Hvolpar ekki bara til að létta lund í samkomubanni Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 20. nóvember 2020 21:01 Alls tíu hvolpar komu í gotinu og eru nú allir búnir að fá gott heimili en eigandinn var að drukkna í fyrirspurnum. vísir/arnar Mikil eftirspurn er eftir hvolpum þessa dagana. Hundaræktandi segist velja fjölskyldurnar vel enda sé hundaeign langtíma skuldbinding og gífurleg vinna. Þegar tíu labrador-hvolpar komu í heiminn, einn á fætur öðrum, kom Laddi upp í huga eigendanna og setningin „Hættu að telja, þetta er ég!" Þannig fengu allir hvolparnir nöfn eftir Laddakarakterum, til dæmis Elsa Lund, Skúli rafvirki og Eiríkur Fjalar. Fréttastofa hefur fjallað um mikla eftirspurn eftir kettlingum síðustu vikurnar. Og það sama á við um hvolpa enda dauðlangar mann að taka eitt svona krútt með sér heim, ekki veitir af í covid, samkomubanni og myrkri. En það eru víst ekki réttar ástæður til að fá sér hund. „Þetta er skuldbinding og hvolpar eru voðalega sætir en fyrstu tvö árin eru þau sem reynir mest á í uppeldinu,“ segir Sigrún Guðlaugardóttir, hundaræktandi. Margir eru að leita að hvolpi á Facebook, bara einhverjum hvolpi - tegund og verð skiptir ekki máli. Allar facebooksíður um hunda og hvolpa loga í fyrirspurnum. Sigrún hefur verið sjálf að drukkna úr fyrirspurnum og eru margar hverjar frá fólki sem virðist ekki hafa hugsað dæmið til enda. „Það segist leiðast og vanta félagsskap. Það er æðislegt að hafa hund og mjög hjálplegt félagslega en það er ekki nóg að fá sér hund af því að manni leiðist. Maður verður líka að spyrja sig hvort honum eigi eftir að leiðast líka.“ Sigrún segir fólk hafa boðið hærri greiðslur til að reyna að tryggja sér hvolp. „Þegar við erum að leita að heimilum fyrir okkar hunda þá biðjum við ekki um reikningsyfirlitið heldur skoðum fólkið og hvað liggur að baki. Það er ekki þykktin á seðlaveskinu sem skiptir máli,“ segir Sigrún og bætir við að eins mikilvægt og það er fyrir hundaræktara að skila af sér „góðri vöru“ þá er það jafn mikilvægt að hundurinn fái gott heimili. Dýr Gæludýr Samkomubann á Íslandi Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira
Mikil eftirspurn er eftir hvolpum þessa dagana. Hundaræktandi segist velja fjölskyldurnar vel enda sé hundaeign langtíma skuldbinding og gífurleg vinna. Þegar tíu labrador-hvolpar komu í heiminn, einn á fætur öðrum, kom Laddi upp í huga eigendanna og setningin „Hættu að telja, þetta er ég!" Þannig fengu allir hvolparnir nöfn eftir Laddakarakterum, til dæmis Elsa Lund, Skúli rafvirki og Eiríkur Fjalar. Fréttastofa hefur fjallað um mikla eftirspurn eftir kettlingum síðustu vikurnar. Og það sama á við um hvolpa enda dauðlangar mann að taka eitt svona krútt með sér heim, ekki veitir af í covid, samkomubanni og myrkri. En það eru víst ekki réttar ástæður til að fá sér hund. „Þetta er skuldbinding og hvolpar eru voðalega sætir en fyrstu tvö árin eru þau sem reynir mest á í uppeldinu,“ segir Sigrún Guðlaugardóttir, hundaræktandi. Margir eru að leita að hvolpi á Facebook, bara einhverjum hvolpi - tegund og verð skiptir ekki máli. Allar facebooksíður um hunda og hvolpa loga í fyrirspurnum. Sigrún hefur verið sjálf að drukkna úr fyrirspurnum og eru margar hverjar frá fólki sem virðist ekki hafa hugsað dæmið til enda. „Það segist leiðast og vanta félagsskap. Það er æðislegt að hafa hund og mjög hjálplegt félagslega en það er ekki nóg að fá sér hund af því að manni leiðist. Maður verður líka að spyrja sig hvort honum eigi eftir að leiðast líka.“ Sigrún segir fólk hafa boðið hærri greiðslur til að reyna að tryggja sér hvolp. „Þegar við erum að leita að heimilum fyrir okkar hunda þá biðjum við ekki um reikningsyfirlitið heldur skoðum fólkið og hvað liggur að baki. Það er ekki þykktin á seðlaveskinu sem skiptir máli,“ segir Sigrún og bætir við að eins mikilvægt og það er fyrir hundaræktara að skila af sér „góðri vöru“ þá er það jafn mikilvægt að hundurinn fái gott heimili.
Dýr Gæludýr Samkomubann á Íslandi Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira