Hvetur stjórnvöld til að gyrða sig í brók og fara að girða Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 15. nóvember 2020 12:18 Kolbeinn hvetur stjórvöld, sem bera ábyrgð á girðingarmálum þegar varnarlínur eru annars vegar að girða sig í brók og auka fjármagn til málaflokksins til að halda íslensku sauðkindinni innan þess svæðis, sem henni er ætlað að vera í viðkomandi varnarhólfi upp á riðuveikivarnir að gera. Magnús Hlynur Hreiðarsson Bændur og sveitarstjórnarmenn í uppsveitum Árnessýslu hafa miklar áhyggjur af lélegum girðingum og viðhaldi þeirra, sem eiga að þjóna hlutverki varnarlína á milli varnarhólfa vegna riðuveiku. Matvælastofnun, sem á að sinna viðhaldi girðinganna og sjá til þess að þær séu í lagi fær ekki fjármagn til verksins. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar sendi nýlega frá sér ályktun vegna búfjársjúkdóma í kjölfar riðuveikinnar, sem kom upp í Skagafirði en fulltrúar sveitarstjórnar ítreka mikilvægi þess að Matvælastofnun, sem sér um viðhald og eftirlit varnarlína verði tryggt nægt fjármagn. Kolbeinn Sveinbjörnsson á sæti í sveitarstjórn Bláskógabyggðar. „Það virðist vera óstand á því hvernig staðið er að viðhaldi þessara girðinga, búið að vera í mörg ár, við erum bara að hnykkja á því, þannig að ríkið fari kannski eftir lögum og reglum eins og aðrir eiga að gera,“ segir Kolbeinn. Kolbeinn Sveinbjörnsson, sveitarstjórnarmaður í Bláskógabyggð, sem gagnrýnir stjórnvöld fyrir að leggja ekki fjármagn í viðhald á varðargirðingum víða um land.Einkasafn Kolbeinn segir að allt of víða, sé ástand girðinga, sem eiga að gegna hlutverki varnarlína á milli beitihólfa mjög slæmt og það hafi ekki verið farið með þeim til að sinna viðhaldi í fjölda ár. „Það er allavega mikill misskilningur að halda að það sé einhvern gagn í einhverjum girðingum, sem að ná bara hluta af einhverri leið, sem þær eiga að verja. Þetta þarf bara að ná frá byrjun og til enda og fara með þeim á hverju vori ef það á að vera eitthvað gagn í þeim.“ Samkvæmt upplýsingum frá Matvælastofnun býr stofnunin ekki yfir fjárheimildum til viðhalds varnargirðinga. Kolbeinn segist heyra á bændum að þeir hafi áhyggjur af stöðu mála vegna lélegra girðinga. „Já, bændur vilja fara eftir því að ef fé fer á milli hólfa á að farga því og það náttúrulega bara tjón, þannig að sjálfsögðu hafa menn áhyggjur af því.“ Kolbeinn leggur til að þeir sem ábyrgð bera á þessum málum girði sig í brók , fjármagn til þessa málaflokks verði aukið og það notað til að standa búmannlega að þessum málum en ekki til skýrsluskrifa „Nú þarf að fara út og drífa sig að girða, kaupa svolítið af naglbítum og laga þetta dót. Það er líka mjög leiðinlegt að sjá girðingar út um allt land, sem er ekki hugsað um. Það þarf allavega að rífa þær upp ef það er búið að afleggja þær, það er nú skömm af því víða,“ segir Kolbeinn. Bláskógabyggð Landbúnaður Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Fleiri fréttir „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Sjá meira
Bændur og sveitarstjórnarmenn í uppsveitum Árnessýslu hafa miklar áhyggjur af lélegum girðingum og viðhaldi þeirra, sem eiga að þjóna hlutverki varnarlína á milli varnarhólfa vegna riðuveiku. Matvælastofnun, sem á að sinna viðhaldi girðinganna og sjá til þess að þær séu í lagi fær ekki fjármagn til verksins. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar sendi nýlega frá sér ályktun vegna búfjársjúkdóma í kjölfar riðuveikinnar, sem kom upp í Skagafirði en fulltrúar sveitarstjórnar ítreka mikilvægi þess að Matvælastofnun, sem sér um viðhald og eftirlit varnarlína verði tryggt nægt fjármagn. Kolbeinn Sveinbjörnsson á sæti í sveitarstjórn Bláskógabyggðar. „Það virðist vera óstand á því hvernig staðið er að viðhaldi þessara girðinga, búið að vera í mörg ár, við erum bara að hnykkja á því, þannig að ríkið fari kannski eftir lögum og reglum eins og aðrir eiga að gera,“ segir Kolbeinn. Kolbeinn Sveinbjörnsson, sveitarstjórnarmaður í Bláskógabyggð, sem gagnrýnir stjórnvöld fyrir að leggja ekki fjármagn í viðhald á varðargirðingum víða um land.Einkasafn Kolbeinn segir að allt of víða, sé ástand girðinga, sem eiga að gegna hlutverki varnarlína á milli beitihólfa mjög slæmt og það hafi ekki verið farið með þeim til að sinna viðhaldi í fjölda ár. „Það er allavega mikill misskilningur að halda að það sé einhvern gagn í einhverjum girðingum, sem að ná bara hluta af einhverri leið, sem þær eiga að verja. Þetta þarf bara að ná frá byrjun og til enda og fara með þeim á hverju vori ef það á að vera eitthvað gagn í þeim.“ Samkvæmt upplýsingum frá Matvælastofnun býr stofnunin ekki yfir fjárheimildum til viðhalds varnargirðinga. Kolbeinn segist heyra á bændum að þeir hafi áhyggjur af stöðu mála vegna lélegra girðinga. „Já, bændur vilja fara eftir því að ef fé fer á milli hólfa á að farga því og það náttúrulega bara tjón, þannig að sjálfsögðu hafa menn áhyggjur af því.“ Kolbeinn leggur til að þeir sem ábyrgð bera á þessum málum girði sig í brók , fjármagn til þessa málaflokks verði aukið og það notað til að standa búmannlega að þessum málum en ekki til skýrsluskrifa „Nú þarf að fara út og drífa sig að girða, kaupa svolítið af naglbítum og laga þetta dót. Það er líka mjög leiðinlegt að sjá girðingar út um allt land, sem er ekki hugsað um. Það þarf allavega að rífa þær upp ef það er búið að afleggja þær, það er nú skömm af því víða,“ segir Kolbeinn.
Bláskógabyggð Landbúnaður Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Fleiri fréttir „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Sjá meira