Breytingarnar hafa áhrif á störf reynslumikilla fréttamanna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. nóvember 2020 15:11 Rakel Þorbergsdóttir hefur verið fréttastjóri Ríkisútvarpsins undanfarin sex ár. RÚV Rakel Þorbergsdóttir, fréttastjóri Ríkisútvarpsins, segir hagræðingaraðgerðirnar sem gripið hefur verið til á fréttastofunni vera vegna niðurskurðar. Þess mesta sem fréttastofan hafi staðið frammi fyrir síðan árið 2013. Með breytingunum sparist hátt í 100 milljónir króna. „Eins og staðan er núna stefnir hann hátt í tíu prósent og því ógerlegt annað er fækka í starfsliði fréttastofunnar,“ segir Rakel í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis. Þremur fastráðnum fréttamönnum Ríkisútvarpsins hefur verið sagt upp störfum. Rakel segir fréttastofuna aftur á móti vera að missa í heildina sex stöðugildi fréttamanna milli ára. „Hin þrjú stöðugildin eru m.a. vegna fækkunar umsjónarmanna í fréttaþáttum auk þess sem nokkrir af reynslumestu fréttamönnum okkar fara í skert starfshlutfall eða láta af störfum þegar þeir ná lífeyrisaldri.“ Heildarskerðingin á fjármagni fréttastofunnar núna jafngildi um níu stöðugildum. Hagrætt sé og skorið niður á öllum póstum í fréttavinnslunni og rekstrinum. Aðspurð hve miklir fjármunir sparist á ársgrundvelli með þessum niðurskurði áætlar Rakel það vera um 90-100 milljónir sé allt talið saman eins og staðan er núna. Ekki sé gert ráð fyrir frekari fækkun starfsmanna á fréttastofunni á þessu ári. Aðspurð hvort frekari hagræðingar séu í gangi hjá Ríkisútvarpinu vísaði Rakel á Stefán Eiríksson útvarpsstjóra. Stefán Eiríksson, útvarpsstjóri.Reykjavík Hagræðing, samdráttur og fækkun Stefán segir í svari við skriflegri fyrirspurn Vísis á fjórða tímanum að Ríkisútvarpið standi nú frammi fyrir miklu tekjufalli vegna samdráttar í auglýsingatekjum, auk þess sem „tekjuáætlun fjárlaga gerir ráð fyrir lakari innheimtu á útvarpsgjaldi á næsta ári sem nemur mörg hundruð milljónum króna.“ Af þessum ástæðum hafi verið gripið til margvíslegra hagræðingaraðgerða hjá Ríkisútvarpinu undanfarnar vikur og mánuði á öllum sviðum. Breytingarnar feli til dæmis í sér tilfærslu á starfsfólki, samdrátt og hagræðingu í stoðdeildum, fækkun í yfirstjórn, auk þess sem svið hafi verið sameinuð og lögð niður. Einnig hafi starfshlutfall starfsmanna verið lækkað með því að ráða ekki í stöður sem losna, sem og með því að segja fólki upp störfum. Fréttin hefur verið uppfærð með svari útvarpsstjóra við fyrirspurn Vísis. Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Tengdar fréttir Uppsagnir og breytingar á fréttastofu RÚV Nokkrum starfsmönnum fréttastofu Ríkisútvarpsins hefur verið sagt upp störfum og verið er að gera breytingar innanhúss þar sem fólk er fært í ný verkefni og stöður þeirra lagðar niður. 18. nóvember 2020 13:16 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Frábær þjóðbúningamessu í Fljótshlíð Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Sjá meira
Rakel Þorbergsdóttir, fréttastjóri Ríkisútvarpsins, segir hagræðingaraðgerðirnar sem gripið hefur verið til á fréttastofunni vera vegna niðurskurðar. Þess mesta sem fréttastofan hafi staðið frammi fyrir síðan árið 2013. Með breytingunum sparist hátt í 100 milljónir króna. „Eins og staðan er núna stefnir hann hátt í tíu prósent og því ógerlegt annað er fækka í starfsliði fréttastofunnar,“ segir Rakel í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis. Þremur fastráðnum fréttamönnum Ríkisútvarpsins hefur verið sagt upp störfum. Rakel segir fréttastofuna aftur á móti vera að missa í heildina sex stöðugildi fréttamanna milli ára. „Hin þrjú stöðugildin eru m.a. vegna fækkunar umsjónarmanna í fréttaþáttum auk þess sem nokkrir af reynslumestu fréttamönnum okkar fara í skert starfshlutfall eða láta af störfum þegar þeir ná lífeyrisaldri.“ Heildarskerðingin á fjármagni fréttastofunnar núna jafngildi um níu stöðugildum. Hagrætt sé og skorið niður á öllum póstum í fréttavinnslunni og rekstrinum. Aðspurð hve miklir fjármunir sparist á ársgrundvelli með þessum niðurskurði áætlar Rakel það vera um 90-100 milljónir sé allt talið saman eins og staðan er núna. Ekki sé gert ráð fyrir frekari fækkun starfsmanna á fréttastofunni á þessu ári. Aðspurð hvort frekari hagræðingar séu í gangi hjá Ríkisútvarpinu vísaði Rakel á Stefán Eiríksson útvarpsstjóra. Stefán Eiríksson, útvarpsstjóri.Reykjavík Hagræðing, samdráttur og fækkun Stefán segir í svari við skriflegri fyrirspurn Vísis á fjórða tímanum að Ríkisútvarpið standi nú frammi fyrir miklu tekjufalli vegna samdráttar í auglýsingatekjum, auk þess sem „tekjuáætlun fjárlaga gerir ráð fyrir lakari innheimtu á útvarpsgjaldi á næsta ári sem nemur mörg hundruð milljónum króna.“ Af þessum ástæðum hafi verið gripið til margvíslegra hagræðingaraðgerða hjá Ríkisútvarpinu undanfarnar vikur og mánuði á öllum sviðum. Breytingarnar feli til dæmis í sér tilfærslu á starfsfólki, samdrátt og hagræðingu í stoðdeildum, fækkun í yfirstjórn, auk þess sem svið hafi verið sameinuð og lögð niður. Einnig hafi starfshlutfall starfsmanna verið lækkað með því að ráða ekki í stöður sem losna, sem og með því að segja fólki upp störfum. Fréttin hefur verið uppfærð með svari útvarpsstjóra við fyrirspurn Vísis.
Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Tengdar fréttir Uppsagnir og breytingar á fréttastofu RÚV Nokkrum starfsmönnum fréttastofu Ríkisútvarpsins hefur verið sagt upp störfum og verið er að gera breytingar innanhúss þar sem fólk er fært í ný verkefni og stöður þeirra lagðar niður. 18. nóvember 2020 13:16 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Frábær þjóðbúningamessu í Fljótshlíð Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Sjá meira
Uppsagnir og breytingar á fréttastofu RÚV Nokkrum starfsmönnum fréttastofu Ríkisútvarpsins hefur verið sagt upp störfum og verið er að gera breytingar innanhúss þar sem fólk er fært í ný verkefni og stöður þeirra lagðar niður. 18. nóvember 2020 13:16