Dómsmálaráðherra efast um verkfallsrétt flugvirkja Heimir Már Pétursson skrifar 24. nóvember 2020 19:21 Dómsmálaráðherra segir vafa undirorpið að verkfallsaðgerðir flugvirkja Landhelgisgæslunnar standist lög sem banni hindranir á björgun og löggæslu. Eina flughæfa þyrla Landhelgisgæslunnar verður ónothæf eftir miðnætti annað kvöld hvort sem samningar takast við flugvirkja eða ekki. Hluti flugvirkja Landhelgisgæslunnar sem sjá um viðhald á þyrluflota hennar fóru í verkfall hinn 5. nóvember sem stendur enn. Ekki náðist árangur á sáttafundi hjá ríkissáttasemjara í gær og nýr fundur hefur ekki verið boðaður. Ríkisstjórnin ræddi möguleika í stöðunni á fundi sínum í morgun. Landhelgisgæslan er með tvær þyrlur í notkun. Önnur þeirra bíður eftir margra vikna reglubundinni skoðun og hin á að fara í skoðun á miðnætti annað kvöld sem tæki að lágmarki tvo daga. Ef á að setja lög er þá ekki ljóst að það yrði að gera mjög fljótlega? Ríkisstjórnin ræddi möguleika í stöðunni vegna verkfalls flugvirkja hjá Landhelgisgæslunni á fundi sínum í dag.Vísir/Vilhelm „Jú, það er auðvitað forgangsverkefni okkar að tryggja öryggi almennings. Við þurfum að leita allra leiða til þess í þessari alvarlegu stöðu sem er komin upp," segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. Það sé hins vegar ljóst að þyrlan þurfi hvað sem öðru líður að fara í að minnsta kosti tveggja daga skoðun. Allir möguleikar í stöðunni væru skoðaðir en best yrði að samningar næðust. Þá velti ráðherra fyrir sé verkfallsrétti flugvirkjanna. „Ef maður les lögin frá 2006 þar sem aðrir sem starfa hjá Gæslunni eru ekki með sama rétt vegna þess að það á ekki að vera hægt að stöðva björgunar- og löggæsluþjónustu. Þetta mikilvæga öryggishlutverk sem Landhelgisgæslan hefur. Þannig að þetta er kannski svolítið ósamræmanlegt því," segir Áslaug Arna. Dómsmálaráðherra veltir fyrir sér hvort verkfall flugvirkja Landhelgisgæslunnar stenst lög sem banni hindrun björgunar- og löggæslustarfa.Vísir/Vilhelm Almannavarnanefnd Vestmannaeyja, sjúkraflutningamenn, jarðvísindamenn og fleiri hafa lýst alvarlegum áhyggjum af þeirri stöðu sem uppi er varðandi þyrlur Landhelgisgæslunnar. Þá dregur mjög úr öryggi sjófarenda ef þyrlurnar eru ekki til taks. Landhelgisgæslan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kjaramál Tengdar fréttir Segir stöðuna hjá Landhelgisgæslunni grafalvarlega Svo gæti farið að engin björgunarþyrla verði starfhæf hjá Landhelgisgæslunni um miðja næstu viku ef ekki næst að semja í kjaradeilu hluta flugvirkja Gæslunnar. 19. nóvember 2020 18:51 Sjö flutt með þyrlu til Reykjavíkur eftir slys á Suðurlandi Lögregla og aðrir viðbragðsaðilar eru nú við störf á vettvangi umferðarslyss við Skaftafell. Smárúta með sjö manns innanborðs fór út af veginum og valt. 29. ágúst 2020 19:41 Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Sjá meira
Dómsmálaráðherra segir vafa undirorpið að verkfallsaðgerðir flugvirkja Landhelgisgæslunnar standist lög sem banni hindranir á björgun og löggæslu. Eina flughæfa þyrla Landhelgisgæslunnar verður ónothæf eftir miðnætti annað kvöld hvort sem samningar takast við flugvirkja eða ekki. Hluti flugvirkja Landhelgisgæslunnar sem sjá um viðhald á þyrluflota hennar fóru í verkfall hinn 5. nóvember sem stendur enn. Ekki náðist árangur á sáttafundi hjá ríkissáttasemjara í gær og nýr fundur hefur ekki verið boðaður. Ríkisstjórnin ræddi möguleika í stöðunni á fundi sínum í morgun. Landhelgisgæslan er með tvær þyrlur í notkun. Önnur þeirra bíður eftir margra vikna reglubundinni skoðun og hin á að fara í skoðun á miðnætti annað kvöld sem tæki að lágmarki tvo daga. Ef á að setja lög er þá ekki ljóst að það yrði að gera mjög fljótlega? Ríkisstjórnin ræddi möguleika í stöðunni vegna verkfalls flugvirkja hjá Landhelgisgæslunni á fundi sínum í dag.Vísir/Vilhelm „Jú, það er auðvitað forgangsverkefni okkar að tryggja öryggi almennings. Við þurfum að leita allra leiða til þess í þessari alvarlegu stöðu sem er komin upp," segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. Það sé hins vegar ljóst að þyrlan þurfi hvað sem öðru líður að fara í að minnsta kosti tveggja daga skoðun. Allir möguleikar í stöðunni væru skoðaðir en best yrði að samningar næðust. Þá velti ráðherra fyrir sé verkfallsrétti flugvirkjanna. „Ef maður les lögin frá 2006 þar sem aðrir sem starfa hjá Gæslunni eru ekki með sama rétt vegna þess að það á ekki að vera hægt að stöðva björgunar- og löggæsluþjónustu. Þetta mikilvæga öryggishlutverk sem Landhelgisgæslan hefur. Þannig að þetta er kannski svolítið ósamræmanlegt því," segir Áslaug Arna. Dómsmálaráðherra veltir fyrir sér hvort verkfall flugvirkja Landhelgisgæslunnar stenst lög sem banni hindrun björgunar- og löggæslustarfa.Vísir/Vilhelm Almannavarnanefnd Vestmannaeyja, sjúkraflutningamenn, jarðvísindamenn og fleiri hafa lýst alvarlegum áhyggjum af þeirri stöðu sem uppi er varðandi þyrlur Landhelgisgæslunnar. Þá dregur mjög úr öryggi sjófarenda ef þyrlurnar eru ekki til taks.
Landhelgisgæslan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kjaramál Tengdar fréttir Segir stöðuna hjá Landhelgisgæslunni grafalvarlega Svo gæti farið að engin björgunarþyrla verði starfhæf hjá Landhelgisgæslunni um miðja næstu viku ef ekki næst að semja í kjaradeilu hluta flugvirkja Gæslunnar. 19. nóvember 2020 18:51 Sjö flutt með þyrlu til Reykjavíkur eftir slys á Suðurlandi Lögregla og aðrir viðbragðsaðilar eru nú við störf á vettvangi umferðarslyss við Skaftafell. Smárúta með sjö manns innanborðs fór út af veginum og valt. 29. ágúst 2020 19:41 Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Sjá meira
Segir stöðuna hjá Landhelgisgæslunni grafalvarlega Svo gæti farið að engin björgunarþyrla verði starfhæf hjá Landhelgisgæslunni um miðja næstu viku ef ekki næst að semja í kjaradeilu hluta flugvirkja Gæslunnar. 19. nóvember 2020 18:51
Sjö flutt með þyrlu til Reykjavíkur eftir slys á Suðurlandi Lögregla og aðrir viðbragðsaðilar eru nú við störf á vettvangi umferðarslyss við Skaftafell. Smárúta með sjö manns innanborðs fór út af veginum og valt. 29. ágúst 2020 19:41