Flugbanni Boeing 737 Max vélanna verður líklega aflétt í janúar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. nóvember 2020 23:36 Flugbanni Boeing 737 Max vélanna verður líklega aflétt í janúar. EPA-EFE/STEPHEN BRASHEAR Flugbanni Boeing 737 Max vélanna verður aflétt í janúar. Eftirlitsyfirvöld í Bandaríkjunum bundu í síðustu viku endi á 20 mánaða langt flugbann vélanna eftir að tvær slíkar vélar hröpuðu. Yfirmaður Flugöryggisstofnunar Evrópusambandsins, EASA, sagði í dag að stofnunin teldi vélarnar orðnar öruggar til flugs eftir að ráðist var í breytingar á hönnun vélarinnar. Tvær vélar af 737 Max gerð hröpuðu í Indónesíu og Eþíópíu árin 2018 og 2019 og dóu 346 í slysunum. Í kjölfarið vöknuðu upp spurningar um öryggi vélanna og voru þær settar í flugbann á meðan gerðar voru grundvallabreytingar á hönnun þeirra. EASA hefur þegar hafið undirbúning á tillögu um að enda flugbannið og verður tillagan gerð opinber í næstu viku. Þá tekur við mánaðarbið, þar sem hægt verður að gera athugasemdir við tillöguna. Þegar því ferli er lokið og búið er að vinna úr athugasemdunum verður tekin ákvörðun um hvort létta eigi flugbanninu og gert er ráð fyrir að sú ákvörðun verði gerð í janúar. Óljóst er hve langan tíma það mun taka fyrir flugvélarnar að komast aftur í notkun í Evrópu en flugmenn munu þurfa að fá þjálfun og flugfélög tíma til þess að uppfæra hugbúnað vélanna og tryggja að þær uppfylli staðla EASA. Áætlað er að notkun vélanna hefjist þann 29. desember í Bandaríkjunum en þá verða liðnar tæpar sex vikur frá því að eftirlitsyfirvöld í Bandaríkjunum birtu tilskipun um að flugbanninu væri létt. Aðildarríki EASA eru öll 27 aðildarríki Evrópusambandsins auk EFTA ríkjanna: Íslands, Noregs, Liechtenstein og Sviss. Þá fellur Bretland einnig undir EASA en því mun ljúka 31. desember, þegar Bretland segir skilið við Evrópusambandið. Fréttin hefur verið uppfærð. Boeing Fréttir af flugi Evrópusambandið Tengdar fréttir Senda teymi til að sækja MAX-vélarnar úr eyðimörkinni Bandaríska flugfélagið Southwest Airlines hefur sent teymi flugvirkja í eyðimörkina við Victorville í Kaliforníu þar sem flugfélagið geymir 34 af Boeing 737 MAX-flugvélum sínum. 19. nóvember 2020 15:48 MAX-vélar Icelandair teknar í notkun næsta vor Forstjóri Icelandair Group segir að miðað við fjölda flugferða í núverandi ástandi sé Icelandair með nægilega margar vélar til að anna áætluninni. Bandarísk flugmálayfirvöld gáfu MAX-vélunum grænt ljós til að fljúga á ný í gær. 19. nóvember 2020 07:33 Norwegian leitar til dómstóla til að bjarga félaginu frá gjaldþroti Flugfélagið Norwegian Air hefur leitað til dómstóla á Írlandi vegna mikilla skulda. Um er að ræða viðleitni til að koma í veg fyrir gjaldþrot flugfélagsins á tímum kórónuveirufaraldursins. 18. nóvember 2020 16:53 Mest lesið Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Flugbanni Boeing 737 Max vélanna verður aflétt í janúar. Eftirlitsyfirvöld í Bandaríkjunum bundu í síðustu viku endi á 20 mánaða langt flugbann vélanna eftir að tvær slíkar vélar hröpuðu. Yfirmaður Flugöryggisstofnunar Evrópusambandsins, EASA, sagði í dag að stofnunin teldi vélarnar orðnar öruggar til flugs eftir að ráðist var í breytingar á hönnun vélarinnar. Tvær vélar af 737 Max gerð hröpuðu í Indónesíu og Eþíópíu árin 2018 og 2019 og dóu 346 í slysunum. Í kjölfarið vöknuðu upp spurningar um öryggi vélanna og voru þær settar í flugbann á meðan gerðar voru grundvallabreytingar á hönnun þeirra. EASA hefur þegar hafið undirbúning á tillögu um að enda flugbannið og verður tillagan gerð opinber í næstu viku. Þá tekur við mánaðarbið, þar sem hægt verður að gera athugasemdir við tillöguna. Þegar því ferli er lokið og búið er að vinna úr athugasemdunum verður tekin ákvörðun um hvort létta eigi flugbanninu og gert er ráð fyrir að sú ákvörðun verði gerð í janúar. Óljóst er hve langan tíma það mun taka fyrir flugvélarnar að komast aftur í notkun í Evrópu en flugmenn munu þurfa að fá þjálfun og flugfélög tíma til þess að uppfæra hugbúnað vélanna og tryggja að þær uppfylli staðla EASA. Áætlað er að notkun vélanna hefjist þann 29. desember í Bandaríkjunum en þá verða liðnar tæpar sex vikur frá því að eftirlitsyfirvöld í Bandaríkjunum birtu tilskipun um að flugbanninu væri létt. Aðildarríki EASA eru öll 27 aðildarríki Evrópusambandsins auk EFTA ríkjanna: Íslands, Noregs, Liechtenstein og Sviss. Þá fellur Bretland einnig undir EASA en því mun ljúka 31. desember, þegar Bretland segir skilið við Evrópusambandið. Fréttin hefur verið uppfærð.
Boeing Fréttir af flugi Evrópusambandið Tengdar fréttir Senda teymi til að sækja MAX-vélarnar úr eyðimörkinni Bandaríska flugfélagið Southwest Airlines hefur sent teymi flugvirkja í eyðimörkina við Victorville í Kaliforníu þar sem flugfélagið geymir 34 af Boeing 737 MAX-flugvélum sínum. 19. nóvember 2020 15:48 MAX-vélar Icelandair teknar í notkun næsta vor Forstjóri Icelandair Group segir að miðað við fjölda flugferða í núverandi ástandi sé Icelandair með nægilega margar vélar til að anna áætluninni. Bandarísk flugmálayfirvöld gáfu MAX-vélunum grænt ljós til að fljúga á ný í gær. 19. nóvember 2020 07:33 Norwegian leitar til dómstóla til að bjarga félaginu frá gjaldþroti Flugfélagið Norwegian Air hefur leitað til dómstóla á Írlandi vegna mikilla skulda. Um er að ræða viðleitni til að koma í veg fyrir gjaldþrot flugfélagsins á tímum kórónuveirufaraldursins. 18. nóvember 2020 16:53 Mest lesið Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Senda teymi til að sækja MAX-vélarnar úr eyðimörkinni Bandaríska flugfélagið Southwest Airlines hefur sent teymi flugvirkja í eyðimörkina við Victorville í Kaliforníu þar sem flugfélagið geymir 34 af Boeing 737 MAX-flugvélum sínum. 19. nóvember 2020 15:48
MAX-vélar Icelandair teknar í notkun næsta vor Forstjóri Icelandair Group segir að miðað við fjölda flugferða í núverandi ástandi sé Icelandair með nægilega margar vélar til að anna áætluninni. Bandarísk flugmálayfirvöld gáfu MAX-vélunum grænt ljós til að fljúga á ný í gær. 19. nóvember 2020 07:33
Norwegian leitar til dómstóla til að bjarga félaginu frá gjaldþroti Flugfélagið Norwegian Air hefur leitað til dómstóla á Írlandi vegna mikilla skulda. Um er að ræða viðleitni til að koma í veg fyrir gjaldþrot flugfélagsins á tímum kórónuveirufaraldursins. 18. nóvember 2020 16:53