„Ummerkin voru, ef ég orða það pent, svakaleg“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 16. nóvember 2020 07:01 Morðvopnin voru ellefu kílóa þungt tréborð og tveggja kílóa vöfflujárn. Árásin átti sér stað inni í herbergi sem Bjarki Freyr Sigurgeirsson hafði á leigu við Dalshraun í Hafnarfirði. „Mér var vísað þarna inn í eitt herbergið og það var vart hægt að opna hurðina fyrir drasli. Og þar blasti við mjög ófögur sjón. Blóð úti um allt og allt var á tjá og tundri,“ segir Einar Guðberg Jónsson lögreglumaður sem var með þeim fyrstu sem komu að karlmanni látnum í íbúðarhúsnæði við Dalshraun í Hafnarfirði árið 2009. Fjallað var um málið í sjónvarpsþáttunum Ummerkjum á Stöð 2 í gærkvöld. Bjarki Freyr Sigurgeirsson hafði þá ráðið félaga sínum, Braga Friðþjófssyni, bana eftir að hafa barið hann ítrekuðum höggum með borðplötu og vöfflujárni. Mennirnir tveir voru neyslufélagar en Bragi hafði komið í herbergi Bjarka Freys þetta kvöld til þess að sækja úlpu sem hann hafði skilið eftir degi áður. Einar Guðberg segier aðkomuna hafa verið skuggalega. Hélt hann sæi Köngulóarmanninn Þeir sátu fyrst að sumbli um stund í herbergi nágranna Bjarka áður en Bragi stóð upp og sagðist þurfa að fara. Þeir gengu tveir saman inn í herbergi Bjarka og í skýrslutöku lýsti Bjarki Freyr því að þeir hefðu verið góðir saman, haldið utan um hvorn annan og verið vinir. Allt þar til þeir komu inn í dyragættina, en þá var eins og eitthvað æði hefði gripið um sig. „Ég sé að hann er bara alblóðugur, bara buxurnar hans og þær eru allar alveg gegnsósa af blóði og hann segir að gaurinn þarna inni hjá sér hafi eitthvað verið að leika Spiderman. Það var bara eins og sláturhús. Löggan hún spurði hvort það hefði verið skotvopn, þetta var það mikið,“ segir nágranni mannsins sem kom að mönnunum tveimur. „Hann var vægast sagt í mjög annarlegu ástandi, bæði af áfengi og lyfjaneyslu,“ segir Einar Guðberg lögreglumaður. „Hann gaf svo sem engar skýringar þarna í upphafi annað en að eitthvað hefði komið uppá og orðið hræddur, og gengið úr skugga um að viðkomandi kæmi ekki á eftir honum,“ bætir hann við. Lét höggin dynja ítrekað Rannsóknarlögreglumaðurinn og blóðferlasérfræðingurinn Ragnar Jónsson hjá tæknideild lögreglunnar var kallaður á vettvang, líkt og almennt þegar svona mál koma upp. „Ummerkin voru, ef ég orða það pent, svakaleg. Það voru mjög sterkar vísbendingar um að ekki hafi bara eitt áhald verið notað heldur tvö,“ segir Ragnar. Rannsóknin leiddi í ljós að viðkomandi hafði látið höggin dynja með ellefu kílóa tréborði og tveggja kílóa vöfflujárni. Ragnar Jónsson rannsakaði meðal annars blóðferlana en það leiddi í ljós að árásin hafi verið ítrekuð. „Það voru nokkur lög af blóði sem segir okkur að árásin á látna var ítrekuð. Það var ítrekað verið að ganga í skrokk á honum með áhöldum,“ segir Ragnar. „Að nota fleiri en eitt áhald er að sýna svo mikinn ásetning hjá viðkomandi. Það var ekki nóg að hafa lamið með þessu heldur þurfti líka að nota eitthvað annað og jafnvel eitthvað þyngra. Það vegur þyngst í þessu, þessi ásetningur að bana viðkomandi.“ Bjarki Freyr játaði að hafa ráðið félaga sínum bana en neitaði að hafa notað vöfflujárnið. Vöfflujárnið var þó alblóðugt og nánast komið í mél. Hann var samvinnuþýður við lögreglu og ákvað að una 16 ára fangelsisdómi Héraðsdóms Reykjaness og áfrýjaði því ekki. Bragi var 31 árs þegar hann lést. Ítarlega var fjallað um málið í Ummerkjum á Stöð 2 í gærkvöld en hluta úr þættinum má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Ummerki Tengdar fréttir „Það var ekkert eðlilegt við þetta útkall“ Karlmaður sem var dæmdur fyrir morðið á eiginkonu sinni á heimili þeirra við Stelkshóla í Breiðholti árið 2014 var látinn laus úr haldi rúmum þremur árum eftir að dómurinn féll. 9. nóvember 2020 06:46 Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Innlent Fleiri fréttir Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Sjá meira
„Mér var vísað þarna inn í eitt herbergið og það var vart hægt að opna hurðina fyrir drasli. Og þar blasti við mjög ófögur sjón. Blóð úti um allt og allt var á tjá og tundri,“ segir Einar Guðberg Jónsson lögreglumaður sem var með þeim fyrstu sem komu að karlmanni látnum í íbúðarhúsnæði við Dalshraun í Hafnarfirði árið 2009. Fjallað var um málið í sjónvarpsþáttunum Ummerkjum á Stöð 2 í gærkvöld. Bjarki Freyr Sigurgeirsson hafði þá ráðið félaga sínum, Braga Friðþjófssyni, bana eftir að hafa barið hann ítrekuðum höggum með borðplötu og vöfflujárni. Mennirnir tveir voru neyslufélagar en Bragi hafði komið í herbergi Bjarka Freys þetta kvöld til þess að sækja úlpu sem hann hafði skilið eftir degi áður. Einar Guðberg segier aðkomuna hafa verið skuggalega. Hélt hann sæi Köngulóarmanninn Þeir sátu fyrst að sumbli um stund í herbergi nágranna Bjarka áður en Bragi stóð upp og sagðist þurfa að fara. Þeir gengu tveir saman inn í herbergi Bjarka og í skýrslutöku lýsti Bjarki Freyr því að þeir hefðu verið góðir saman, haldið utan um hvorn annan og verið vinir. Allt þar til þeir komu inn í dyragættina, en þá var eins og eitthvað æði hefði gripið um sig. „Ég sé að hann er bara alblóðugur, bara buxurnar hans og þær eru allar alveg gegnsósa af blóði og hann segir að gaurinn þarna inni hjá sér hafi eitthvað verið að leika Spiderman. Það var bara eins og sláturhús. Löggan hún spurði hvort það hefði verið skotvopn, þetta var það mikið,“ segir nágranni mannsins sem kom að mönnunum tveimur. „Hann var vægast sagt í mjög annarlegu ástandi, bæði af áfengi og lyfjaneyslu,“ segir Einar Guðberg lögreglumaður. „Hann gaf svo sem engar skýringar þarna í upphafi annað en að eitthvað hefði komið uppá og orðið hræddur, og gengið úr skugga um að viðkomandi kæmi ekki á eftir honum,“ bætir hann við. Lét höggin dynja ítrekað Rannsóknarlögreglumaðurinn og blóðferlasérfræðingurinn Ragnar Jónsson hjá tæknideild lögreglunnar var kallaður á vettvang, líkt og almennt þegar svona mál koma upp. „Ummerkin voru, ef ég orða það pent, svakaleg. Það voru mjög sterkar vísbendingar um að ekki hafi bara eitt áhald verið notað heldur tvö,“ segir Ragnar. Rannsóknin leiddi í ljós að viðkomandi hafði látið höggin dynja með ellefu kílóa tréborði og tveggja kílóa vöfflujárni. Ragnar Jónsson rannsakaði meðal annars blóðferlana en það leiddi í ljós að árásin hafi verið ítrekuð. „Það voru nokkur lög af blóði sem segir okkur að árásin á látna var ítrekuð. Það var ítrekað verið að ganga í skrokk á honum með áhöldum,“ segir Ragnar. „Að nota fleiri en eitt áhald er að sýna svo mikinn ásetning hjá viðkomandi. Það var ekki nóg að hafa lamið með þessu heldur þurfti líka að nota eitthvað annað og jafnvel eitthvað þyngra. Það vegur þyngst í þessu, þessi ásetningur að bana viðkomandi.“ Bjarki Freyr játaði að hafa ráðið félaga sínum bana en neitaði að hafa notað vöfflujárnið. Vöfflujárnið var þó alblóðugt og nánast komið í mél. Hann var samvinnuþýður við lögreglu og ákvað að una 16 ára fangelsisdómi Héraðsdóms Reykjaness og áfrýjaði því ekki. Bragi var 31 árs þegar hann lést. Ítarlega var fjallað um málið í Ummerkjum á Stöð 2 í gærkvöld en hluta úr þættinum má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.
Ummerki Tengdar fréttir „Það var ekkert eðlilegt við þetta útkall“ Karlmaður sem var dæmdur fyrir morðið á eiginkonu sinni á heimili þeirra við Stelkshóla í Breiðholti árið 2014 var látinn laus úr haldi rúmum þremur árum eftir að dómurinn féll. 9. nóvember 2020 06:46 Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Innlent Fleiri fréttir Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Sjá meira
„Það var ekkert eðlilegt við þetta útkall“ Karlmaður sem var dæmdur fyrir morðið á eiginkonu sinni á heimili þeirra við Stelkshóla í Breiðholti árið 2014 var látinn laus úr haldi rúmum þremur árum eftir að dómurinn féll. 9. nóvember 2020 06:46