Aðhaldskrafa á spítalann eins og blaut tuska Sunna Sæmundsdóttir skrifar 24. nóvember 2020 14:47 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Vísir/vilhelm Þjarmað var að Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, vegna niðurskurðarkröfu á Landspítalann í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. „Nú sjá stjórnendur Landspítalans fram á að þurfa að fresta húsnæðisframkvæmdum, skerða þjónustu kvenlækningadeildar, þétta vaktaskipulag lækna og seinka sumarráðningum, vegna þess að fjármunum til rekstursins er of naumt skammtað. Auk þess að geta ekki unnið á biðlistum sem hafa lengst mikið vegna farsóttarinnar,“ sagði Logi Einarsson, þingmaður Samfylkingar, og spurði hvort forsvaranlegt væri í miðjum heimsfaraldri að spítalinn þurfi að skerða þjónustu við sjúklinga. Samkvæmt yfirlýsingu heilbrigðisráðuneytisins nam uppsafnaður halli Landspítalans 3,8 milljörðum króna í árslok 2019. Þar segir að spítalinn hafi farið fram úr fjárlögum á síðustu árum og gert er ráð fyrir að hann fái svigrúm til að vinna hallann upp á næstu þremur árum. Samkvæmt fjárlagafrumvarpi næsta árs er auk þess 0,5% aðhaldskrafa á allar heilbrigðisstofnanir landsins. Hjá Landspítala nemur þessi krafa um 400 milljónum króna. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.vísir/stefán Í svari við fyrirspurn Loga sagði Svandís að skerðing á þjónustu við sjúklinga komi ekki til álita sem hluti af hagræðingaraðgerðum. Fyrirhugað sé að funda með yfirstjórn spítalans um málið í vikunni. Þá ítrekaði hún að allur viðbótarkostnaður sem falli á spítalann vegna Covid-19 verði bættur. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Viðreisnar, sagði hagræðinguna ekkert annað en niðurskurðarkröfu og ekki síst þar sem fresta eigi uppbyggingu innviða. „Og korteri eftir Landakotsskýrsluna er þetta afar furðuleg forgangsröðun.“ Sara Elísa Þórðardóttir, þingmaður Pírata, sagði kröfuna blauta tusku í andlit stjórnenda spítalans og þjóðarinnar allrar. „Það sætir undrun að stjórnvöld skuli gera stórkostlega aðhaldskröfu á þungamiðju heilbrigðiskerfisins sjálfs, Landspítalann.“ Svandís sagði stjórnendur spítalans hafa verið miðvitaða um kröfuna. „Af því að háttvirtur þingmaður spyr um blauta tusku er það svo, því miður, að Landspítalinn veit og vissi af þessum halla og vissi af því hvernig hann liti út. En aðhaldskrafa stjórnvalda er 0,5% á ári hverju á heilbrigðisþjónustu.“ Alþingi Heilbrigðismál Landspítalinn Hópsýking á Landakoti Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Fleiri fréttir Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Sjá meira
Þjarmað var að Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, vegna niðurskurðarkröfu á Landspítalann í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. „Nú sjá stjórnendur Landspítalans fram á að þurfa að fresta húsnæðisframkvæmdum, skerða þjónustu kvenlækningadeildar, þétta vaktaskipulag lækna og seinka sumarráðningum, vegna þess að fjármunum til rekstursins er of naumt skammtað. Auk þess að geta ekki unnið á biðlistum sem hafa lengst mikið vegna farsóttarinnar,“ sagði Logi Einarsson, þingmaður Samfylkingar, og spurði hvort forsvaranlegt væri í miðjum heimsfaraldri að spítalinn þurfi að skerða þjónustu við sjúklinga. Samkvæmt yfirlýsingu heilbrigðisráðuneytisins nam uppsafnaður halli Landspítalans 3,8 milljörðum króna í árslok 2019. Þar segir að spítalinn hafi farið fram úr fjárlögum á síðustu árum og gert er ráð fyrir að hann fái svigrúm til að vinna hallann upp á næstu þremur árum. Samkvæmt fjárlagafrumvarpi næsta árs er auk þess 0,5% aðhaldskrafa á allar heilbrigðisstofnanir landsins. Hjá Landspítala nemur þessi krafa um 400 milljónum króna. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.vísir/stefán Í svari við fyrirspurn Loga sagði Svandís að skerðing á þjónustu við sjúklinga komi ekki til álita sem hluti af hagræðingaraðgerðum. Fyrirhugað sé að funda með yfirstjórn spítalans um málið í vikunni. Þá ítrekaði hún að allur viðbótarkostnaður sem falli á spítalann vegna Covid-19 verði bættur. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Viðreisnar, sagði hagræðinguna ekkert annað en niðurskurðarkröfu og ekki síst þar sem fresta eigi uppbyggingu innviða. „Og korteri eftir Landakotsskýrsluna er þetta afar furðuleg forgangsröðun.“ Sara Elísa Þórðardóttir, þingmaður Pírata, sagði kröfuna blauta tusku í andlit stjórnenda spítalans og þjóðarinnar allrar. „Það sætir undrun að stjórnvöld skuli gera stórkostlega aðhaldskröfu á þungamiðju heilbrigðiskerfisins sjálfs, Landspítalann.“ Svandís sagði stjórnendur spítalans hafa verið miðvitaða um kröfuna. „Af því að háttvirtur þingmaður spyr um blauta tusku er það svo, því miður, að Landspítalinn veit og vissi af þessum halla og vissi af því hvernig hann liti út. En aðhaldskrafa stjórnvalda er 0,5% á ári hverju á heilbrigðisþjónustu.“
Alþingi Heilbrigðismál Landspítalinn Hópsýking á Landakoti Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Fleiri fréttir Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Sjá meira