnir sem sömdu álitin töldu hins vegar að ef ekki væri hægt að byggja nýtt sjúkrahús frá grunni á nýjum stað væri best að byggja við sjúkrahúsið í Fossvogi eða við gamla Landspítalann við Hringbraut, semsagt valinn var næst besti eða þriðji bestu kosturinn til uppbyggingar og niðurstaðan, að byggja við Landspítalann við Hringbraut, var byggð á aðalskipulagi Reykjavíkur 2001–2024 en allar forsendur skipulagsins virðast brostnar og það verður ekki litið framhjá því að aðgengi að Hringbraut getur skapað óöryggi hjá þeim sem þurfa á bráðaþjónustu að halda. Auk þessara álitsgerða var gefin út skýrsla sem unnin var af Háskólanum á Bifröst og Rannsóknastofnun atvinnulífsins fyrir Samtök atvinnulífsins, þessi skýrsla kom fram í nóvember 2015 og þar kom fram, m.a. fram að Hringbraut hentaði ekki sem framtíðarstaðsetning þjóðarsjúkrahúss og að fjárhagslegur ávinningur annarrar staðsetningar væri töluverður. Á þessi sjónarmið hafa stjórnvöld ekki hlustað, þau hlustuðu heldur ekki á Samtökin um betri spítala á betri stað þegar þau gáfu út skýrslu sama ár sem tók til að hagkvæmast væri að reisa nýjan spítala á öðrum stað og sérstaklega var tekið til þess að búsetumiðja höfuðborgarsvæðisins skipti máli ásamt aðgengi að meginumferðaræðum. Atburðir síðustu misserin hafa auk þess kallað á endurskoðun þess efnis að hafa bæði 2. stigs þjónustu og 3. stigs þjónustu á sama stað með tilheyrandi truflun á gangverkinu. Staðsetning sjúkrahússins snýst því ekki aðeins um skipulag og byggingar, sjúkrahús snúast líka um tilfinningar, líf og dauða, gleði og sorg og þess vegna er mikilvægt að vandað verði til verka. Höfundur er þingmaður Miðflokksins.
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun