Þau skerða til að fegra Ólafur Ísleifsson skrifar 15. nóvember 2020 13:12 Skerðingar á greiðslum almannatrygginga til lífeyrisfólks hafa borið hátt í umræðu undanfarin ár. Aldraðir eru sístækkandi þjóðfélagshópur. Fólk 67 ára og eldra er nú um 45 þúsund að tölu. Um 10 til 15 þúsund manns stefna hraðbyri á að ganga inn í þennan hóp. Við erum að tala um a.m.k. 60 þúsund manns sem hafa beina hagsmuni af stefnu stjórnvalda um skerðingar í bráð og lengd. Fyrirkomulagið er út af fyrir sig einfalt. Fjárhæð ellilífeyris er ákveðin árlega. Hún er nú kr. 256.789 á mánuði. Hafi fólk tekjur skerðist þessi lífeyrir eftir ákveðinni reglu. Þetta eru skerðingarnar. Sjálfsbjargarviðleitni ekki leyfð Aldraður einstaklingur sem vill bæta hag sinn með vinnu má að hafa kr. 100 þúsund á mánuði áður en ellilífeyririnn er skertur. Eftir það eru hirtar 45 krónur af ellilífeyrinum fyrir hverjar 100 krónur sem hann vinnur sér inn. Þetta er skerðingin. Svo er skatturinn, milliþrep hans er um 37%. Ragnar Árnason prófessor hefur sýnt fram á að þegar saman koma skerðingar og skattar heldur einhleypingur eftir 27 krónum af hverjum 100 sem hann vinnur sér inn. Ef hann er í sambúð heldur hann eftir 35 krónum af 100. Til samanburðar heldur fullfrískur hálaunamaður á besta aldri eftir 54 krónum af síðustu 100 krónunum sem hann vinnur sér inn. Aldrað fólk er í skotlínunni þegar kemur að skattlagningu fyrir vinnu. Enginn þjóðfélagshópur stendur frammi fyrir öðrum eins jaðarsköttum og aldraðir mega þola. Brotið gegn óskráðri reglu Þetta fyrirkomulag ofurskattlagningar felur í sér brot gegn óskráðri reglu í mannlegu félagi, að hverjum manni er boðið að bæta hag sinn með aukinni vinnu ef vilji og geta standa til þess. Allir menn eru gæddir meðfæddri sjálfsbjargarviðleitni sem fólki er í blóð borin. En nei, sjálfsbjörg leyfist ekki samkvæmt gildandi fyrirkomulagi. Lífeyrisréttindi í gerð upptæk – bótalaust Fái maður greiðslur úr skyldubundnum lífeyrissjóði er ellilífeyrir almannatrygginga skertur með áþekkum hætti. Skerðingar byrja eftir fyrstu 25 þúsund krónurnar úr lífeyrissjóði. Fólk er skyldað til að vera í lífeyrissjóði og greiða iðgjöld af launum sínum í hverjum mánuði. Lífeyrissjóðirnir sem settir voru á laggirnar með kjarasamningum 1969 áttu að tryggja fólki bætt kjör á efri árum umfram það sem almannatryggingar tryggðu með grunnlífeyri. Takið eftir, bætt kjör, ekki lakari kjör. Lagaskyldan um að greiða í lífeyrissjóð fól í sér fyrirheit um bætt kjör. Þetta fyrirheit liggur til grundvallar í íslensku samfélagi og var virt í fjörutíu ár. Allan þennan tíma þótti ekki koma til álita að skerða grunnlífeyri almannatrygginga vegna lífeyristekna. Það var ekki fyrr en í hruninu 2009 að ákveðin var af hálfu ríkisstjórnar Samfylkingar og Vinstri grænna skerðing í þessu efni. Hún stóð til 2013 og féll þá niður. Rof á áratuga fyrirheiti Viðsnúningur varð árið 2017. Ein stærð, ellilífeyrir, kom í stað grunnlífeyris og tekjutryggingar og tekið var tekið að skerða greiðslur almannatrygginga óheft frá 1. mars 2017. Með þessari ákvörðun var rofið fyrirheitið að skyldubundin aðild og greiðslur í lífeyrissjóð bætti hag eldra fólks umfram það sem grunnlífeyrir almannatrygginga tryggði því. Ákvörðun Alþingis að greiðslur úr lífeyrissjóðum skyldu skerða grunnlífeyri almannatrygginga fól í sér algjört trúnaðarbrot við launafólk sem skyldað var til með lögum að greiða iðgjöld af launum sínum í lífeyrissjóð á grundvelli kjarasamninga frá 1969. Skerðingar á greiðslum almannatrygginga vegna lífeyristekna fela í sér rof á lögfestu fyrirheiti. Fyrirheiti sem verður að standa við. Lífeyrisfólkið borgar sjálfu sér og greiðir fyrir fegrunina Með því að rjúfa fyrirheitið sparaði ríkissjóður sér 2018 ríflega 34 milljarða króna með skerðingum á lögbundnum greiðslum ellilífeyris, samkvæmt svari félagsmálaráðherra við fyrirspurn minni á liðnu þingi. Skerðingarnar taka til allra sem til næst eða næstum 95% eldra fólks. Er óverjandi með öllu að leggja á þennan afmarkaða þjóðfélagshóp þá kvöð að borga sjálfum sér um helming af greiðsluskyldu almannatrygginga til lífeyrisfólks. Í þessu ljósi skýrist af hverju Ísland er lægst meðal OECD-landa í framlögum ríkissjóðs til almannatrygginga. Ekkert hald er í þeirri viðbáru að ef framlag lífeyrisfólks, sem tekið er af því með skerðingunum, reiknist með séum við í miðjum hópi landa OECD. Þennan kerfishalla á ríkissjóði verða stjórnvöld að rétta af með öðrum hætti en ranglátum álögum á eldra fólk og aðra skjólstæðinga almannatrygginga. Höfundur er alþingismaður Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Ísleifsson Eldri borgarar Mest lesið Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Skoðun Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Sjá meira
Skerðingar á greiðslum almannatrygginga til lífeyrisfólks hafa borið hátt í umræðu undanfarin ár. Aldraðir eru sístækkandi þjóðfélagshópur. Fólk 67 ára og eldra er nú um 45 þúsund að tölu. Um 10 til 15 þúsund manns stefna hraðbyri á að ganga inn í þennan hóp. Við erum að tala um a.m.k. 60 þúsund manns sem hafa beina hagsmuni af stefnu stjórnvalda um skerðingar í bráð og lengd. Fyrirkomulagið er út af fyrir sig einfalt. Fjárhæð ellilífeyris er ákveðin árlega. Hún er nú kr. 256.789 á mánuði. Hafi fólk tekjur skerðist þessi lífeyrir eftir ákveðinni reglu. Þetta eru skerðingarnar. Sjálfsbjargarviðleitni ekki leyfð Aldraður einstaklingur sem vill bæta hag sinn með vinnu má að hafa kr. 100 þúsund á mánuði áður en ellilífeyririnn er skertur. Eftir það eru hirtar 45 krónur af ellilífeyrinum fyrir hverjar 100 krónur sem hann vinnur sér inn. Þetta er skerðingin. Svo er skatturinn, milliþrep hans er um 37%. Ragnar Árnason prófessor hefur sýnt fram á að þegar saman koma skerðingar og skattar heldur einhleypingur eftir 27 krónum af hverjum 100 sem hann vinnur sér inn. Ef hann er í sambúð heldur hann eftir 35 krónum af 100. Til samanburðar heldur fullfrískur hálaunamaður á besta aldri eftir 54 krónum af síðustu 100 krónunum sem hann vinnur sér inn. Aldrað fólk er í skotlínunni þegar kemur að skattlagningu fyrir vinnu. Enginn þjóðfélagshópur stendur frammi fyrir öðrum eins jaðarsköttum og aldraðir mega þola. Brotið gegn óskráðri reglu Þetta fyrirkomulag ofurskattlagningar felur í sér brot gegn óskráðri reglu í mannlegu félagi, að hverjum manni er boðið að bæta hag sinn með aukinni vinnu ef vilji og geta standa til þess. Allir menn eru gæddir meðfæddri sjálfsbjargarviðleitni sem fólki er í blóð borin. En nei, sjálfsbjörg leyfist ekki samkvæmt gildandi fyrirkomulagi. Lífeyrisréttindi í gerð upptæk – bótalaust Fái maður greiðslur úr skyldubundnum lífeyrissjóði er ellilífeyrir almannatrygginga skertur með áþekkum hætti. Skerðingar byrja eftir fyrstu 25 þúsund krónurnar úr lífeyrissjóði. Fólk er skyldað til að vera í lífeyrissjóði og greiða iðgjöld af launum sínum í hverjum mánuði. Lífeyrissjóðirnir sem settir voru á laggirnar með kjarasamningum 1969 áttu að tryggja fólki bætt kjör á efri árum umfram það sem almannatryggingar tryggðu með grunnlífeyri. Takið eftir, bætt kjör, ekki lakari kjör. Lagaskyldan um að greiða í lífeyrissjóð fól í sér fyrirheit um bætt kjör. Þetta fyrirheit liggur til grundvallar í íslensku samfélagi og var virt í fjörutíu ár. Allan þennan tíma þótti ekki koma til álita að skerða grunnlífeyri almannatrygginga vegna lífeyristekna. Það var ekki fyrr en í hruninu 2009 að ákveðin var af hálfu ríkisstjórnar Samfylkingar og Vinstri grænna skerðing í þessu efni. Hún stóð til 2013 og féll þá niður. Rof á áratuga fyrirheiti Viðsnúningur varð árið 2017. Ein stærð, ellilífeyrir, kom í stað grunnlífeyris og tekjutryggingar og tekið var tekið að skerða greiðslur almannatrygginga óheft frá 1. mars 2017. Með þessari ákvörðun var rofið fyrirheitið að skyldubundin aðild og greiðslur í lífeyrissjóð bætti hag eldra fólks umfram það sem grunnlífeyrir almannatrygginga tryggði því. Ákvörðun Alþingis að greiðslur úr lífeyrissjóðum skyldu skerða grunnlífeyri almannatrygginga fól í sér algjört trúnaðarbrot við launafólk sem skyldað var til með lögum að greiða iðgjöld af launum sínum í lífeyrissjóð á grundvelli kjarasamninga frá 1969. Skerðingar á greiðslum almannatrygginga vegna lífeyristekna fela í sér rof á lögfestu fyrirheiti. Fyrirheiti sem verður að standa við. Lífeyrisfólkið borgar sjálfu sér og greiðir fyrir fegrunina Með því að rjúfa fyrirheitið sparaði ríkissjóður sér 2018 ríflega 34 milljarða króna með skerðingum á lögbundnum greiðslum ellilífeyris, samkvæmt svari félagsmálaráðherra við fyrirspurn minni á liðnu þingi. Skerðingarnar taka til allra sem til næst eða næstum 95% eldra fólks. Er óverjandi með öllu að leggja á þennan afmarkaða þjóðfélagshóp þá kvöð að borga sjálfum sér um helming af greiðsluskyldu almannatrygginga til lífeyrisfólks. Í þessu ljósi skýrist af hverju Ísland er lægst meðal OECD-landa í framlögum ríkissjóðs til almannatrygginga. Ekkert hald er í þeirri viðbáru að ef framlag lífeyrisfólks, sem tekið er af því með skerðingunum, reiknist með séum við í miðjum hópi landa OECD. Þennan kerfishalla á ríkissjóði verða stjórnvöld að rétta af með öðrum hætti en ranglátum álögum á eldra fólk og aðra skjólstæðinga almannatrygginga. Höfundur er alþingismaður Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun