„Þetta læðist greinilega að öllum“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. nóvember 2020 11:11 Ljósmyndari Vísis náði mynd af Víði í sóttkvínni á Hótel Reykjavík Natura við Nauthólsveg. Sóttkvíin kemur bersýnilega ekki í veg fyrir að yfirlögregluþjónninn mæti til vinnu í lögreglubúningnum. Vísir/vilhelm Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum hefur komið sér fyrir á hóteli þar sem hann mun verja næstu viku í sóttkví. Ekki hefur tekist að finna út úr því hvernig sá sem útsetti hann fyrir smiti smitaðist af veirunni. „Það var aðili mér tengdur sem greindist í gær þannig að ég lendi í sóttkví. Það er eins og gengur í þessu, þessi veira er lævís og lúmsk og hún er víða,“ segir Víðir í samtali við Vísi. Líkt og fram kom í gær fór Víðir í sýnatöku síðdegis í gær, auk Ölmu Möller landlæknis og Þórólfs Guðansonar sóttvarnalæknis. Öll þrjú reyndust þau neikvæð fyrir veirunni. Víðir verður að öllu óbreyttu í sóttkví fram á mánudag en hann var útsettur í gær. „Mér líður bara vel. Maður er bara í þessum gír, eins og allir aðrir sem lenda í þessu. Maður tekur þessu bara, leggur sitt af mörkum í baráttunni og reynir að sinna vinnunni á þessum skrýtnu tímum,“ segir Víðir. Ekki vitað hvernig smitið barst Þá segir Víðir erfitt að meta það hvort miklar líkar séu á því að hann hafi smitast. „Það er erfitt að segja. Eins og þegar þetta var seinast þá veit maður ekkert. Maður er náttúrulega alltaf að reyna að passa sig en þetta læðist greinilega að öllum.“ Þá hefur smitrakning ekki getað varpað ljósi á það hvernig veiran barst í nærumhverfi Víðis. „Nei, það er nefnilega svo skrýtið að það finnst ekki neitt út úr því enn þá. Það er verið að reyna að finna út úr því en það eru engin tengsl sem við finnum.“ Líkt og áður segir dvelur Víðir nú á hóteli og hefur komið sér upp skrifstofu, þar sem hann mun áfram sinna vinnu sinni í baráttunni við faraldurinn. „Megnið af vinnunni er hvort sem er í fjarfundum þannig að þetta hefur ekki teljandi áhrif á verkefnin,“ segir Víðir. Þetta er í annað sinn sem Víðir þarf að fara í sóttkví eftir að hafa umgengist einstakling sýktan af kórónuveirunni. Í september fór hann í sóttkví eftir að hafa umgengist einstakling sem var talinn vera mjög smitandi daginn sem hann hitti viðkomandi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Tengdar fréttir Þurfa að koma heim ekki seinna en 18. desember til að vera ekki í sóttkví um jólin Þeir Íslendingar sem búsettir eru erlendis og ætla að koma heim yfir jólin þurfa að koma heim eigi síðar en 18. desember til þess að vera ekki í sóttkví um jólin. 23. nóvember 2020 12:01 Víðir settur í sóttkví Var í samskiptum við einstakling í vikunni sem var talinn mjög smitandi. 20. september 2020 11:19 Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Reikningum Flokks fólksins lokað um stund Innlent Fleiri fréttir Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Sjá meira
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum hefur komið sér fyrir á hóteli þar sem hann mun verja næstu viku í sóttkví. Ekki hefur tekist að finna út úr því hvernig sá sem útsetti hann fyrir smiti smitaðist af veirunni. „Það var aðili mér tengdur sem greindist í gær þannig að ég lendi í sóttkví. Það er eins og gengur í þessu, þessi veira er lævís og lúmsk og hún er víða,“ segir Víðir í samtali við Vísi. Líkt og fram kom í gær fór Víðir í sýnatöku síðdegis í gær, auk Ölmu Möller landlæknis og Þórólfs Guðansonar sóttvarnalæknis. Öll þrjú reyndust þau neikvæð fyrir veirunni. Víðir verður að öllu óbreyttu í sóttkví fram á mánudag en hann var útsettur í gær. „Mér líður bara vel. Maður er bara í þessum gír, eins og allir aðrir sem lenda í þessu. Maður tekur þessu bara, leggur sitt af mörkum í baráttunni og reynir að sinna vinnunni á þessum skrýtnu tímum,“ segir Víðir. Ekki vitað hvernig smitið barst Þá segir Víðir erfitt að meta það hvort miklar líkar séu á því að hann hafi smitast. „Það er erfitt að segja. Eins og þegar þetta var seinast þá veit maður ekkert. Maður er náttúrulega alltaf að reyna að passa sig en þetta læðist greinilega að öllum.“ Þá hefur smitrakning ekki getað varpað ljósi á það hvernig veiran barst í nærumhverfi Víðis. „Nei, það er nefnilega svo skrýtið að það finnst ekki neitt út úr því enn þá. Það er verið að reyna að finna út úr því en það eru engin tengsl sem við finnum.“ Líkt og áður segir dvelur Víðir nú á hóteli og hefur komið sér upp skrifstofu, þar sem hann mun áfram sinna vinnu sinni í baráttunni við faraldurinn. „Megnið af vinnunni er hvort sem er í fjarfundum þannig að þetta hefur ekki teljandi áhrif á verkefnin,“ segir Víðir. Þetta er í annað sinn sem Víðir þarf að fara í sóttkví eftir að hafa umgengist einstakling sýktan af kórónuveirunni. Í september fór hann í sóttkví eftir að hafa umgengist einstakling sem var talinn vera mjög smitandi daginn sem hann hitti viðkomandi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Tengdar fréttir Þurfa að koma heim ekki seinna en 18. desember til að vera ekki í sóttkví um jólin Þeir Íslendingar sem búsettir eru erlendis og ætla að koma heim yfir jólin þurfa að koma heim eigi síðar en 18. desember til þess að vera ekki í sóttkví um jólin. 23. nóvember 2020 12:01 Víðir settur í sóttkví Var í samskiptum við einstakling í vikunni sem var talinn mjög smitandi. 20. september 2020 11:19 Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Reikningum Flokks fólksins lokað um stund Innlent Fleiri fréttir Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Sjá meira
Þurfa að koma heim ekki seinna en 18. desember til að vera ekki í sóttkví um jólin Þeir Íslendingar sem búsettir eru erlendis og ætla að koma heim yfir jólin þurfa að koma heim eigi síðar en 18. desember til þess að vera ekki í sóttkví um jólin. 23. nóvember 2020 12:01
Víðir settur í sóttkví Var í samskiptum við einstakling í vikunni sem var talinn mjög smitandi. 20. september 2020 11:19
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent