„Segðu kærastanum að láta mig fá fokking pening“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 18. nóvember 2020 22:32 Stefanía, eða Stebba eins og hún er kölluð, ákvað að láta vera að svara. Aðsend „Þetta var svolítið fyndið; um leið og hann fær rautt spjald fæ ég skilaboð á Instagram,“ segir Stefanía Sigurðardóttir, eiginkona Birkis Más Sævarssonar knattspyrnumanns, en henni bárust miður fallegar orðsendingar eftir að Birkir fékk rauða spjaldið í leik Íslands og Englands fyrr í kvöld. „Give me back my money,“ sagði í einum skilaboðunum, að viðbættum blótsyrðum og tilvísun í rauða spjaldið. Stefanía, eða Stebba eins og hún er kölluð, segist telja líklegt að um sé að ræða erlenda „tippara“, sem geta átt mikið undir því að leikir fari á einn veg eða annan. „Fyrst var ég að hugsa hvort ég ætti að svara.. ég er svolítið skapstór og fljót upp. En ég ákvað að láta þetta eiga sig, að hætti Birkis. Hann hefði sagt mér að gera það,“ segir Stebba. Alls bárust henni skilaboð frá þremur einstaklingum en einn gekk lengra en aðrir; skildi eftir athugasemd við mynd af börnum hjónanna á Instagram og sendi Stebbu svo vinarbeiðni. Athugasemdin var svohljóðandi: „Say your boyfriend to give me fckin money.“ Hún segist aldrei hafa haft áhyggjur af því að vera með opið Instagram en hún skilji þá sem hafa það lokað. „Ég geri ráð fyrir að stærri stjörnur séu að fá furðulegan skammt af svona rugli.“ Fótbolti Þjóðadeild UEFA Fjárhættuspil Tengdar fréttir Birkir Már fékk virkilega rauða spjaldið fyrir þetta Birkir Már Sævarsson fékk rauða spjaldið í 95. landsleiknum sínum á móti Englandi á Wembley í kvöld. 18. nóvember 2020 21:17 Svona var Twitter er Ísland tapaði á Wembley Ísland tapaði 4-0 gegn Englandi á Wembley í síðasta leik riðlakeppni Þjóðadeildarinnar í kvöld. Hér má sjá það helsta sem fram fór á samfélagsmiðlinum Twitter á meðan leik stóð. 18. nóvember 2020 21:49 Einkunnir Íslands á Wembley: Ögmundur fékk bara hálfleik en var bestur Vísir er búinn að fara yfir frammistöðu íslensku strákanna á Wembley í kvöld. 18. nóvember 2020 21:54 Mest lesið Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Undirbúa árásir á Húta og hernám Gasa Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sjá meira
„Þetta var svolítið fyndið; um leið og hann fær rautt spjald fæ ég skilaboð á Instagram,“ segir Stefanía Sigurðardóttir, eiginkona Birkis Más Sævarssonar knattspyrnumanns, en henni bárust miður fallegar orðsendingar eftir að Birkir fékk rauða spjaldið í leik Íslands og Englands fyrr í kvöld. „Give me back my money,“ sagði í einum skilaboðunum, að viðbættum blótsyrðum og tilvísun í rauða spjaldið. Stefanía, eða Stebba eins og hún er kölluð, segist telja líklegt að um sé að ræða erlenda „tippara“, sem geta átt mikið undir því að leikir fari á einn veg eða annan. „Fyrst var ég að hugsa hvort ég ætti að svara.. ég er svolítið skapstór og fljót upp. En ég ákvað að láta þetta eiga sig, að hætti Birkis. Hann hefði sagt mér að gera það,“ segir Stebba. Alls bárust henni skilaboð frá þremur einstaklingum en einn gekk lengra en aðrir; skildi eftir athugasemd við mynd af börnum hjónanna á Instagram og sendi Stebbu svo vinarbeiðni. Athugasemdin var svohljóðandi: „Say your boyfriend to give me fckin money.“ Hún segist aldrei hafa haft áhyggjur af því að vera með opið Instagram en hún skilji þá sem hafa það lokað. „Ég geri ráð fyrir að stærri stjörnur séu að fá furðulegan skammt af svona rugli.“
Fótbolti Þjóðadeild UEFA Fjárhættuspil Tengdar fréttir Birkir Már fékk virkilega rauða spjaldið fyrir þetta Birkir Már Sævarsson fékk rauða spjaldið í 95. landsleiknum sínum á móti Englandi á Wembley í kvöld. 18. nóvember 2020 21:17 Svona var Twitter er Ísland tapaði á Wembley Ísland tapaði 4-0 gegn Englandi á Wembley í síðasta leik riðlakeppni Þjóðadeildarinnar í kvöld. Hér má sjá það helsta sem fram fór á samfélagsmiðlinum Twitter á meðan leik stóð. 18. nóvember 2020 21:49 Einkunnir Íslands á Wembley: Ögmundur fékk bara hálfleik en var bestur Vísir er búinn að fara yfir frammistöðu íslensku strákanna á Wembley í kvöld. 18. nóvember 2020 21:54 Mest lesið Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Undirbúa árásir á Húta og hernám Gasa Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sjá meira
Birkir Már fékk virkilega rauða spjaldið fyrir þetta Birkir Már Sævarsson fékk rauða spjaldið í 95. landsleiknum sínum á móti Englandi á Wembley í kvöld. 18. nóvember 2020 21:17
Svona var Twitter er Ísland tapaði á Wembley Ísland tapaði 4-0 gegn Englandi á Wembley í síðasta leik riðlakeppni Þjóðadeildarinnar í kvöld. Hér má sjá það helsta sem fram fór á samfélagsmiðlinum Twitter á meðan leik stóð. 18. nóvember 2020 21:49
Einkunnir Íslands á Wembley: Ögmundur fékk bara hálfleik en var bestur Vísir er búinn að fara yfir frammistöðu íslensku strákanna á Wembley í kvöld. 18. nóvember 2020 21:54