Mun fá háar bætur eftir mistök hjá Krabbameinsfélaginu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. nóvember 2020 19:10 Tryggingafélag Krabbameinsfélag Íslands hefur viðurkennt bótaskyldu. Vísir/Vilhelm Tryggingafélag Krabbameinsfélags Íslands hefur viðurkennt bótaskyldu að öllu leyti í máli konu sem fékk ranga niðurstöðu eftir krabbameinsskoðun hjá félaginu. Konan, sem er með ólækandi krabbamein, mun því fá bætur vegna málsins. Lögmaður hennar telur líklegt að upphæð skaðabótanna geti hlaupið á tugum milljóna króna. Þetta staðfestir Sævar Þór Jónsson, lögfræðingur konunnar, í samtali við Vísi en RÚV greindi fyrst frá í kvöld. Upphaflega var greint frá máli konunnar í kvöldfréttum Stöðvar 2 þann 30. ágúst síðastliðinn. Í kjölfarið voru rétt tæplega fimm þúsund sýni endurskoðuð hjá Krabbameinsfélaginu og 209 konur kallaðar aftur til frekari skoðunar. Nokkrar konur sem fengu ranga niðurstöðu í leghálsskimun hjá Krabbameinsfélaginu reyndust vera með það alvarlegar frumubreytingar að þær þurfa að fara í keiluskurð. Ánægjulegt að þessu máli sé að ljúka Engar frumubreytingar greindust hjá konunni við reglubundna leghálsskoðun hjá kvensjúkdómalækni árið 2018. Í ár veiktist hún alvarlega og fór í aðra leghálsskoðun í vor. Konan greindist með krabbamein sem talið er ólæknandi. Í samtali við Vísi segir Sævar að tryggingafélag Krabbameinsfélagsins hafi viðurkennt skaðabótaskyldu í málinu og þarf málið því ekki að fara fyrir dóm. Lagt verður mat á tjón konunnar og skaðabætur ákvarðaðar út frá því, en Sævar segir að þær gætu numið tugum milljóna króna. Ánægjulegt sé að þessu máli sé að ljúka á þennan hátt tiltölulega skömmu eftir að það kom upp, enda hafi það verið skelfilegt fyrir konuna. Segir Sævar að í heildina hafi málum ellefu kvenna sem telji sig hafa fengið ranga greiningu hjá Krabbameinsfélaginu verið vísað til Landlæknis. Í málum fjögurra þeirra, þar á meðal þessu, hefur verið farið fram á skaðabætur. Nú sér fyrir endann á þessu máli en hin þrjú málin eru á frumstigi að sögn Sævars. Mistök við greiningu hjá Krabbameinsfélaginu Heilbrigðismál Tryggingar Tengdar fréttir Breyta á fyrirkomulagi leghálsskimana um áramótin Breyta á fyrirkomulagi leghálsskimana um áramótin. Gerðar verða veirumælingar á konum í stað hefðbundinnar frumusýnaskoðunar sem forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins telur að muni auka gæðin. 16. nóvember 2020 21:00 Var ekki látin vita af frumubreytingum og þurfti að fara í legnám Kona á fertugsaldri sem segist ekki hafa verið látin vita af frumubreytingum í leghálsi segir Krabbameinsfélagið hafa brugðist sér. Hún greindist með alvarlegt krabbamein og þurfti að fara í legnám og getur því ekki eignast börn. 7. október 2020 18:45 Var ekki látin vita af niðurstöðum úr leghálsskimun Kona sem greindist með krabbamein í legi árið 2015 hafði farið í leghálsskimun hjá Leitarstöð Krabbameinsfélagsins árið 2013 án athugasemda. 2. október 2020 19:43 Yfir 200 konur þurfa frekari skoðun 209 konur voru að endingu kallaðar til frekari skoðunar, eða í 4,2 prósent tilfella. 2. október 2020 08:56 Nokkrar konur sem fengu ranga niðurstöðu úr leghálsskimun þurfa að fara í keiluskurð Nokkrar konur sem fengu ranga niðurstöðu í leghálsskimun hjá Krabbameinsfélaginu reyndust vera með það alvarlegar frumubreytingar að þær þurfa að fara í keiluskurð. 18. september 2020 17:19 Andlát 24 ára gamallar konu á borð landlæknis Fjölskylda 24 ára gamallar konu sem lést úr leghálskrabbameini og hafði farið í skimun hjá Krabbameinsfélagi Íslands sem benti til að nánari skoðanir þyrfti að gera hefur vísað máli hennar til landlæknis. 15. september 2020 17:48 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið Sjá meira
Tryggingafélag Krabbameinsfélags Íslands hefur viðurkennt bótaskyldu að öllu leyti í máli konu sem fékk ranga niðurstöðu eftir krabbameinsskoðun hjá félaginu. Konan, sem er með ólækandi krabbamein, mun því fá bætur vegna málsins. Lögmaður hennar telur líklegt að upphæð skaðabótanna geti hlaupið á tugum milljóna króna. Þetta staðfestir Sævar Þór Jónsson, lögfræðingur konunnar, í samtali við Vísi en RÚV greindi fyrst frá í kvöld. Upphaflega var greint frá máli konunnar í kvöldfréttum Stöðvar 2 þann 30. ágúst síðastliðinn. Í kjölfarið voru rétt tæplega fimm þúsund sýni endurskoðuð hjá Krabbameinsfélaginu og 209 konur kallaðar aftur til frekari skoðunar. Nokkrar konur sem fengu ranga niðurstöðu í leghálsskimun hjá Krabbameinsfélaginu reyndust vera með það alvarlegar frumubreytingar að þær þurfa að fara í keiluskurð. Ánægjulegt að þessu máli sé að ljúka Engar frumubreytingar greindust hjá konunni við reglubundna leghálsskoðun hjá kvensjúkdómalækni árið 2018. Í ár veiktist hún alvarlega og fór í aðra leghálsskoðun í vor. Konan greindist með krabbamein sem talið er ólæknandi. Í samtali við Vísi segir Sævar að tryggingafélag Krabbameinsfélagsins hafi viðurkennt skaðabótaskyldu í málinu og þarf málið því ekki að fara fyrir dóm. Lagt verður mat á tjón konunnar og skaðabætur ákvarðaðar út frá því, en Sævar segir að þær gætu numið tugum milljóna króna. Ánægjulegt sé að þessu máli sé að ljúka á þennan hátt tiltölulega skömmu eftir að það kom upp, enda hafi það verið skelfilegt fyrir konuna. Segir Sævar að í heildina hafi málum ellefu kvenna sem telji sig hafa fengið ranga greiningu hjá Krabbameinsfélaginu verið vísað til Landlæknis. Í málum fjögurra þeirra, þar á meðal þessu, hefur verið farið fram á skaðabætur. Nú sér fyrir endann á þessu máli en hin þrjú málin eru á frumstigi að sögn Sævars.
Mistök við greiningu hjá Krabbameinsfélaginu Heilbrigðismál Tryggingar Tengdar fréttir Breyta á fyrirkomulagi leghálsskimana um áramótin Breyta á fyrirkomulagi leghálsskimana um áramótin. Gerðar verða veirumælingar á konum í stað hefðbundinnar frumusýnaskoðunar sem forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins telur að muni auka gæðin. 16. nóvember 2020 21:00 Var ekki látin vita af frumubreytingum og þurfti að fara í legnám Kona á fertugsaldri sem segist ekki hafa verið látin vita af frumubreytingum í leghálsi segir Krabbameinsfélagið hafa brugðist sér. Hún greindist með alvarlegt krabbamein og þurfti að fara í legnám og getur því ekki eignast börn. 7. október 2020 18:45 Var ekki látin vita af niðurstöðum úr leghálsskimun Kona sem greindist með krabbamein í legi árið 2015 hafði farið í leghálsskimun hjá Leitarstöð Krabbameinsfélagsins árið 2013 án athugasemda. 2. október 2020 19:43 Yfir 200 konur þurfa frekari skoðun 209 konur voru að endingu kallaðar til frekari skoðunar, eða í 4,2 prósent tilfella. 2. október 2020 08:56 Nokkrar konur sem fengu ranga niðurstöðu úr leghálsskimun þurfa að fara í keiluskurð Nokkrar konur sem fengu ranga niðurstöðu í leghálsskimun hjá Krabbameinsfélaginu reyndust vera með það alvarlegar frumubreytingar að þær þurfa að fara í keiluskurð. 18. september 2020 17:19 Andlát 24 ára gamallar konu á borð landlæknis Fjölskylda 24 ára gamallar konu sem lést úr leghálskrabbameini og hafði farið í skimun hjá Krabbameinsfélagi Íslands sem benti til að nánari skoðanir þyrfti að gera hefur vísað máli hennar til landlæknis. 15. september 2020 17:48 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið Sjá meira
Breyta á fyrirkomulagi leghálsskimana um áramótin Breyta á fyrirkomulagi leghálsskimana um áramótin. Gerðar verða veirumælingar á konum í stað hefðbundinnar frumusýnaskoðunar sem forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins telur að muni auka gæðin. 16. nóvember 2020 21:00
Var ekki látin vita af frumubreytingum og þurfti að fara í legnám Kona á fertugsaldri sem segist ekki hafa verið látin vita af frumubreytingum í leghálsi segir Krabbameinsfélagið hafa brugðist sér. Hún greindist með alvarlegt krabbamein og þurfti að fara í legnám og getur því ekki eignast börn. 7. október 2020 18:45
Var ekki látin vita af niðurstöðum úr leghálsskimun Kona sem greindist með krabbamein í legi árið 2015 hafði farið í leghálsskimun hjá Leitarstöð Krabbameinsfélagsins árið 2013 án athugasemda. 2. október 2020 19:43
Yfir 200 konur þurfa frekari skoðun 209 konur voru að endingu kallaðar til frekari skoðunar, eða í 4,2 prósent tilfella. 2. október 2020 08:56
Nokkrar konur sem fengu ranga niðurstöðu úr leghálsskimun þurfa að fara í keiluskurð Nokkrar konur sem fengu ranga niðurstöðu í leghálsskimun hjá Krabbameinsfélaginu reyndust vera með það alvarlegar frumubreytingar að þær þurfa að fara í keiluskurð. 18. september 2020 17:19
Andlát 24 ára gamallar konu á borð landlæknis Fjölskylda 24 ára gamallar konu sem lést úr leghálskrabbameini og hafði farið í skimun hjá Krabbameinsfélagi Íslands sem benti til að nánari skoðanir þyrfti að gera hefur vísað máli hennar til landlæknis. 15. september 2020 17:48